Færsluflokkur: Bloggar
11.9.2008 | 20:29
Hið frábæra skógshraun - Rallý reykjavik 2008
Góða kvöldið.
Til að byrja með er rétt að biðjast afsökunar á litlum fréttum hér undanfarið - en gríðarlegar annir hafa sett strik í reikningin með að leggjast í ritstörfin.
Það er ekki það með sagt að ekkert fréttnæmt sé að gerast í akstursíþróttaheiminum - en forgangsröðunin þarf víst að vera þessi.
Við flóðhestar eigum okkar næstu keppni í Bretlandi þann 18.10 en þá er lokaumferðin í evo-challenge meistarakeppninni. Við ætlum okkur að fylgja eftir sigrinum í mid wales rallinu fyrr í sumar og kemur ekkert annað til greina en slagur á toppnum.
Uppgjör alþjóðarallsins hefur ekki enn verið skrifað - en nóg er til af efni. Keppendur íslandsmótsins í rallý eru á fullu að undirbúa lokaumferðina þar sem staðan á mótinu er galopinn og allir verða að keyra til sigurs. Við munum fylgjast vel með þessum slag hér á vefnum.
Læt hér fljóta með innan úr bílnum okkar ástu á leið um Skógshraun í alþjóðarallinu. Þrátt fyrir ofurvarfærnislegan akstur okkar yfir þessa leið náðum við að gata afturdrif, sprengja 3dekk, eyðileggja hlífðarpönnu og fleira.. Takið sérstaklega eftir um miðbik myndbandsins þegar við krækjum í ósýnilega nibbu af stein sem var á stærð við örbylgjuofn þegar hann dróst uppúr jörðinni - bíllinn tekst á loft.
Vonandi gefst tími til að skrifa meira síðar í vikunni.
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 19:33
Tungnaá náðist inn - þetta er allt að gerast :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2008 | 23:02
Nokkur myndbönd innan úr rallýbílnum okkar - alvaran alsráðandi :)
Leið um Kleifarvatn - vantar seinni hlutann þar sem meira var sungið
Hengill - malbik á rallýdekkjum ekki alveg að gera sig
Geitarsandur - alltaf gaman að elta undanfarann og villast (sérstaklega fyndið þegar Ásta hvíslar "Daníel" eins og fjölmargir séu að hlusta)
Nýtt blogg er alveg að fæðast hjá okkur - fullt af myndum frá GERÐU snilling komnar í albúmin - sendum henni þúsund kossa að launum - sem og Elvari sem á sitt albúm
sjá:
http://hipporace.blog.is/album/altjodarally_2008_fimmtudagur/
http://hipporace.blog.is/album/altjodarally_2008_fostudagur/
http://hipporace.blog.is/album/altjodarally_2008_laugardagur/
http://hipporace.blog.is/album/altjodarallid_2008_elvaro/
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2008 | 18:16
Úrslit 29. alþjóðarallsins á Íslandi - yfirburðir heimamanna
Góðan daginn.
Í gær lauk alþjóðarallinu með sigri Jóns og Borgars - en þeir stungu Sigurð og Ísak af á lokadeginum og lönduðu verðskulduðum sigri í þessari lengstu og erfiðustu keppni ársins. Sigurður og Ísak voru í einhverjum vandræðum með keppnisbíl sinn og ákváðu að halda sinni stöðu og tryggja sér örugg stig og mikilvæg í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn - en þeir leiða mótið þremur stigum á undan Pétri og Heimi sem kláruðu í þriðja sæti.
Eftirtektarvert er að sjá að fremsta erlenda áhöfnin klárar í sjöunda sæti - en það voru feðgarnir Max og Wug Utting sem óku af mikilli skynsemi og skemmtu sér konunglega í algerlega áfallalausu ralli. Þeir hafa þegar staðfest að þeir komi aftur að ári og gefa sérleiðunum hér sýna hæðstu einkunn. En yfirburðir Íslendinga eru greinilega mjög miklir á sínum heimavelli og undruðust erlendu áhafnirnar hversu mikinn hraða margar áhafnir hafa. Spurning hvort við ættum að senda fleirri keppendur til útlanda að reyna sig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 00:49
Annar dagur alþjóðarallsins - endalaust gaman og erfitt.
Góða kvöldið.
Þá er lokið öðrum degi alþjóðarallsins og hafa skiptst á skin og skúrir í víðasta skiling þess orðatiltækis.
Fyrstu fréttirnar eru jú að við, Danni og Ásta féllum úr keppni eftir hádegið í dag þegar hjólnaf bílsins okkar vildi ekki vera lengur memm. Hálffúlt en samt ekki - þetta var eiginlega alveg komið gott fannst amk undirrituðum. Fram að þessu hafði flest gengið að óskum og skemmtum við okkur konunglega við að taka góða spretti inn á milli. Hápunktarnir voru ferð niður Tungnaá og leiðin um Heklu - en leiðin niður skógshraun var okkur dýrkeypt þar sem við sprengdum dekk og afturdrifshús og eitthvað :)
Það náðist vídeo af lautarferð okkar með þrjú hjól undir bílnum og mun ég reyna að hafa upp á því og sýna hér á vefnum fljótlega. Einnig eru jú herlegheitin vonandi til á innanborðsmyndavél okkar :)
Annað fréttnæmt í dag var að Skagabræðurnir kútveltu Focus bíl sínum á leið um Heklu og nærri allir keppendur voru í einhvers konar vandræðum - nema bræðurnir Fylkir og Elvar - en þeir hafa átt vandamálalausan dag með öllu.
Staðan í rallinu er svona:
1 | 3 | Sigurður Bragi/Ísak | Mitsibishi Lancer EVO 7 | 1:54:57 | 0:00 | 0:00 | ||
2 | 2 | Jón Bjarni/Borgar | Mitsibishi Lancer EVO 7 | 1:55:04 | 0:07 | 0:07 | 0:00 | 0:00 |
3 | 7 | Pétur/Heimir Snær | Mitsubishi Lancer Evo 6 | 2:02:23 | 7:26 | 7:19 | 0:00 | 0:00 |
4 | 6 | Fylkir/Elvar | Subaru Impreza STI N8 | 2:03:31 | 8:34 | 1:08 | 0:00 | 0:00 |
5 | 8 | Eyjólfur/Halldór Gunnar | Subaru Impreza STI 2,5 | 2:06:26 | 11:29 | 2:55 | 0:00 | 0:00 |
6 | 16 | Guðmundur/Ragnar | Subaru Impreza 22B | 2:07:49 | 12:52 | 1:23 | 0:00 | 0:00 |
7 | 9 | Valdimar/Ingi Mar | Subaru Impreza WRX | 2:08:04 | 13:07 | 0:15 | 0:00 | 0:00 |
8 | 54 | Utting/Utting | Subaru Impreza N12b | 2:10:00 | 15:03 | 1:56 | 0:00 | 0:00 |
9 | 20 | Páll/Aðalsteinn | Subaru Impreza STI N12b | 2:10:26 | 15:29 | 0:26 | 0:00 | 0:00 |
10 | 10 | Sigurður Óli/Þórður Andri | Toyota Celica GT4 | 2:17:02 | 22:05 | 6:36 | 0:00 | 0:00 |
11 | 28 | Kjartan/Ólafur Þór | Toyota Corolla 1600 GT | 2:19:28 | 24:31 | 2:26 | 0:00 | 0:00 |
12 | 18 | Marian/Jón Þór | Mitsubishi Lancer Evo 5 | 2:19:51 | 24:54 | 0:23 | 0:00 | 0:00 |
13 | 29 | Ólafur Ingi/Sigurður Ragnar | Toyota Corolla GT | 2:21:26 | 26:29 | 1:35 | 0:00 | 0:00 |
14 | 51 | Katarínus Jón/Ingi Örn | Tomcat TVR 100RS | 2:22:01 | 27:04 | 0:35 | 0:00 | 0:00 |
15 | 13 | Guðmundur Snorri/Ingimar | Mitsubishi Pajero | 2:23:52 | 28:55 | 1:51 | 0:00 | 0:00 |
16 | 77 | Paramore/Sunderland | Subaru Impresa Sti | 2:24:30 | 29:33 | 0:38 | 0:00 | 0:20 |
17 | 57 | Hazelby/Aldridge | Land Rover Defender XD | 2:24:39 | 29:42 | 0:09 | 0:00 | 0:00 |
18 | 23 | Henning/Gylfi | Toyota Corolla GT | 2:27:20 | 32:23 | 2:41 | 0:00 | 0:00 |
19 | 55 | Hope/McKerlie | Land Rover Defender XD | 2:28:38 | 33:41 | 1:18 | 0:00 | 0:00 |
20 | 56 | Mitchell/"Homer" | Land Rover Defender XD | 2:32:14 | 37:17 | 3:36 | 0:00 | 0:00 |
21 | 40 | Magnús/Guðni Freyr | Toyota Corolla GT | 2:33:28 | 38:31 | 1:14 | 0:00 | 0:00 |
22 | 58 | Partridge/Vango | Land Rover Defender XD | 2:35:58 | 41:01 | 2:30 | 0:00 | 0:00 |
23 | 59 | Christie/Eldridge | Land Rover Defender XD | 2:37:28 | 42:31 | 1:30 | 0:00 | 0:00 |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 22:40
Fyrsti dagur alþjóðarallsins lokið - hörð barátta og dramatík!
Góða kvöldið.
Nú rétt í þessu var að ljúka fyrsta áfanga af fjórum í 29 alþjóðarallinu á Íslandi. Strax á fyrstu leið hófst dramatíkin sem á eftir að vera alsráðandi fram á laugardag.
Það voru þeir Alan Paramore og James Sunderland sem fyrst lentu í vandræðum - en fyrir rallið voru þeir taldir líklegir i toppbaráttuna. Þeir lentu harkalega á stein og sprengdu dekk - en ekki var allt búið þar því bíll þeirra datt í tvígang af tjakknum þegar þeir reyndu að skipta og töpuðu þeir heilum tólf mínútum á þessum æfingum.
Næstir í vandræði voru bleiku þjónustuliðar okkar þeir Grímur og Steinar - en eftir mikinn tíma við dekkjaskipti þá lentu þeir í umferð inn á miðri sérleið, tímaverðir höfðu yfirgefið stöðvar sínar og allt í stórum misskilningi. Svo illur urðu þeir að þeir hættu keppni með skeifu á munn. Leitt en ákvörðun þeirra stendur.
Staðan í rallinu eftir fyrsta hlutann er ekki alveg ljós sem stendur en nokkurn veginn svona:
1.Danni og Ásta, 2.Jon og Borgar + 25sek, 3 Pétur og Heimir + 50sek, 4. Sigurður og Ísak + 65sek.
Meira á eftir.
Hér eru úrslit dagsins og þá rásröð morgundagsins:
1 | 1 | Daníel/Ásta | Mitsubishi Lancer Evo 9 | 21:22 | 0:00 | 0:00 | ||
2 | 3 | Jón Bjarni/Borgar | Mitsibishi Lancer EVO 7 | 21:46 | 0:24 | 0:24 | 0:00 | 0:00 |
3 | 4 | Pétur/Heimir Snær | Mitsubishi Lancer Evo 6 | 22:20 | 0:58 | 0:34 | 0:00 | 0:00 |
4 | 2 | Sigurður Bragi/Ísak | Mitsibishi Lancer EVO 7 | 22:44 | 1:22 | 0:24 | 0:00 | 0:00 |
5 | 12 | Eyjólfur/Halldór Gunnar | Subaru Impreza STI 2,5 | 23:04 | 1:42 | 0:20 | 0:00 | 0:00 |
6 | 9 | Fylkir/Elvar | Subaru Impreza STI N8 | 23:46 | 2:24 | 0:42 | 0:00 | 0:00 |
7 | 5 | Valdimar/Ingi Mar | Subaru Impreza WRX | 23:49 | 2:27 | 0:03 | 0:00 | 0:00 |
8 | 10 | Páll/Aðalsteinn | Subaru Impreza STI N12b | 24:13 | 2:51 | 0:24 | 0:00 | 0:00 |
9 | 8 | Marian/Jón Þór | Mitsubishi Lancer Evo 5 | 24:30 | 3:08 | 0:17 | 0:00 | 0:00 |
10 | 11 | Jóhannes/Björgvin | Mitsubishi Lancer EVO 7 | 24:43 | 3:21 | 0:13 | 0:00 | 0:00 |
11 | 6 | Utting/Utting | Subaru Impreza N12b | 25:15 | 3:53 | 0:32 | 0:00 | 0:00 |
12 | 14 | Guðmundur/Ragnar | Subaru Impreza 22B | 25:19 | 3:57 | 0:04 | 0:00 | 0:00 |
13 | 13 | Sigurður Óli/Elsa Kristín | Toyota Celica GT4 | 25:55 | 4:33 | 0:36 | 0:00 | 0:00 |
14 | 24 | Guðmundur Snorri/Ingimar | Mitsubishi Pajero | 25:55 | 4:33 | 0:00 | 0:00 | 0:00 |
15 | 15 | Gunnar Freyr / Jóhann Hafsteinn | Ford Focus | 26:12 | 4:50 | 0:17 | 0:00 | 0:00 |
16 | 17 | Kjartan/Ólafur Þór | Toyota Corolla 1600 GT | 26:26 | 5:04 | 0:14 | 0:00 | 0:00 |
17 | 16 | Henning/Gylfi | Toyota Corolla GT | 26:32 | 5:10 | 0:06 | 0:00 | 0:00 |
18 | 18 | Ólafur Ingi/Sigurður Ragnar | Toyota Corolla GT | 26:40 | 5:18 | 0:08 | 0:00 | 0:00 |
