Íslandsmótinu í Rallý þjófstartað

Góðan daginn.

 

 Nú er svo komið að komandi keppnistímabil í Rallý er á næsta leyti og nú þegar virðist allt ætla um koll að keyra - og það á netinu. Ásakanir um svindl og spádómar um úrslit hrúgast niður eftir því sem áhorfendur og keppendur flokka sig niður á sína uppáhaldsökumenn. En einhver sagði að öll umfjöllun væri af hinu góða?

 

 Ljóst er að tímabilið verður eitt það mest spennandi í áraraðir og ef brot af þeirri grimmd og ákveðni sem toppökumenn hafa látið frá sér fara stenst - þá koma tilþrif með að vera mikil og væntanlega afföll á toppnum í hverri keppni.

 

 Eitt langar mig að biðja alla keppendur um:

Ég hef lengi barist fyrir því að hugtakið "ég svindla því það svindla allir" sé þurrkað út úr rallý á íslandi. Því langar mig að biðja keppendur í rallý að taka sig til skoðunar, keppnisútbúnað sinn og farartæki og gagngrýna sína eigin útgerð. Ég get ekki skilið að nokkurn mann langi til að vinna verðlaun og láta svo standa sig að því að vera ekki samkvæmt reglum.

 

Ef við næðum einu tímabili án þess að einhverjar réttmætar/óréttmætar sögur um svindl kæmu upp þá værum við langt komnir til sólarinnar. Hvort sem einhverjir keppendur svindluðu eða ekki á fyrri íslandsmótum er ekki okkar að ræða frekar hér. En það sem við getum lært af þessu og reynslu okkar síðustu árin er að auka vald og eftirlit lögjafarvaldsins í keppnum - og fyrirbyggja þannig enn frekar að menn séu að fara í kringum reglur.

 

Ég legg til að hver áhöfn greiði t.d 2500kr hærri keppnisgjöld - peningar sem færu óskiptir til eftirlitsmanns sem væri tilnefndur í hverja keppni - hefði VALD og aðstöðu hvenær sem er eftir að bíll hefur verið skráður til keppni til að taka hann án fyrirvara og skoða ? Hugmynd ?

Megi besta ÁHÖFNIN vinna :)   

 

Keiko

 


Colin Mc Rae - flottasti ökumaður allra tíma keppir við Íslendingana

Góðan daginn.

Í tilefni af einfætni og miklum vaxtaverkjum í fituvefjum fljóðhestsins þá eru nokkrar línur ritaðar.

Helstu fréttir dagsins lúta að því að sjálfur Colin Mc Rae - fremsti rallari breta (skota) fyrr og síðar hefur tilkynnt þátttöku sína í Manx-rallið - og verður því keppinautur okkar. Gaurinn mætir á MKII escort og ætlar að freista þess að vinna rallið á eindrifsbíl. Þar sem við höfum jú ofurtrú á gaurnum þá teljum við það ekki fráleitt. Jafnframt ætlum við að skora hann á hólm í eitt Rally-Reykjavík - sjáum hvort við náum að espa hann upp til að mæta :)

 Kynningarfundur BÍKR um fjölskyldudag rallsins 5.Mai fór fram í vikunni og þar voru línur skýrðar. Keyra á Geitháls, Malkikunarstöð, Gufunes og leið í kringum orkuveituhúsið. Heildarlengd rallsins eru 35km. Þarna verður mikið um dýrðir og mjög margir mættir til að vinna þannig að fólk verður að fara taka daginn frá - enda sjaldgæft að allar leiðir í rallý séu innan borgarmarkana.

 Búið er að dusta örlítið magn rykinu af bílnum og er stefnan að fara í fjáröflunarbíltúra á honum um helgina - ekki seinna vænna að koma smá líkamsvessum og metangasi í sætin á bílnum :)  

 Kveðja / Keiko


Páskalamb og með því!

Góða kvöldið.

