31.3.2008 | 20:48
Dramatíkin í Íslensku ralli 2007
Myndataka og klipping: Birgir Þór Bragason.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 23:58
Brosið er lykill að árangri :)
Góða kvöldið.
Ég var búinn að gleyma rót þess hvers vegna ég er að keppa í minni íþrótt. Í því undangegnu mótlæti leyfði maður keppnisskapi, gremju og einbeitingu að taka af sér gleðina sem er rótin.
Mig langaði bara að deila þvi með lesendum að ég ætla að enda upp í tré um næstu helgi, skælbrosandi:) -- já eða á verðlaunapalli.
Þetta er aðallega svona þakkarkvitt til ykkar sem aldrei gefist upp á okkur og styðjið til enda. Þakklæti mitt til ykkar er ósnortið!
DS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2008 | 19:21
Fréttatilkynning - Evo challenge. 2. umferð í bresku meistarakeppninni.
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 17:40
15 dagar í Bordercountiesrally 2008 - 2.umferðin í Bresku Evo-challenge meistarakeppninni
Kæru lesendur.
Nú styttist óðum í næstu umferðina í mótaröðinni okkar og er undirbúningur á fullu. Eins og sást í fyrstu umferðinni þá er samkeppnin gríðarlega hörð og voru til dæmis 7 mismunandi áhafnir sem áttu hraðasta tíma um sérleiðirnar 13 í Sunseeker.
Border rallið er allt öðruvísi - Bretar segja að þetta rall skilji mennina frá drengjunum því leiðirnar séu geysilega krefjandi og þröngar. Við kepptum í þessu ralli fyrir ári síðan og kunnum ágætlega við leiðirnar en þeim svipar svolítið til Íslenskra sérleiða, mjög hraðar og þröngar með töluverðu veggripi ef það verður þurrt.
Lengi vel leit út fyrir að Íslendingar myndu eiga tvær áhafnir í þessari keppni en þeir félagar Jón og Borgar ætluðu að fara með nýja bílinn sinn út og keppa í þessari keppni til að öðlast reynslu og undirbúa sig fyrir komandi Íslandsmót - en því miður gekk það ekki eftir.
Segja má að við séum búnir að undirbúa þetta rall stanslaust síðan í febrúar og ætti form okkar að vera með besta móti í þessari keppni - enda stefnum við á sigur og ekkert annað. Keppnisbíll okkar er reyndar enþá á gjörgæslu eftir dularfulla bilun í síðustu keppni. Því miður þá var ekkert annað í stöðunni en að kaupa nýjan gírkassa með öllu - ansi stór biti það - en standa vonir til að drifrásin haldi út keppnistímabilið.
Nokkur hópur fólks ætlar að koma til skotlands á fylgjast með keppninni bæði af áhuga sem og fyrir ritmiðla og sjónvarp. Er því von um nokkuð gott upplýsingaflæði meðan á keppninni stendur bæði hér á síðunni sem og á mbl.is
Að lokum er rétt að óska lesendum gleðilegra páska og þakka fyrir áhugann og stuðningin.
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 22:49
Já - sæll,, Mikil snilld!!!
Góða kvöldið.
Alveg hraustleg ástæða til að óska mosfellsbæ og hjólafólki til hamingju með þetta! Verður vonandi öðrum bæjarfélögum ástæða til eftirbreytni í viðmóti á/til akstursíþrótta almennt.
Kveðja / DS
Motocrossbraut samþykkt í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 11:41
Myndbönd innan úr bílnum og ljósmyndir.
Góðan daginn.
Við vorum að bæta í myndaalbúmið frá Sunseeker 2008 rallinu einhverju af myndum. Einnig er búið að setja inn nokkur fyndin myndbrot innan úr bílnum í þessu ralli en má þó geta þess að orðanotkun áhafnameðlima er á tíðum ekki við hæfi barna :)
Vonum samt að þið njótið vel.
Flóðhestarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2008 | 19:09
Sunseeker rallý - eitthvað af netmyndum handa okkur fíklunum :)
Góða kvöldið.