19 | 25 | Sighvatur/Úlfar | Mitsubishi Pajero Sport | 27:01 | 5:39 | 0:21 | 0:00 | 0:00 |
20 | 26 | Katarínus Jón/Ingi Örn | Tomcat TVR 100RS | 28:08 | 6:46 | 1:07 | 0:00 | 0:00 |
21 | 33 | Lilwall/Teasdale | Land Rover Defender XD | 28:19 | 6:57 | 0:11 | 0:00 | 0:00 |
22 | 30 | Hazelby/Aldridge | Land Rover Defender XD | 28:26 | 7:04 | 0:07 | 0:00 | 0:00 |
23 | 23 | Björn/Hjörtur Bæring | Renault Clio 1800 | 28:31 | 7:09 | 0:05 | 0:00 | 0:00 |
24 | 31 | Partridge/Vango | Land Rover Defender XD | 28:59 | 7:37 | 0:28 | 0:00 | 0:00 |
25 | 19 | Magnús/Guðni Freyr | Toyota Corolla GT | 29:26 | 8:04 | 0:27 | 0:00 | 0:00 |
26 | 32 | Christie/Eldridge | Land Rover Defender XD | 29:34 | 8:12 | 0:08 | 0:00 | 0:00 |
27 | 28 | Hope/McKerlie | Land Rover Defender XD | 29:42 | 8:20 | 0:08 | 0:00 | 0:00 |
28 | 29 | Mitchell/"Homer" | Land Rover Defender XD | 30:10 | 8:48 | 0:28 | 0:00 | 0:00 |
29 | 7 | Paramore/Sunderland | Subaru Impresa Sti | 37:21 | 15:59 | 7:11 | 0:00 | 0:20 |
30 | 20 | Guðmundur Orri/Guðmundur Jón | Renault Clio 1800 16V | 40:35 | 19:13 | 3:14 | 0:00 | 0:00 |
31 | 22 | Júlíus/Eyjólfur | Suzuki Swift GTI | 47:52 | 26:30 | 7:17 | 0:00 | 0:00 |
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2008 | 00:51
Smá forsmekkur af því sem koma skal - 29 alþjóðarallið
Góða kvöldið
Í dag mættu bílar og áhafnir í keppnisskoðun og var þar margt um manninn. Það var engu um það logið að greinilega hefur metnaður íslenskra rallara aldrei verið meiri fyrir keppni - amk þá eru menn greinilega að tjalda öllu til og kætir það okkur áhugamennina gríðarlega :)
Að keppnisskoðun lokinni var haldið upp í sveit þar sem nokkrir bílar voru prófaðir í þaula sem síðustu æfingu fyrir keppni. Áhersla æfinganna var á fjöðrun bílanna - en það er einn veigamesti þátturinn til að ná góðum árangri - þ.e. að hafa vel stillta og góða fjöðrun í keppnisbílunum.
Ljóst er að EVO 9 bíll flóðhestanna er ekki alveg gerður fyrir íslenskar aðstæður eins og sést kannski á myndunum hér - en morgundagurinn verður notaður í að breyta stillingum og reyna að halda hjólunum meira á veginum.
Steinar og Grímur mættu á Bleik og sýndu mögnuð tilþrif á stökkinu - stórfurðulegt hvað hægt er að gera á aðeins sjötíu km hraða :)
Pétur og Heimir áttu kvöldið - bíll þeirra í frábæru formi og koma þeir enn sterkar inn sem mögulegir sigurvegarar í komandi keppni.
Nú er bara að taka sér frí í vinnu á fimmtu-, föstu- og laugardag og koma að horfa :)
Myndir úr keppnisskoðun má finna á : http://www.flickr.com/photos/elvarorn/sets/72157606837870127/ og http://www.flickr.com/photos/elvarorn/collections/72157606834337816/
Kunnum við Gerðu og Elvari snillingum bestu þakkir fyrir þessar (og allar) myndir.