 Í tilefni af yndislega langri og góðri pásu frá rallý þá var ákveðið að skella sér aðeins norður fyrir heiðar um páskana og nýta sér lélega afsökun fyrir því að sletta úr klaufanum. Fitnesskeppni var afsökunin og var því farið þangað með alvæpni af kókakóla, poppi og súkkulaði og þess notið að horfa á magra keppendurna sýna sig áður en þeir þustu að skyndibita og langþráðu rauðvíni. Þarna voru fimm föngulegar kvensur úr Hreyfingu að sína afrakstur mikils erfiðis og ekki hægt annað en að dást að þeim öllum og óska þeim til hamingju með árangurinn! Yfirljósmyndari liðsins var tekinn með og sést afraksturinn á myndasíðunni.

 Ljóst er að lítið verður um skrif hér næstu þrjár vikurnar - en fyrsta keppni verður sem fyrr segir fimmta maí. Timinn þangað til verður notaður í að koma þaki yfir Flóðhestinn og gera ökutækin klár fyrir slaginn í sumar.

Kveðja /  Keiko


Föstudagur til fjár (kindur)

Góða kvöldið.

Drepleiðinlegt hvað líður langt á milli keppna hjá okkur - að halda einbeitingu, líkamsfomi, skipulagi í fullum gangi þó að það séu 5 vikur í keppni er erfitt. Þess utan getur maður ekkert æft sig beint við akstur undir álagi - bæði þar sem vegir hér á Islandi eru í slöppu ástandi og einnig er það hættulegt og ólöglegt.

 Smellti saman smá gagnslitlum upplýsingum til fróðleiks fyrir mestu fíklana:

Flestir leikmenn gera sér litla grein fyrir því hvað rallý er – og hvernig þessi íþrótt virkar.  Í stuttu máli er rallý íþrótt sem byggir á því að keyra bíl eins hratt og hægt er á lokuðum vegi.

Ólíkt flestum öðrum íþróttum þá sér maður ekki keppinautana og veit maður því ekki hvar maður stendur fyrr en eftir hverja sérleið = semsagt að keppa við eigin getu, keyra á mörkunum en ekki yfir þau.   

Til að keppa þá þarf marga samverkandi þáttum.  

Í fyrsta lagi þarf maður bíl til að keppa á með öllum öryggisbúnaði, hlífðarfatnað og hjálm.  

Í öðru lagi þurfa bílstjóri og aðstoðarbílstjóri að sameinast um markmið og treysta hvorum öðrum fyrir lífi sínu og limum – ásamt því að umbera hvorn annan meira en fjölskyldu sína á meðan á keppnistímabilinu stendur. 

Í þriðja lagi þarf góða aðstoðarmenn til að fylgja með áhöfninni í keppnum og viðhalda keppnisökutækinu. Þarna verður að vera gott fólk í öllum stöðum, með vit á bílum, íþróttinni og markaðssetningu hennar.  

Með þessa hluti er hægt að leggja af stað í rallý – en til að ná árangri þarf yfirleitt meira til. Við bætum þessu við:  

  1. Erum í eins góðu líkamlegu formi og hægt er – stundum Hreyfingu amk 5 sinnum í viku, blanda af þol og styrktarþjálfun.
  2. Drekkum ekki áfengi 15-20 dögum fyrir keppni.
  3. Drekkum mikið vatn (sem allir ættu að gera).
  4. Skerum á alla sykurneyslu / gosdrykki viku fyrir keppni til að auka einbeitingu, snerpu og skerpu augnanna.
  5. Skoðum leiðir og yfirförum leiðarnótur eins mikið og tími leyfir.
  6. Nýtum okkur frábæra hjátrú liðsins og finnum nýtt “happa” til að hafa með í keppninni (mjög mikilvægt:)

Nú geta keppninautarnir aldeilis tekið glósur Cool

Það voru að koma nokkrar nýjar myndir frá Border-rallinu á myndasíðuna - ansi flottar sumar hverjar. 

Set meira blaður inn um helgina - en fyrir þá sem enn eru að lesa þetta bull - þá megið þið vita að það styttist að öllum líkindum í evo 9.

