12.8.2008 | 23:36
Nokkrar frá Bretlandi - mest frá Swansea bay rallinu.
Cathard á útopnu :)
David Bogie sigurvegari
Daniel Barry ólánspési :(
Flottir
Og aldrei þessu vant Utting útaf :) Illa farið fyrir Andy Burton
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góða kvöldið.
Ég átti símtal við Tryggva keppnisstjóra og á hann eftir að uppfæra nokkrar skráningar - en mér skilst að 29 áhafnir séu komnar og þar af einn TOM-CAT jeppi - en skilst mér að ný Íslensk áhöfn sé undir stýri á honum.
Wug Utting | Max Utting | Subaru Impreza N12b | N4 | |
Guðmundur Snorri Sigurðsson | Ingimar Loftsson | Mitsubishi Pajero | J | |
Sigurður Óli Gunnarsson | Elsa Kristín Sigurðardóttir | Toyota Celica | N | |
Ólafur Ingi Ólafsson | Sigurður Ragnar Guðlaugsson | Toyota Corolla | 1600 | |
Fylkir A. Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza | N | |
Guðmundur Orri Arnarson | Guðmundur Jón Hafsteinsson. | Renault Clio Sport F1 | 2000 | |
Pétur Sigurbjörn Pétursson | Heimir Snær Jónsson | Mitsubishi Lancer evo 6 | N | |
Sighvatur Sigurðsson | Úlfar Eysteinsson | Mitsubishi Pajero Sport | J | |
Valdimar Jón Sveinsson | Ingi Mar Jónsson | Subaru Impreza WRX | N | |
Eyjólfur Jóhannsson | Halldór Gunnar Jónsson | Subaru Impreza STi | N | |
Katarínus Jón Jónsson | Ingi Örn Kristjánsson | Tomcat TVR 100RS | J | |
Einar Hafsteinn Árnason | Kristján Karl Meekosha | NISSAN Sunny GTi | 1600 | |
Marian Sigurðsson | Jón Þór Jónsson | Mitsubishi Lancer | N | |
Magnús Þórðarson | Guðni Freyr Ómarsson | Toyota Corolla | 1600 | |
Guðmundur Höskuldsson | Ragnar Sverrisson | Subaru Impreza 22B | N | |
Jóhannes V. Gunnarsson | Björgvin Benediktsson | Mitsubishi Lancer EVO 7 | N4 | |
Daníel Sigurðarson | Ásta Sigurðardóttir | Mitsubishi Lancer | N | |
TBN - AFRT 1 | TBN - AFRT 1 | Land Rover Defender XD | J11 | |
TBN - AFRT 2 | TBN - AFRT 2 | Land Rover Defender XD | J11 | |
TBN - AFRT 3 | TBN - AFRT 3 | Land Rover Defender XD | J11 | |
TBN - AFRT 4 | TBN - AFRT 4 | Land Rover Defender XD | J11 | |
TBN - AFRT 5 | TBN - AFRT 5 | Land Rover Defender XD | J11 | |
TBN - AFRT 6 | TBN - AFRT 6 | Land Rover Defender XD | J11 | |
Gunnar Freyr Hafsteinsson | Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson | Ford Focus XR3 | 2000 | |
Sigurður Bragi Guðmundsson | Ísak Guðjónsson | Mitsibishi Lance EVO 7 | N4 | |
Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar Ólafsson | Mitsubishi Lancer EVO 7 | N4 | |
Kjartan M Kjartansson | Ólafur Þór Ólafsson | Toyota Corolla 1600 GT | 1600 | |
Páll Harðarson | Aðalsteinn Símonarson | Subaru Impreza WRX Sti | N | |
Júlíus Ævarsson | TBN | Suzuki Swift | 1600 |
Svona lítur listinn út á www.rallyreykjavik.net/entries :Þetta lítur semsagt æðislega út og miklar líkur á að áhafnafjöldi verði vel á fjórða tuginn - en nú tekur við seinni skráningarfrestur sem stendur til keppnisskoðunar þann 19.ágúst n.k.
DS
Bloggar | Breytt 11.8.2008 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2008 | 09:12
29. Alþjóðarallið á Íslandi nálgast óðfluga!
Nú styttist óðum í alþjóðarallið hér á Íslandi - en þetta er langstærsta og lengsta keppni ársins í rallakstri og fer hún fram dagana 21-23 ágúst. Keppnin er mjög erfið og er heildarvegalengd hennar yfir 1100km. Það má því með sanni segja að þetta sé maraþon fyrir áhafnir, bíla og þjónustuliða.
Árlega hafa komið erlendar áhafnir til að taka þátt og vonuðust aðstandendur til að nokkuð af verulega öflugum bílum kæmi í ár en illa hefur gengið að sannfæra útlendingana um að koma - en eigendurnir af gamla Metroinum hans Sigga braga ætla að koma og horfa á rallið með það fyrir augum að mæta í RR2009. Einnig koma skoskir kallar sem eru ógeðslega fyndnir - en þeir aka á Fiat Ritmo í Skotlandi (þjóðsagan um skotana og nískuna er þá kannski sönn).
Þó koma Utting feðgar til með að mæta galvaskir - þeir hafa keppt mikið erlendis, krössuðu meðal annars svakalega í finska rallinu 2005 held ég, töldu vitlaust hæðir og fóru í botni yfir eina þriggja varúða hæð.... vont skilst mér,, Hvað haldið þið?: http://youtube.com/watch?v=9J_cWLNU2kc
Fóru einnig í erfiða pollinnn í sunseeker 2007 Sjá: http://youtube.com/watch?v=AukdavtYv0I
nían mín er á leiðinni til landsins og vona ég að sem flestir leggist á bæn með mér um að heilsan leyfi að ég geti keppt. Verði ég ekki kominn í stand mun ég keyra valdar leiðir nærri Rvk með einhver peningatré mér við hlið - en Ásta fer þá á Bleik og vinnur þessa herkalla.
Gaman væri að sjá athugasmendir hér um ástand vega ef menn eru farnir að skoða og slíkt - undirbúning í skúrunum og allt fréttnæmt.
DS
Bloggar | Breytt 10.8.2008 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Góða kvöldið.
Um síðustu helgi fór fram fjórða umferðin af sex í Íslandsmótinu í rallý. Það reyndist verða raunin sem einhver spáði að allt fór á annan endan og galopnaðist fyrir spennu. Ífyrsta lagi þá gerðust þau tíðindi að Pétur og Heimir sem hafa leitt mótið í sumar - fóru öfugum megin framúr og gekk allt á afturfótunum hjá þeim í keppninni. Máttu þeir vel við una að klára í sjötta sæti en töpuðu þeir þar með forystu íslandsmótsins í hendurnar á Sigurði Braga og Ísaki - sem fengu sigur í þessu ralli á silfurfati. Jafn og áfallalaus akstur þeirra var rétta herfræðin og sigurinn verðskuldaður.
Í öðru sæti kláruðu þeir Jón og Borgar - en þeir voru áberandi hraðastir alla keppnina. En Mælifellsdalurinn sýndi mátt sinn og refsaði þeim fyrir að geta ekki hamið sig og sprengdu þeir dekk og töpuðu miklum tíma. Þeim til hróss þá gáfust þeir ekki upp og keyrðu fantavel og unnu sig í verðskuldað annað sætið - en til samanburðar töpuðu Pétur og Heimir svipuðum tíma og enduðu í sjötta sæti. Segir ýmislegt um þá pressu sem nýliðarnir P&H voru ekki að höndla og sýndi sig svo augljóslega í keppnninni. Nú eru þeir reynslunni ríkari og mæta vonandi vel endurnýjaðir og einbeittir í næstu keppni - staðráðnir í að klára mótið með stæl.
Stórfrétt til þess að gera var svo akstur þeirra Fylkis og Elvars sem sýndu á sér alveg nýja hlið og keyrðu drulluvel. Þeir hirtu næstum annað sætið að Jóni og Borgari - en urðu þó að gera sér þriðja sætið að góðu fyrir rest. En mikið var nú gaman að sjá þennan bíl loksins vera gefið í botn :) Fylkir kann alveg að keyra og væri enn meira gaman ef hann tæki Íslandsmótið af meiri alvöru!
Önnur stórfrétt var sú að sú áhöfn sem mest hefur komið á óvart í sumar, nýliðarnir á gamla bílnum þeir Marri og Jónsi duttu út - og fallið var hátt á stigatöflu mótsins, úr öðru í fimmta sætið. Svekkjandi með eindæmum því þeir voru í örruggu öðru sæti þegar viftuspaði losnaði og gataði vatnskassa í Mitsubishi bíl þeirra. Grátleg örlög og óverðskulduð - en þetta þýðir raunar að möguleiki þeirra á Íslandsmeistaratitli er að engu orðin.
Mótið er jafn og margt spennandi getur gerst:
Ef Siggi Bragi vinnur alþjóða og Pétur dettur út er Siggi Meistari sama hvernig annað fer.
EF Pétur vinnur alþjóða og Siggi dettur út getur Valdi einn manna náð Pétri í haustralli klári hann í öðru sæti alþjóðarallið og pétur dettur út úr haustrallinu sem valdi þá vinnur (nokkuð langsótt með fullri virðingu fyrir Valda).
EF Siggi vinnur alþjóða og Pétur er annar þá verður pétur að vinna haustrallið með Sigga neðar en þriðja til að verða meistari - annars tekur Siggi titilinn.