Allar upplýsingar um rallið er að finna á: www.rallyreykjavik.net
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góðan daginn.
Nú eru keppendur á fullu að gera sig klára enda verður keppnisskoðun á morgun og er það fyrsta tækifæri fyrir þá allra forvitnustu að berja ökutækin augu. Nokkuð er um bíla sem ekki hafa keppt áður hérlendis og eins og áður hefur verið rakið hér á síðunni hafa aldrei fleirri "alvöru" keppnistæki verið samankominn í einni rallkeppni. Keppnisskoðunin fer fram hjá MAX1 á morgun Þriðjudagin 19.8 að Bíldshöfða 5 og hefst klukkan 18:00
Annars er að frétta - - klára þetta á eftir :)
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2008 | 15:43
Enn bætist við keppendur í alþjóðarallinu - Paramore hyggur á hefndir !
Góðan daginn.
Enn bætist við keppendur í alþjóðarallinu og í morgun var skráður til leiks 14 bíllinn í toppbaráttuna en þeir Alan Paramore og James Sunderland hafa leigt sér Súbarú STI - en þeir þekkja þennan bíl fyrna vel en þetta er einmitt sami bíllinn og þeir kepptu á í þessri sömu keppni fyrir tveimur árum.
Paramore á stökki 2006
Það er alveg pottþétt að þeir hyggjast klára keppnina í verðlaunasæti en þeir leiddu rallið 2006 þegar bíll þeirra valt og brann létt á leið um Heklu.
Alan ekki sáttur eftir veltuna
Fullyrða má að aldrei fyrr hefur ráslisti í Íslensku rallý verið jafn glæsilegur og nú :)
Óskar og Valtýr endurbyggðu bílinn og náðu góðum árangri 2007
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sælir kæru lesendur.
Nú er aðeins vika til stefnu þar til ræst verður af stað í hina bráðskemmtilegu og krefjandi keppni sem nefnist alþjóðarallið. Það er ánægja að tilkynna að við flóðhestarnir höfum ákveðið að skrá til leiks aðra keppnisbifreið - en þar munu verða á ferðinni þeir Steini og Grímur þjónustumenn okkar og ætla þeir að taka Bleik hennar Ástu til handagagns í keppnina. Þeir verða þó í service fyrir okkur en ætla að keyra keppnina með pallinn fullan af verkfærum, köðlum og grátöli til að allir keppendur sem þeir keyra fram á geti fengið viðeigandi meðferð að hætti Flóðhesta :) Sem sagt - við munum notast við Paris-Dakar útgáfu af þjónustu í þessu rallii með því að láta einn bíl keyra á eftir okkur keppnina.
Mikið er spáð og spekúlerað í þessari keppni og telur undirritaður víst að aldrei hafi metnaður áhafna verið jafn mikill og í ár. Eins og áður hafði verið greint frá var Jóhannes Gunnarsson búinn að æfa sig, fá ráð og ná miklum framförum síðan í síðustu keppni, Páll Harðarson mun mæta með nýja uppsetningu á bíl sínum sem vonir standa til að skili honum mikið hraðar áfram.
Eyjolfur Melsted er mættur hingað til lands með Subaru bíl sinn - en þeir hafa verið í útlegð hjá frændum okkar í Noregi síðasta árið. Kagginn er kominn hingað með spánýrri fjöðrun og hefur greinilega fengið mikla alúð frá því að hann keppti síðast. Einnig er Eyjolfur sjálfur búinn að ná betri tökum á bílnum en áður og eftir prufuakstur með honum í vikunni er brosið fast á undirrituðum. Þessi strákur hefur allan þann vilja og grimmd sem þarf til að vera á toppnum og með smá fíniseringu á bílnum og akstursstíl þá mega menn virkilega fara að vara sig.
Fylkir og Elvar eru fullir sjálfstraust eftir flottan árangur í síðustu keppni - en þeir eiga einmitt þann heiður óskertan að hafa klárað alþjóðarallið í verðlaunasæti í þremur af fjórum tilraunum sínum. Seigla þeirra og síaukinn hraði gerir þá að álitlegum kostum þegar spekúlerað er um úrslit í komandi keppni. Undirritaður tók bil þeirra til kostana í vikunni og hefur hann sjaldan verið í betra formi.
Þetta er gaman og verður bara skemmtilegra :)
Kv. DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)