Keiko


Hópferð á Idel of man - 3. umferð í meistarakeppninni í breska rallinu.

Góðan daginn.  

Mig langar að biðja lesendur um að skoða þetta og senda mér póst dannis@internet.is eða kommenta hér undir fyrir sunnudagskvöldið næstkomandi ef þeir hafa sannarlega áhuga á að vera með::   

 

Til stendur ef næg þátttaka verður – að leigja flugvél helgina 11-13 maí og fljúga henni til Idle of Man – eyjunni litlu þar sem næsta umferð í bresku meistarakeppninni verður haldin. Þessari helgi er oft líkt við Mónakó-kappaksturinn í formúlunni – því allt snýst um rallý og mótorsport þessa helgina á eyjunni. Þarna keppa 130 bílar á malbiki á einhverjum af skemmtilegustu leiðum í evrópu og þar af ein íslensk áhöfn.

 Allaveganna þá hafa fjölmargir lýst yfir áhuga á að koma út að horfa og nú er að sjá áhugann á blaði. Kostnaður við flug báðar leiðir með öllu á ekki að verða meiri en kr. 35.000.- á mann. Ég er með lista af hótelum á Mön – og einnig geri ég ráð fyrir að margir myndu bara vilja tjalda – og ef svo er mun ég finna tjaldsvæði fyrir mannskapinn.  Ég sé bara fyrir skælbrosandi mannskap með íslenska fánann – harðfisk og smjér – ásamt laumulegu dashi af íslensku brennivíni (fyrir þá sem vilja) = uppskrift að frábærri helgi. Flug út á föstudagshádegi 11.5 og komið aftur heim á sunnudagseftirmiðdegi 13.5.   

http://www.manxrally.org/ Heimasíða rallsins.

Vona að þetta gangi upp – væri ótrúlega gaman að sjá ykkur þarna J   

 

Keiko

HÖTTUR ÍSAFIRÐI ÁTTI Í FULLU TRÉ VIÐ BARCELONA

Já – þetta er a.m.k þannig sem íslenskir fjölmiðlar myndu setja á forsíðu ef rétt væri. En sannleikurinn er sá að munurinn á standardinum hjá Íslendingum og Bretum í akstursíþróttir er sá sami og í 2.deildinni í fótbolta á Íslandi og í Spönsku úrvaldsdeildinni – en ekki sýna fjölmiðlarnir hérlendis mikinn áhuga á útrás okkar – þannig að við erum búnir að ákveða að keyra næstu umferð í bresku meistarakeppninni með fótbolta upp á þaki og golfkúlur í skottinu! Það ætti að vekja fjölmiðlana, ekki satt?  Cool

Allaveganna þá eru hér helstu púnktar frá síðustu helgi.  

Komum út til Skotlands á fimmtudag og keyrðum til Jethburg þar sem rallið var haldið.

Úr bordercountie 001

 Eftir ljúffengan kvöldverð á kebabpizzaríu þá fékk Ísak í magann og settist á dolluna – þar sem hann var alla nóttina. Á föstudag var hann orðinn svo veikur að hann lá bara ælandi upp í rúmi milli þess sem hann meig með hinum endanum. Nú voru góð ráð dýr og því rokið af stað til að finna annan aðstoðarbílstjóra. Hann fannst um kvöldið og rallinu var reddað – í bili.  

Keppnisskoðunin gekk ekki áfallalaust fyrir sig því bíllinn komst ekki í gegnum hávaðamælingu – var 105db en má bara vera 100. Graham og Cris tróðu bómull í hvarfakútinn og þögguðu niður í kagganum. Eftir 2ja tíma karp fengum við loksins rásleyfi – en það hleypti víst eitthvað illu blóði í skoðunarmennina að sjá bómullina hangandi útúr pústinu J  skrýtið.  

Laugardagsmorgun og Ísak reis úr rekkju og kvaðst vera hress – ekki spurning að víkingablóðið kom honum úr rúminu. Hann sagði síðar um daginn að hann hefði aldrei getað litið í spegil aftur ef hann hefði misst af þessu ralli vegna veikinda. Úr bordercountie 004

 SS1. Erfiðasta leiðin í rallinu – bílar á víð og dreif í klessu á leiðinni en við komumst öruggt og klakklaust í gegn. Alger klikkun að koma á þessar leiðir sem maður hafði aldrei séð áður. Við Ísak vorum ansi ryðgaðir þarna – enda ekkert búnir að samæfa okkur vegna veikindanna. 22 besti tíminn og 15. í N4   

SS2. Ansi stutt og gróf leið – við keyrðum þétt og grimmt en áttum ansi skrautlegt “móment” inn á leiðinni þegar veggripið breyttist úr möl í mold í miðri beygju. Rosalega erfitt en kláruðum með bílinn heilan og farnir að hitna verulega. 12 besti tíminn í N4 og 15 yfir heildina. Komnir í 20 sætið.  

SS3. Ekki okkar leið – mjög löng og erfið. Samæfingarleysið hrjáði okkur og við yfirskutum 2 beygjur og þurftum að bakka okkur útúr vandræðum. Rosalega erfitt en kláruðum með bílinn heilan og farnir að hitna verulega. 15 besti tíminn í N4 og 25 yfir heildina. Dottnir í 22 sætið.  

SS4. Sama leið og SS2. Leiðin orðin svakalega grafin en við þekktum hana betur nú. Allt gekk vel og sjálfstraustið að koma hjá okkur. 24.besti tíminn yfir heildina og 15. í N4. Enn í 22 sætinu yfir heildina.  

Úr bordercountie 013

SS5. Þarna keyrðum við eins og við hefðum stolið bílnum – allt gekk upp og aksturinn frábær. Við erum staðfastir á því að við tókum 8 besta tímann yfir heildina á þessari leið og 3 í N4. Leiðin var kærð og fengu 18 fyrstu bílarnir tímann sem fyrsti bíllinn (Hyundai WRC) fór á eða 8:13,0  Við keyrðum leiðina á 8:14,8 Semsagt enn í 22sætinu yfir heildina og 14. í N4.  

SS6. Héldum uppteknum hætti og keyrðum ótrúlega hratt – breytingar á fjöðrunarkerfinu virkuðu fullkomlega og við bókstaflega flugum áfram. Þegar ca 5km voru eftir af leiðnni fór viftureimin fræga og þarmeð vökvastýri, vatnsdæla og altenator úr allri virkni. Við börðumst áfram og létum bílinn renna niður brekkur til að kæla eins og kostur var. Komumst alla leið í endamarkið með 24 besta tímann yfir heildina og 18 besta í N4. En vorum búnir að klifra upp í 16 sætið yfir heildina og vorum þarna í 9sæti í N4.  

Danni búhúu

Þegar þarna var komið við sögu þurftum við 2 einfalda hluti. Farsímasamband og viftureim. Hvorugt var á boðstólum og eftir að hafa reynt að láta 30 ára gamlann MK2 escort draga okkur í gegnum Kielder skóg með viðeigandi brothljóðum, steinkasti og að lokum með sívinsælu afturstuðarasliti fór sú tilraun útum þúfur og þar með von okkar um að klára þessa einu sérleið sem eftir var.  

Úr bordercountie 021

Ljóst er að með því að klára rallið hefði flóðhesturinn leikandi haldið hárinu – sem fær víst að fjúka á föstudag. Markmiðið var að ná í topp 20 yfir heildina og topp 10 í EVO-Challenge keppninni – og þar vel fyrir innan hefðum við klárað. En liðið tekur engar afsakanir gildar og ætlar að skafa kallinn í refsingarskyni... Hjálp!!!  

Jæja – nóg í bili – setjum fleiri myndir inn fljótlega. 

 Keiko


Hmm

siguroarson09


Komnir heim eftir geðveikustu rallýkeppni í heimi!

Jæja – við erum komnir á klakann og reynslunni ríkari.

