30.3.2009 | 08:45
Stuart Jones - fréttatilkynning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn.
í gær fór fram fyrsta umferð af sex í BRC - og var Bulldog rallið notað í þessa opnunarumferð.
Keith Cronin á fullri ferð til sigurs
Það sem gerði þessa keppni mjög spennandi var fyrst og síðast sú staðreynd að ungir og efnilegir ökumenn voru nær alráðir á keppendalistanum - - og það sem gladdi undirritaðan einna mest var að sjá Keith Cronin - 22ja ára lítt þekktan Íra stela sigrinum af Mark Higgings - margföldum breskum meistara - og það á síðustu sérleið rallsins.
Vinur okkar Stuart Jones - sem átti að keyra keppnisbíl okkar í þessari keppni - náði þriðja sætinu á evo 9 sem var leigður nokkrum dögum fyrir helgina þegar ljóst var að EVO x bíll okkar myndi ekki verða klár. Sannarlega ánægjulegur árangur það -- - og raunar alveg magnaður þegar til þess er litið að hann sprengdi á fyrstu leið og tapaði töluverðum tíma - og velti svo á leið 3 - þar sem áhorfendur náðu að koma honum aftur á hjólin. Við þetta gekk turbína bílsins þurr í smá stund og missti bíllinn afl og var að smádeyja það sem eftirlifði rallsins - en þriðja sætið var hans. (þess má geta að ég var ekkert ósáttur að hann var ekki á nýju tíunni okkar :)
En systurbíll okkar Evo X, bíllinn hans David Bogie náði í keppnina - þó ekki alveg fullklár - en dýrmæt reynsla náðist með því að hafa hann með. Bogie kláraði í fimmta sæti sem verður að teljast ásættanlegur árangur fyrir alla sem að þessari þróunarverkefni hafa komið.
EVO X í action
Um evo X að segja í stuttu máli þá skorti bílinn afl, hvarfakútur olli hita í eldsneyti og togkúrfa mótorsins var mjög ójöfn. Þetta eru þó allt hlutir sem auðvelt er að leysa. Fjöðrun bílsins er alveg mögnuð - enda fjöðrunarframleiðandinn og hönnuðurinn af þessum dempurum sá hinn sami og sér Citroen fyrir dempurum í heimsmeistarabíl undanfarinna ára. Bremsur og stöðugleiki bílsins eru til mikilla bóta frá forveranum og því enginn vafi í okkar huga að þessi bill mun verða hraðari en gamla nían áður en árið er hálfnað.
Jason Pritchard vann eindrifið
Annar vinur okkar, Jason Pritchard mætti á sinni sítrónu með MAX kit - og rúllaði upp R2 flokknum (eindrif). Quick motorsport eiga að vera stoltir af rekstri sínum á þessum smábíl.
Ái - - smá beygla á Mexico escort
Adam Gould - Pirelli star ökumaður - ekki alveg sú stjarna sem ráð var fyrir gert.
Bogie - EVO X
EVO X - ekki svo ófríður bíll :)
Stuart Jones á toppnum :(
David Bogie í vandræðum þar sem Stuart velti
Ein í viðbót - EVO X
Frábær dagur í skógum Wales og mjög fróðlegt framhaldið. Næsta keppni er 17-18.apríl upp við skosku landamærin þegar PIRELLI international rallið fer fram.
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.3.2009 | 09:35
EVO X
Góðan daginn.
Í tilefni af þunnum fréttaflutningi af okkur flóðhestum skal lítillega úr því bætt nú og ritaðar upplýsingar um það sem er á matseðlinum okkar næstu mánuðina.
Eftir óhóflega mikið ólán með EVO 9 keppnisbifreið okkar þá var ákveðið að selja hana og eru nýjir sænskir eigendur komnir með hana í hendurnar - afar sáttir.
Evo 9 hefur verið kvaddur hinsta bleika prumpi.
