Sælir félagar. Við erum á leiðinni út á þriðjudagsmorgun og hefjum undirbúning fyrir keppnina sem verður um næstu helgi. Leiðarnótur og DVD af leiðunum bíða okkar hjá Quick motorsport í Hereford og fáum við nokkrar klukkustundir til að setjast yfir leiðarnar um kvöldið.
Á miðvikudagsmorgun kemur Phil Marks, sá sem sér um mótorinn í bílnum okkar og mun eyða deginum á lokuðum skógarvegi með okkur í endanlegar uppstillingar og slíkt. Þennan dag munum við nota eins vel og kostur er til að læra inn á nýja bílinn og getu hans. Fimmtudagurinn fer í að merkja bílinn, koma honum inn í vagn og gera klárt fyrir keppnisdaginn. Það sem eftir lifir dagsins verður notað í að vinna í leiðarnótum. Föstudagurinn hefst á akstri til Bournemouth þar sem keppnin fer fram, keppnisskoðun er þar í íþróttahúsi þar sem Bretar greiða aðgangseyri til að fá að horfa á keppendur mæta með bíla sína þar sem öryggisbúnaður er yfirfarinn. Margir keppendur nota tækifærið og gefa plaggöt og minjagripi þarna og því oft hamagangur í öskjunni á áhorfendapöllunum.
Rallið hefst um kvöldið á tveimur innanbæjarleiðum í Bournemouth að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Sérleiðartímar verða birtir á heimasíðu rallsins : http://rallyesunseeker.co.uk/index.htm
Meira í vikunni.
Kveðja / DS
Athugasemdir
Gangi ykkur alveg hrikalega vel
. Keyra einsog á 1stu leið í alþjóða og þessir bretar eiga ekkert svar. ÁFRAM ÍSLAND
Kv Óskar Sól
Óskar Sól (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 03:07
Góðan daginn.....
ég hef bara eitt að segja.........
JÓLIN.....JÓLIN....JÓLIN ERU AÐ KOMA.........dang,dang.....dandarandandan...
Þetta verður MJÖG spennandi að sjá....
Gangi ykkur vel og þið þurfið ekki að syna neina heimsmeistara takta.....
gerið þið bara það sem þið eruð vanir og kunnið..... og það er... hratt, öruggt, og klára.... þessir 3 hlutir eiga eftir að koma ykkur á óvart, hversu langt þið náið... (ég vill meina topp 10 strax)Ég hef bara einu sinni setið í bíl með Danna og guð minn góður, það sem hann höndlaði þessa evo 6..... og þegar Danni nær jafn góðum tökum á evo 9, þá erum við ekki að tala um topp 10.....heldur topp 3...Baráttu kveðjurPéturJÁ...EITT ENN...............ÁFRAM ÍSLAND.....pétur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 07:03
Bara fulla ferð og taka þetta,hefði alveg verið til í að koma og horfa aftur á en látum það bíða fram á sumar,bíllinn er flottur en spurning hversu lengi það verður
......nei nei ég veit þú ferð vel með þennan,bara spurning um að fá minni spegla.Góða ferð og gangi ykkur vel
Hilmar B Þ
Hilmar B Þ (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:57
Sælir
Það er engin spurning að getan er til staðar.. það má samt ekki gleyma því að bíllinn er nýr og þó svo að hann sé sömu tegundar og gamli bíllinn að þá er hann allt öðru vísi að mér skilst.
Ef að Danni smellur í gírinn eins og gerðist við prófanir um daginn, þá meiga þessir kallar fara að vara sig, en raunsætt séð þá held ég að það sé allt í lagi og viðunandi að klárað verði í topp 10.
Við bíðum öll spennt að sjá útkomu helgarinnar, versta helvíti að geta ekki verið á staðnum að fylgjast með, en það er engin spurning að það verður að taka ferð út til Mekka, "where the beer floats like wine" í rallýmálum.
Gangi ykkur sem allra best um helgina drengir.
kv. Jónsi
Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:39
Við bræður óskum ykkur góðrar ferðar!!! í öllum beygjum.
kv.
Team Seastone
Team Seastone (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:43
Góða ferð drengir og gangi ykkur rosalega vel í keppninni,það verður gaman að sjá hvernig þetta fer hjá ykkur,ég veit að þið viljið ná inn á topp 10 í þessari keppni en ég segi það verður frábært ef þið klárið bara rallið og lærið almennilega á bílinn en auðvita yrði geggjað að ná inn á topp 10,ég mun gefa ykkur góða strauma
..
Kveðja,Dóri
Heimir og Halldór Jónssynir, 18.2.2008 kl. 18:40
tek undir með öllum og óska ykkur velgengi í keppninni fulla ferð áfram og klára
Halldór Vilberg Ómarsson, 18.2.2008 kl. 21:18
Baráttukveðja úr Smárlindar heilsuræktar-karlahópnum til ykkar strákar.
Muna bara að horfa í línuna....fara hægt inn og hratt út!!!
Kveðja
Halli
Haraldur Haraldsson, 20.2.2008 kl. 22:25
Ég vildi að ég væri þarna með ykkur, það var ekkert smá gaman í fyrra. Mjög skemmtilegar leiðir.
Kveðja, Gerða
Gerða (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.