Keppnin var mesta klikkun sem hægt er að ýminda sér – leiðirnar þarna eru svo ruglað erfiðar að ekkert sem við höfum séð áður jafnast á við þetta. Að keyra á 200km/h yfir blindhæðir á vegi sem er rétt bílbreidd, með 20m há tré beggja vegna - er alvarlega veikt.  

Við höfum ofboðslega margt til að vera svekktir yfir og getum eitt fleiri tímum í útskýringar – en ætlum að sleppa því. Þetta fór bara svona og við erum stoltir Íslendingar með það enn meira á hreinu að við eigum fullt erindi í keppni þarna úti. 

Okkur finnst algerlega standa uppúr sú gríðarlega athygli sem við fáum bæði í Bretlandi og hér heima – það stoppar ekki síminn hjá okkur og fjölskyldum okkar, fleiri hunduð manns skoða bloggið okkar – sem við höfum þó ekkert gert opinbert nema í innsta hring, smáskilaboðum rignir inn, tölvupóstar bíða – við eigum ekki orð! BBC tók sjónvarpsviðtal við flóðhestinn, Motoring news skrifaði um okkur tvær greinar í kringum sunseeker og 2 greinar í kringum þetta rall skilst okkur, Mitsubishi Motors í Englandi og Rallyart óskuðu eftir að fá að sponsora okkur um nokkur hundruð pund í þessa keppni og allir eru áhugasamir og spenntir fyrir Íslandi og þátttöku okkar í bresku meistarakeppninni. Þetta er frábær stuðningur og hvetur okkur áfram meira en nokkuð annað!!  Takk enn og aftur  - ekki missa trú á okkur - ekki alveg strax amk – við eigum eftir að sýna klærnar enn betur! 

Maður reyndar spyr sig nú pínulítið hvar íslenskir fjölmiðlar eru staddir? – en sennilega fer allur þeirra tími í að stúdera skorkortið hans Birgis Leifs og birta niðurstöður um árangur hans tíu sinnum á klukkustund - (sem er víst góður - segja mér fróðari menn:). Ekki að maður hafi eitthvað á móti golfi eða öðrum íþróttum en manni finnst íþróttaumfjöllun vera ansi einsleit hérlendis.

En nóg af röfli – næsta umferð í Bretlandi er helgina 10-11 maí og Íslandsmótið byrjar helgina á undan með hinum stórskemmtilega fjölskyldudegi - þar sem pylsum og kók er dælt í borgarbúa í tonnavís meðan þeir horfa á glæsilegan bílaflota Íslenskra rallara þeytast framhjá. Hefst undirbúningur strax á morgun fyrir þessar keppnir.  

Það eru komnar inn nokkrar myndir. Meira í kvöld . 

Keiko  

Takk aftur fyrir allan hlýhuginn og stuðninginn.


Sma innslag

Hallo fallega folk.

Vid klarudum leid 6 en tha vorum vid bunir ad keyra 6km an kaelingar a motorinn eftir af viftureimin skoppadi af.

Vid erum frekar surir verdur ad segjast - enda keyrdum vid leid 5 a 8 besta timanum yfir heildina og vorum a rosalegri siglingu a leid sex thegar thetta gerist. Reimin var ny og ekkert vid thessu ad gera.

Thad var fyrir sjaanlegt ad 12 saetid og 6 i evocup hefdi verid okkar ef vid hefdum haldid okkar stad thessa einu leid sem eftir var i rallinu.

En billinn er ekki med rispu - motorinn er kannski ekki sa besti eftir yfirhitann en hann verdur tekinn i gegn ef thurfa thykir.

Vid erum a heimleid og munu verda settar inn myndir og dagbok serleidanna i kvold.

Sendum innilegustu thakkir og kvedjur til ykkar allra fyrir GEGGJADAN studning.

Keiko

 


Dottnir út

Kláruðum leið 5 á fínum tíma eða 8:14

En það fór viftureim á leið 6 en sú leið var samt kláruð á löngum tíma, en við erum samt dottnir út.

Takk fyrir okkur,

Keikó og ítalski folinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband