13.2.2008 | 01:30
Lokaundirbúningurinn á fullu!
Góða kvöldið.
Þá er komið að lokaundirbúningnum fyrir fyrstu umferðina í EVO-Challenge meistarakeppninni - Rallý Sunseeker - ekki nema tíu dagar til stefnu og mikið eftir að klára hjá liðinu.
Það eru 90 áhafnir skráðar í NAT A rallið og hafa strákarnir hlotið rásnúmer 32. Ekki er nú hægt að segja að flóðhestarnir hafi hoppað hæð sína af gleði yfir rásstaðnum en svona er að vera útlendingur í UK.
Það verður Ísak Guðjónsson sem mun verma aðstoðarökumannssætið í þessari keppni - en hann keppti með Danna í þessari sömu keppni á síðasta ári og mun því reynsla hans koma sér vel nú.
Það er alveg ljóst að strákarnir munu ekki sýna fullan hraða í þessari keppni - en markmið þeirra er að keyra mjög þétt alla keppnina og kynnast nýja bílnum sem er víst geysilega öflugur.
Danni fór til Bretlands í síðustu viku og var að prófa nýja bílinn með Stuart Jones - sem keppti í heimsmeistarakeppninni PWRC á síðasta ári og er sennilega hraðasti ungi ökumaður Breta. Eyddu þeir heilum degi á einkaæfingarbraut og fóru í tækniæfingar. Lofaði bíllinn geysilega góðu - en Danni kvað hann mikið kvikari og skemmtilegri en gamla bílinn sinn. Einnig var mál manna að ekki væri að sjá að Danni hefði ekki stigið í rallíbíl í þrjá mánuði - því hraði hans og tækni kom viðstöddum á óvart.
Við munum halda áfram að setja inn línur á næstu daga.
Kveðja / Flóðhestarnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2008 | 01:35
Nýtt og safaríkt mótorsportár gengið í garð.
Góðan daginn lesendur góðir
Nú er nýtt mótorsportár gengið í garð og leyfist undirrituðum að fullyrða að aldrei hefur útlitið verið jafn bjart fyrir framgöngu íslenskra akstursíþrótta.
Stígandi í bíla og hjólasporti hefur verið mikill undanfarin misseri og hefur fjöldi keppenda og áhugamanna sjaldan verið meiri. Spenna í flestum greina akstursíþrótta árið 2007 var alsráðandi og endurnýjun keppnistækja og nýliðum með besta móti - og nú þegar er ljóst að þetta ár verður enn betra!
Þrátt fyrir að keppni í körtuakstri hafi verið með minnsta móti undanfarið þá byrjar þetta ár strax á stórkostlegum fréttum af okkar fremsta kartökumanni undanfarinna ára sem hafið hefur útrás og stefnir hátt. Kristján Einar eða "The Icelander" ætlar að halda fána Íslands hátt á lofti í Formula mótaröðum og hefur geysilega sterka bakhjarla sem trúa á verkefnið. Fáir leikmenn gera sér grein fyrir hversu langt þessi ungi strákur er nú þegar kominn - en vonandi mun Kristján gera alla Íslendinga stolta af þjóðerni sínu fyrr en varir - ekki bara okkur mótorsport áhugamennina
Annar Íslendingur að hálfu leyti gerði það gott á síðasta ári í formula 3 Victor Þór Jenssen og sigraði m.a. eina umferðina í þeirri mótaröð. Ekki er enn vitað um áform hans fyrir 2008 en vonandi sjáum við Íslenska fánann í fremstu röð þar áfram.
Mótorhjólasport hérlendis er í algjöru hámarki - mörg hundruð keppendur í enduro og mótorkrossi tala sínu máli um vinsældir tveggja hjóla tækjanna. Þar eru fjölmargir ungir og efnilegir krakkar að komast á alþjóðlegan samkeppnisgrundvöll vonandi. Verður amk spennandi að fylgjast með á árinu!
Torfæran hefur raunar verið hálf stöðnuð í mörg ár mati undirritaðs og sama má segja um kvartmílukeppnir - en vinsældir beggja keppnisgreinanna eru og hafa verið miklar bæði hjá keppendum og áhorfendum.
