16.3.2007 | 20:00
Rásröðin kominn.
Vú hú - við erum í skýjunum - það er búið að hækka okkur upp um einn í rásröðinni ,, No 38 leggjum við af stað :)
http://www.btinternet.com/~hbcc/bcr_2007_el.htm
Við erum búnir að fá leiðarnótur í hendurnar og og fáum vonandi vídeo af leiðunum strax eftir helgi. Þetta lítur eiginlega frekar scary út (fyrir utan að það eru aðeins komnar 130 áhafnir í rallið). Vegirnir þarna eru víst svona "bannað að kíkja útaf eða gera mistök" vegir, þar sem vegurinn liggur upp á öxl og eru margir margir metrar niður beggja vegna vegarins (þar sem skógurinn með "óshitt" trjánum hans Ísaks er)
Piss í buxur úr spenningi :)
það er búið að mála bilinn og hef ég ekki hugmynd um hvaða litur varð fyrir valinu.. Það á að koma mér á óvart ( ásta vonar bleikt að sjálfsögðu)
meira síðar.
Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 00:47
39 BESTI
Ég var að fara yfir keppendalistinn og hann er ekki alveg jafn hrikalegur og í Sunseeker. Þarna virðist mér "aðeins" vera 38 WRC bílar og Evo9 + N12 Súbarúar þannig að bílinn okkar er þarna 39-50 í röðinni af gæðum.
Þá er bara að éta fullt af harðfiski og verða stór og sterkur :)
Kveðja / Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 22:41
Allt að verða klárt.
Það er farið að styttast í næstu keppni - ekki nema vika þar til maður er kominn aftur til Bretlands í geðveikina.
Bílinn er klár - allt nýtekið í gegn og skverað. Það er sagt að Border rallíið sé svakalega erfitt, mjög þröngir vegir og gróft í köntunum geta kostað dekkjasprengingar og svo er mikið af uppáhaldi okkar - SKURÐIR út um allt.
Maður er kominn á lokakafla í undirbúningi - þ.e Mikil hreyfing, strangt mataræði og engin sætindi, 2,5klst á dag í þolþjálfun, sofa á nóttunni, horfa á myndbönd úr síðasta ralli og reyna að gera sér grein fyrir hvernig nótukerfið virkar og hvar má bæta í það og ýmislegt annað.
Það er búið að leggja skallann á Flóðhestinum að veði - strákarnir eru að hóta því að raka hann sköllóttan ef við náum ekki topp 20! Uss,, alltaf þarf þetta ofbeldi að vera nálægt íþróttum;(
Þið fáið fleirri fréttir um leið og þær berast :)
Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 11:40
Enn meira.
Góðan daginn.
Okkur hefur verið boðin þátttaka í meistarakeppni MITSUBISHI í bretlandi. Þetta er keppni sem samanstendur af 8 röllum á árinu - 6 þeirra á möl og 2 á malbiki. Það eru ótrúleg verðlaun í boði í þessari keppni - öll röllun eru með peningaverðlaun fyrir fyrstu 5 sætin og sú áhöfn sem sigrar heildarkeppnina fær heilt ár í vinnu hjá Mitsubishi við að keppa í bresku meistarakeppninni, á nýjum bíl með verksmiðjustuðning og mjög vegleg peningaverðlaun að auki.
Það eitt að fá þetta boð er mikil viðurkenning að mati undirritaðs - í dag eru á þriðja tug áhafna í þessari keppni og allir eru á nýjustu gerð af Mitsubishi. Þetta þýðir að bíllinn okkar er ekki beint samkeppnishæfur við hina en stefnan er að gera sitt besta. Við höfum amk ákveðið að taka þátt í næstu 2 keppnum í mótaröðinni, rallið í skotlandi eftir 10 daga og svo 180 malbiksrall á eyjunni Mön í byrjun maí.
Nú er bara að vona að bretarnir hafi rétt fyrir sér þegar þeir segjast sjá eitthver ökumannsefni í íslendingunum
Meira síðar.
Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2007 | 16:50
Smá fréttir.
Sælir kæru lesendur.
Nú er stefnan sett á næstu umferð í bresku meistarakeppninni og fer sú umferð fram 24 mars í skotlandi. Rallið verður geysisterkt eins og síðasta umferð en þó er sagt að þetta rall sé ekki eins erfitt fyrir bíla og áhafnir.
Stefnan er sett hátt - topp 20 og ekkert kjaftæði :) Það er næsta ómögulegt markmið en ef maður miðar ekki hátt þá eru engar líkur á árangri.
Einnig styttist óðum í keppnistímabilið hér á íslandi og fer mest fyrir keppinautum okkar sem virðast býsna öruggir um eigin getu. Það virðist vera að það borgi sig ekkert fyrir okkur að mæta til keppni þar sem íslandsmótið virðist tapað fyrifram :=)
En hæst bylur í tómum tunnum sagði amma mér einhvertímann - kannski að hún hafi haft rétt fyrir sér ??
Amk stefnir í eitt besta rallísumar á íslandi um árabil og erum við full tilhlökkunar og gleði.
http://www.bordercountiesrally.co.uk
Kveðja / Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 20:15
Sunseeker rally - Johny milner á Evo 9
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 22:53
Fyrsta bloggfærsla
Jei - gaman. Loksins síða sem getur tekið allar myndirnar og myndskeiðin okkar frá Bretlandi.
COOL
Mr. Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)