Íslandsmótið í rallý - lokaumferðirnar eknar um síðustu helgi - Komnar myndir :)

Góðan daginn.

Eins og flestir vita sem hingað villast þá voru tvær síðustu umferðir Íslandsmótsins í rallý eknar um síðustu helgi í hinum stórskemmtilegu Snæfellsnesröllum Nesbyggðar.

IMG 9008

Að vanda mættum við Flóðhestar þarna með nokkrar áhafnir og luku allir keppni með heila bíla, talsvert af góðmálmum í farteskinu og mikla gleði í hjarta.

Ekki telur undirritaður þörf á því að fara hér yfir einstök efnisatriði keppninnar utan við að senda sérstakar þakkir til starfsmanna, þjónustumanna og hunda fyrir vel skipulagða og skemmtilega helgi.

IMG 8982

 Gerða mætti vestur og dúndraði nokkrum myndum. Afraksturinn má sjá í albúminu: http://hipporace.blog.is/album/haustrall_nesbyggdar_2009/

Það styttist svo óðum í hamingjudag fyrir velunnara, áhugamenn og starfsmenn :)

 Kveðja / Danni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var eitthvað að reyna að gera læst albúm fyrir myndir af síðustu sérleið, en það tókst ekki. Ef þið eruð dugleg að kommenta á þessar myndir, þá hendi ég inn myndum frá kvöldinu

Gerða (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

uuuu. neeee, eigum við ekki bara að sleppa því ?  Hvernig var þetta með rassinn og pissuskálina?

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.9.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Skora á þig að skella inn myndum af síðustu sérleið, þú varst byrjuð á því í Snæfellsrall albúminu.

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 10.9.2009 kl. 17:34

4 identicon

Þumalputtareglan........what happends in Ólafsvík, stays in Ólafsvík   sérstaklega síðasta sérleiðin.

Guðný (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband