2.6.2007 | 11:34
Leið 3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2007 | 08:58
Leið 1 og 2
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2007 | 12:58
Thetta rally er klikkun !
Godan daginn.
Vid erum ad thyda leidarnotur og skoda video af leidunum og thad eru engar ykjur ad segja ad thetta rally er klikkun. Thad er byrjad a 18km langri leid sem er bara i skoglendi, endalaust blint og mismunandi undirlag a veginum. Lengsta leidin er naerri 30km long (21bls af leidarnotum) -
Solin hjalpar okkur samt ad gleyma og vonandi thorna vegirnir alveg fyrir morgundaginn - en thetta er fyrsti thurri dagurinn i heila viku her i wales.
Asta er buinn ad fodra stolinn sinn med 0llu sem fannst a verkstaedinu - en vist er ad Isak faer engan frid fra henni framar - enda bokstaflega tyndist hun i stolnum thegar hun matadi hann. Nu verdur skotid fostum skotun
Kvedja - Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 21:35
Þá er það alvaran - 4 umferð bresku meistarakeppninnar í rallý
Góðan daginn.
Þá erum við systkynin að leggja í hann til Bretlands til keppni í 4. keppninni af 8 í breksu meistarakeppninni í Rallý. Keppnin fer fram á laugardag í Wales - allar leiðirnar í skógi vöxnu landslagi með viðeigandi trjám á ótrúlegustu stöðum
Ásta er að keppa í fyrsta sinn í Bretlandi og verður verkefnið geysilega krefjandi fyrir þetta 17 ára meistarastykki - en hún er jafnframt yngsti keppandinn í rallinu þrátt fyrir nærri 300 keppendur.
Dagskipan okkar fyrir keppnina er einföld: við ætlum í topp 10 í endamarki í EVO-Challenge og ná í stig - sem þýðir á íslensku að við ætlum að keyra hraðar en bíllin leyfir allan tímann, vera grimm og ákveðinn og freista þess að heilladísirnar verði með okkur og sleppi okkur við bilanir á bílnum.
Við höfum trú á verkefninu - við höfum undirbúið okkur eins vel og kostur er - við erum í algjöru toppformi líkamlega - bíllinn er búinn að fá nýjan mótor og framdrif - s.s höfum lagt allt undir!
Langar að deila því hvað við erum óendanlega þakklát öllum þeim sem hafa sýnt þessu sprikli okkar áhuga, stuðning og hvatt okkur til dáða. Við munum gera allt á Laugardaginn til að standa undir væntingunum!
Það verða settar inn færslur hér eins og kostur er fram yfir keppni.
Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.5.2007 | 08:57
Engin furða að bretar vilji ættleiða okkur :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 15:04
Sæll er sá - sem sigrar sjálfan sig!
Góðan daginn.
Braut blað í sögunni - varð sennilega stærsta spendýr sem klifið hefur á Hvannadalshnúk í mannkynssögunni. Tæplega 16 tíma labbitúr er fín dægrastytting og meiriháttar afsökun til að geta úðað í sig öllu sem að kjafti kemst: "maður verður nú að halda í orku - ná blóðsykrinum upp" - rumdi í hestinum meðan hann af ótrúlegu harðfylgi tæmdi 15kg bakbokann sem saumarnir svitnuðu á af kræsingum eins og kaffi, kakó, kexi, súkkulaðirúsínum, flatkökum með hangiketi, brauði með túnfisksalati, orkudrykkjum og vatni. Er amk ekki í vafa um að enginn hefur náð að innbyrða jafn mikið af fóðri á jafn skömmum tíma og undirritaður.
Meira að segja ólseiga svínakjötið, bratwurstin og hamborgaranir sem biðu á grillinu (sem kokkurinn sennilega gleymdi að kveikja á - amk fékk maður tannkul af bitunum) fengu snöggan dauðdaga í gini flóðhestsins þegar niður var komið.
AHHHH - ég vann mig!
Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2007 | 12:26
Mitsubishi evolution challenge media
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 21:39
Næsta umferðin í Bresku meistarakeppninni 2. Júní
Góða kvöldið.
Búið er að ganga frá öllum hnútum fyrir keppni okkar í 4. umferðinni í Mitsubishi EVO-Challenge meistarakeppninni í Bretlandi - en keppnin fer fram í Wales þann 2.Júní.
Þessi keppni er rúmlega hundrað kílómetrar á sérleiðum og á annað hundrað áhafnir eru skráðar til keppninnar.
Það verður Ásta sem mun lesa leiðarnóturnar í þessu ralli eins og öðrum röllum sumarsins - og verður það spennandi verkefni fyrir hana að takast á við þessa áskorun. Þessi 17 ára stelpa er gerð úr stáli og hefur meiri viljastyrk og ákveðni en flestir - hún mun eflaust leysa þetta verkefni óaðfinnanlega.
Fyrir okkur er að duga eða drepast - þetta verður sennilega kveðjukeppnin okkar á EVO 7 og er það nú bara fyrir okkur að klára í topp 10 og ekkert vesen, veikindi eða viftureimar.
Heimasíða rallsins er : http://severnvalleystages.co.uk
Við munum leyfa ykkur að fylgjast með eins og kostur er.
Kær kveðja / Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2007 | 13:05
Smá gleði úr rallinu
Góðan daginn.
Svo virðist sem allir fjölmiðlar landsins hafi sameinast um að vera á Lyngdalsheiðinni í gær - því nóg er til að myndum af stökkinu okkar :)
Kærar þakkir til allra enn og aftur.
Klippan í kvöldfréttunum http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338308/17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2007 | 18:55
Sigur í vorralli BÍKR
Góða kvöldið.
Við fallega fólkið náðum að landa öðrum sigrinum á keppnistímabilinu núna í dag þegar við sigruðum vorrall Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.
Við munum birta umfjöllun og myndir hér á vefnum fljótlega - en nú stefnir liðið í grillveislu til að fagna sigrinum.
Kveðja og innilegar þakkir til allra áhugasamra :) :) :)
Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)