Jónbi þarf nauðsynlega að fá bæði Pétur og Sigga Braga til að detta út úr einni keppni í sumar til eiga raunhæfa möguleika á íslandsmeistaratitlinum - og að sjálfsögðu að vinna alþjóða og haustrallið sem hann ætti að geta.
Ef valdi klárar ofarlega í báðum röllunum sem eftir eru þá er hann alveg inn í myndinni til meistara - en bíll hans og orð hans um brotthvarf úr rallinu minnka líkurnar á að hann haldi út tímabilið.
Staðan á mótinu eftir 4. umferðina er svona:
1. Sigurður Bragi 28 stig | |||
2. Pétur S. Pétursson 27 stig | |||
3. Valdimar Jón Sveinsson 20 stig | |||
4. Jón Bjarni Hrólfsson 18 stig | |||
5. Marían Sigurðsson 16 stig | |||
6. Fylkir A. Jónsson 15 stig | |||
7. Jóhannes V. Gunnarsson 11 stig | |||
8. Páll Harðarson 10 stig |
Mín ástkæra systir kláraði á sínum ofurbleik í þriðja sæti jeppaflokks - hún er svo mikill snillingur :)
Mínar hjartans þakkir til allra fyrir frábæra skemmtun í Skagafirði.
Fleiri myndir í myndaalbúmi Flóðhesta og á síðunni hans Elvars
DS
Bloggar | Breytt 4.8.2008 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 12:06
Skagafjarðarrallið um næstkomandi helgi - vendipunktur á Íslandsmótinu?
Góðan daginn.
Næstkomandi helgi fer fram hið stórskemmtilega Skagafjarðarrall sem er fjórða umferð Íslandsmótsins- en það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem á veg og vanda af rallýkeppni þessari.
Íslandsmótið hefur tekið á sig stórskemmtilega mynd í sumar þar sem þær áhafnir sem fyrir tímabilið þóttu sigurstranglegastar byrjuðu árið illa. Áhorfendum til mikillar skemmtunar hefur þetta gert fyrri hluta Íslandsmótsins afskaplega spennandi og toppbaráttuna ófyrirséða.
Skagafjarðarrallið hefur hefur í gegnum tíðina haft það orð á sér að vera vendipunktur Íslandsmótsins. Í fyrra galopnaðist mótið í skagafirði, árið þar á undan féllu tvær toppáhafnir varanlega út úr mótinu. Svona hefur þetta gengið flest ár svo lengi sem undirritaður man - og er spá mín að svo verði einnig í ár!
Bílaklúbbur Skagafjarðar lætur sitt ekki eftir liggja í glæsilegum undirbúningi og mun verða slegið upp heljarinnar balli í tilefni af rallinu þar sem hljómsveitin BUFF mun setja glerbrot í vaselínið.
Kveðja / Danni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Press Information |
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 10:23
Swansea bay rallið um helgina - fréttatilkynning Ralliart UK
Press Information |
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2008 | 10:17
Kappar í kappakstri - Íslenskir ökuþórar gætu styrkt gjaldeyrisforðann
Ég hef trú á því að Kristján Einar geti komist alla leið í hörðum heimi formúlunnar - hann hefur einfaldlega það sem þarf:
Fastheldin og einbeitt fjölskylda sem fylgir honum alla leið? Já
Hæfileika sem komu fram í æsku og var viðhaldið í gegnum hana? Já
Er hann jarðbundinn og hógvær en þó með keppnisskap út í ystu æsar? Já
Er hann nógu fylginn sér og einbeittur til að ganga alla leið? Já
Er hann með sterka bakhjarla sem hafa trú á verkefninu til lengri tíma? Já
Kristján Einar að árita
Það sem vinnur á móti honum er reynsluleysi (sem virðist nú ekki há honum m.v árangur í keppnum núna), Hæð og þyngd (gengur erfiðlega að stytta hann :) en drengurinn hefur unnið þrekvirki í ræktinni og stefnir óðfluga í að verða óeðlilega grannur eins og hinir ökuþórarnir)(hæðin er ekki eins stórt atriði, t.d var Michael Schumacher nokkuð hár).
Skemmtilegt myndbrot af framúrakstri okkar manns
Ef spár mínar og þrár rætast mun Kristján Einar keppa í F1 innan þriggja ára - og verða hæðst launaði íþróttamaður Íslandssögunnar eftir 10 ár þegar hann leggur hjálminn á hilluna :)
DS
Viktor Þór og Kristján Einar keppa í Brands Hatch | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 09:08
Myndir og myndbönd úr rallinu
Góðan daginn.
Búið er að setja inn eitt myndband innan úr bílnum okkar í mid-wales rallinu sem við sigruðum um daginn. Gæðin eru s.s ekkert til að hrópa húrra fyrir en einhverjir gætu haft gaman af.
Einnig er farið að bætast í myndasafnið úr Snæfellsnesrallinu - stórglæsilegar myndir :)
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)