Aðal umfjöllunarefni þessarar bloggsíðu hefur verið rallý síðastliðið ár og þá aðallega sorgir og sigrar okkar Flóðhestanna hérlendis og erlendis. Íslandsmótið 2007 var afskaplega skemmtilegt og uppgangurinn mjög mikill. Nýir bílar og áhafnir bættust í toppbaráttuna og metnaður allra virtist aukast í hverri keppni. Nú þegar er ljóst að enn meira fjör verður á komandi ári hérlendis þar sem nýir bílar eru farnir að berast til landsins og flestar toppáhafnir síðasta árs ætla að bæta ökutæki sín og leggja enn meiri metnað í komandi tímabil. Þó enn séu rúmlega fjórir mánuðir í fyrstu keppni þá er spennan þegar orðin gríðarleg og sálarstríðið byrjað! Verður gaman að fylgjast með þessu.
Áform okkar Flóðhestanna eru að skýrast fyrir árið og verða birt hér von bráðar
Megi drengskapur og gleði ráða ríkjum, hvert sem litið er árið 2008!
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2007 | 20:53
Gleðileg jól og með því :)
Gleðileg jól kæru mótorsport unnendur.
Frábært keppnisár er að renna sitt skeið á enda og við erum stolt af árangri okkar, þakklát fyrir stuðning ykkar og höfum háleit markmið um áframhaldið.
Við hefjum undirbúning strax eftir hátíðir á næsta keppnistímabili sem hefst eftir níu vikur :)
Þangað til óskum við lesendum ljóss og friðar.
Flóðhestarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2007 | 22:53
Söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Kristinns Veigars Sigurðssonar.
Góða kvöldið.
Okkur langar til að hvetja alla lesendur að sýna örlæti sitt á erfiðum tíma og leggja sitt af mörkum til fjölskyldu Kristins Veigars Sigurðssonar sem lést í hræðilegu umferðarslysi um helgina.
Búið er að stofna styrktarreikning.
Reikningsnúmerið er 0542-14-605021, kennitala 110282-3389
Kveðja / Flóðhestarnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 22:51
Myndbönd og myndir úr keppnisferð til Bretlands í nóvember
Góða kvöldið.
Búið er að setja inn heimildarmyndbönd um keppnisferð okkar til Bretlands í síðasta mánuði ásamt töluverðu af ljósmyndum.
http://www.hipporace.blog.is/blog/hipporace/video/2568/
http://www.hipporace.blog.is/blog/hipporace/video/2569/
http://www.hipporace.blog.is/blog/hipporace/video/2572/
http://www.hipporace.blog.is/album/Tempestrally2007/
Mikið efni á eftir að koma inn á vefinn næstu dagana og geta áhugasamir því fylgst vel með.
Í skugga atburða síðustu viku vonumst við til að þetta efni gefi smá skimu fyrir alla.
Kveðja / FlóðhestarnirBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 14:12
Blessuð sé minning drengsins hans Óskars.
Kæru lesendur.
Sú harmafregn hefur borist að Kristinn Veigar Sigurðsson sé látin eftir umferðarslys aðeins fjögurra ára gamall.
Drengurinn þessi var sonur Óskars Sól, rallkappa og vinar okkar.
Megi allir vættir lífs og liðinna gefa Óskari og fjölskyldu styrk til að lifa með þessum hræðilega missi.
Við vottum okkar dýpstu samúð.
Daníel Sigurðarson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 19:33
Smá bið enn í endastöð ársins :)
Góða kvöldið kæru lesendur.
Mig langaði bara að afsaka langa bið eftir samantekt úr síðasta ralli ásamt heildarsamantekt keppnisársins hjá okkur Flóðhestunum - þetta er allt að gerast :)
Það er verið að útbúa sérlega glæsilegt efni til birtingar hér og hefur vinnslan verið tímafrek. Næstkomandi föstudag verður smá Temtest hátið hópsins góða sem fylgdi okkur í síðustu keppni ársins og verður frumsýning þar. Því mega lesendur eiga von á að sjá herlegheitin um næstu helgi.
Þetta myndbrot er eitt af grínunum sem verið er að smíða.. Humm- þetta getur ekki verið gott :)
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 11:58
Temtest rallið - skemmtilegar myndir
Fáninn tekinn -
Og reynt að stela honum
Og það tekst (eins og sést er fáninn fastur í bretti bílsins og tréð ekkert langt frá - þó má greina ökumannin með þumalinn upp að veifa áhorfendum)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2007 | 17:36
Keppni lokið
Danni og Ísak hafa klárað keppni í svarta myrkri og eru reynslunni ríkari eftir þessa keppni.
Núna er hópurinn farinn út að borða og kannski fá sumir sér smá hvítvín með.
Hér eru tvær myndir úr síðustu hópferð sem farin var í febrúar þegar Danni og Ísak voru að keppa í Sunseeker.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)