Nú voru góð ráð dýr fyrir flóðhesta - hvernig mætti snúa við lukkuhjólinu fyrir okkur.. Jú, tvennt kom til greina. Annars vegar að fjárfesta í eldri bíl af sterkustu gerð úr heimsmeistarakeppninni - bíll sem vissulega væri kominn til ára sinna en ætti að hafa styrkt til að takast á við átökin sem við bjoðum honum.. Hins vegar var að fara í spánýjan verksmiðjuframleiddan bíl eins og við höfum ekið á síðastliðinn 3 ár - og kom þá ekkert annað til greina en að halda sig við Mitsubishi.
EVO X í smíði - ekki okkar bíll en alveg eins - hvítur og fagur.
Í sem styðstu máli þá höfum við ákveðið að fara síðarnefndu leiðina. Þetta er dýr leið en með frábærri aðkomu Mitsuhishi UK, JRM motorsport, Exe Tc ltd, LICO wheels og fleirri góðra fyrirtækja höfum við náð samkomulagi um smíði á fullbúnum evo X rallíbíl. Þetta er samstarfs og þróunarverkefni allra ofannefndra ásamt góðvini okkar Stuart Jones - sem mun vera tilraunaökumaður á bílnum í vor - en hann mun starfa náið með tæknimönnum frá mitsubishi og Exe Tc - sem leggur til fjöðrunina í bílinn.
Smíði bílsins stendur sem hæðst núna og mun hann líta dagsins ljós seint í næstu viku. Til stóð að frumsýna hann í Bulldog rallinu - sem er fyrsta umferð bresku meistarakeppninnar www.rallybrc.co.uk sem fram fer um næstu helgi, en það næst ekki að klára prófanir á bílnum fyrir þá keppni - og hefur því verið tekinn ákvörðun um að sleppa þeirri keppni.
Varðandi keppnishald okkar þá liggur ekkert fyrir sem stendur - en ellikelling er farinn að segja til sín hjá undirrituðum og þarf því að setja hann á verkstæði í upptekt sem ekki er vitað hvað tekur langan tíma.
Því miður þá gleymdist myndavélin þegar farið var í skúrinn úti í bretlandi um daginn - en mjög fljótlega koma inn myndir hér af smíði bílsins.
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Góðan daginn.
Loksins er að koma að því - fyrsta keppni okkar á EVO í hálft ár er á næsta leyti og boðar það upphaf vonandi skemmtilegs keppnistímabils og endalok kreppunnar?? :)
Við höfum staðfest þáttöku okkar í fyrstu umferð ANCRO gravel rally championship í Bretlandi - en rallið heitir Sunseeker og fer fram í Bournemouth og nágrenni dagana 27-28 febrúar.
Það verður Ísak Guðjónsson sem vermir aðstoðarökumannssætið í þessari keppni - en hann hefur mjög góða reynsu af leiðunum þarna og þá sérstaklega innanbæjar í Bournemouth - þar sem hann hefur 2 síðastiliðin ár endurskipulagt gatnakerfið þar í bæ.
Keppnisbíll okkar verður sá sami og við notuðumst við í fyrra - Mitsubishi EVO 9 - og nú er bara að vona að hvorki bíll né áhöfn verði rykfallinn þrátt fyrir þessa löngu pásu á keppnum.
Mitsubishi verður með sitt EVO-Challenge í gangi þarna og munum við taka þátt í þeirri meistarakeppni - en ljóst er að leiðin er brött þar en bæði NIk Elsmore og Daniel Barry sem þar keppa hafa verið að sýna stórkostlegar framfarir undanfarið og börðust meðal annars um sigurinn yfir heildina í hinu þekkta Wydean rally sem fór fram fyrir nokkrum vikum, þar sem Nik hafði betur. En þetta var í fyrsta sinn í sögu Wydean sem óbreyttur bíll sigraði það rall - og segir það nú ýmislegt um hraðann sem þessir bílar og ökumenn eru farnir að ná.
En - okkar markmið er að vera í verðlaunasæti í flokki óbreyttra bíla - og teljum við það ekki fráleitt. Við munum tapa einhverju í upphafi rallsins meðan við erum að dusta af okkur rykið - en svo er stefnan þegar komið er á löngu leiðarnar að vera kominn á eðlilegan hraða að berja frá sér.
Okkur hefur verið úthlutað rásnúmmerinu 33 - en mér skilst að eitthvað eigi að færa okkur ofar í rásstað - sjáum hvort bretarnir sjái aumur á íslendingunum með þetta,, við höfum okkar efasemdir.
Eitthvað verður stungið hér inn á vefinn í vikunni ykkur til upplýsinga.
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.12.2008 | 14:33
Gleðileg jól :)
Kæru mótorsport unnendur.
Mig langar að óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Við munum keppa næstu keppni í febrúar og verður henni fylgt eftir hér á vefnum :)
Njótið hátíðanna vel.
DS og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er rétta að óska AIH og aðstandendum til hamingju með keppnina í gær - mikil barátta og tilþrif á fantaskemmtilegri brautinni.
Frá keppninni sjálfri
Einhver kleppari sem fengin var til að vera með smá show :)
Takk fyrir mig
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 21:49
BRUMM BRUMM - Enn heyrast vélarhljóð úr Hafnarfjarðarhrauninu :)
Góða kvöldið.
Það er nú aldeilis hressandi að vita til þess að Rallýkrossið er að ganga í nýja lífdaga á brautinni í kapelluhrauni. Það er hópur áhugamanna í AIK klúbbnum sem standa þar að æfingakeppni næstkomandi sunnudag og það stórfurðulega og jákvæða við allt er að heyra af nærri tuttugu bílum skráðum í þrjá flokka.
Því ætti enginn áhugamaður að láta sig vanta á gömlu brautina næstkomandi sunnudag - en brautin stendur við Krísuvíkurveg, rétt fyrir utan iðnaðarhverfið á völlum. Keppnin hefst klukkan 13:00 - en keppnistæki eiga að vera kominn klukkan 11:00 á keppnistað.
Nánari upplýsingar fást á spjalli rallýkrossdeildar AIK : http://rca.forumcircle.com/index.php
og spjallþráðum á vef LIA www.lia.is/spjall
Sjáumst hress að vanda og njótum þess að sjá hörð átök og tilþrif :)
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2008 | 10:52
Wales rally GB - lokaumferð heimsmeistarakeppninnar í rallý.
Góðan daginn.
Það er þyngra en tárum tekur að leggja árar í bát og tilkynna að við systkynin sjáum okkur ekki fært að keppa í heimsmeistarakeppninni nú í byrjun desember.
Um ástæður þess þarf nú sennilega ekki að tíunda mikið við lesendur - en hjá okkur eins og allri þjóðinni þá er ekki hægt að kaupa erlendan gjaldeyri eða gera nokkurs konar áætlanir. Óvissan er of mikil því miður - en allt okkar liggur undir því að gera þetta 110% og vekja athygli með árangri og annálaðri fegurð :)
Góðu fréttirnar eru þær að bakhjarlar okkar í þessu ævintýri ætla að framlengja loforð sín þar til rofar til hérlendis og því má eiga von á okkur til keppni erlendis í nánustu framtíð.
Rallýárinu er því lokið og stendur margt eftir sem á eftir að lifa með okkur um alla ævi. Sérleiðasigrar, Sigur í Mid Wales rallinu, N3 sigur í Plains rallinu og svo mætti lengi telja.
Ásta, Steinar, Ísak, Gerða, Fylkir, Himmi, Elvar, Hilmar, Jói, Gulli, Ásgeir, Jónsi, Díana, Andrew Sankey, Stuart&Kim Jones, Max&Wug Utting, Quick motorsport og allar hinar hetjurnar - þúsund þakkir fyrir nærveruna, hjálpina og stuðningin.
Við höfum ekki sagt okkar síðasta :)
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 08:57
Evo - challenge Úrslit
Press Information |
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)