Hér eru linkar á myndir sem áhugasamir hafa sent mér eftir rallið um síðustu helgi.
http://www.stevekilvington.fotopic.net/c1464170.html
http://www.motorsportintheuk.fotopic.net/p48611624.html
http://davegalpin.fotki.com/events/motorsport/rally/sunseeker-rally-2008/img7801.html
http://www.motorsports.fotopic.net/p48609374.html
http://www.motorsports.fotopic.net/p48609375.html
http://www.motorsports.fotopic.net/p48609232.html
http://www.rallyaction.co.uk/2008/Sunseeker/slides/08Seeker_032_001_SW.html
Svo má geta þess að gríðarlega mikill áhugi virðist á því að koma út til Skotlands á næstu keppni sem haldin verður 5.4.2008 - Það væri gaman að sjá Íslenska fánann úti í Kielder skógi og hafa landa sína með til að fagna ef lukkan snýst okkur í vil :) Við amk ætlum að keyra til sigurs!
Kveðja / Flóðhestarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2008 | 15:16
Lýsi eftir lukkudísunum!
Góðan daginn.
Þá erum við komnir heim á klakann eftir skinin og skúrina um helgina. Lesendum þarf sennilega ekkert að bregða við þegar minnst er á gremjuna yfir óláni helgarinnar - grátlegt vægast sagt.
Í sem styðstu máli þá er þetta eins og stöngin hjá Völu Flosa hefði brotnað í úrslitastökki í alþjóðakeppni - enginn annar séns, engin grið. En svona er þessi íþrótt - einmitt það sem gerir hana að einni þeirri erfiðustu sem kostur er að taka þátt í. Allt þarf að ganga upp, bíll, áhöfn, heppni, hæfni, agi, skynsemi og svo framvegis. Allir pólar þurfa að ganga upp og vinna saman til að árangur náist.
En ljósi punkturinn er samt til staðar - ekkert er svo slæmt að ekki sé ekki eitthvað jákvætt við hann.
Við erum á hröðum bíl - það er ljóst. Við getum unnið á alþjóðagrundvelli, ekki annað eða þriðja sætið nei, Unnið. Við höfum getuna, metnaðinn og grimmdina til þess - einnig höfum við mikla þörf til að sanna það til að ná að klára fjármögnun á tímabilinu. Stefnan er sett á sigur í Border counties rallinu - ekkert minna sem lagt verður upp með! Hvort það takist verður svo bara að koma í ljós en okkur er lofað mikið betri rásstað en nú um helgina og ætti það eitt og sér að vera mikill munur.
Tækniæfingar vetursins ásamt þolþjálfunum eru augljóslega að skila sér með öruggari akstri og hraðari. Það er ekki rispa á bilnum eftir keppnina um helgina og er það sennilega í fyrsta sinn sem það nægir að bóna til að gera yfirbygginguna klára fyrir næstu keppni.
Við munum ekki fara neitt nema hraðar í framtíðinni á þessum bíl - það er enþá svo mikið að læra á hann, getu hans og slíkt. Nú þegar er búið að setja upp æfingaráætlun á bílnum fyrir næsta mánuð sem ykkur verður kynnt hér á vefnum.
Vonandi standið þið Íslendingar áfram svona dyggilega við bakið á okkur og hjálpið okkur í gegnum hremmingarnar. Við munum sigra að lokum!
Kveðja / Danni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2008 | 13:46
Bogie scores maiden Mitsubishi victory - Fréttabréf EVO challenge
Press Information |
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 19:00
VONBRIGDI VONBRIGDI VONBRIGDI !!!!
Goda kvoldid kaeru lesendur.
Fyrst af ollu langar okkur ad thakka fyrir hinn gridarlega samhug og studning fra Islandi - mikid oskaplega erud thid best!!!! Takk takk takk takk = vid erum fullir audmyktar og svekktir yfir ad hafa valdid ykkur og okkur vonbrigdum.
Ekkert sem i mannlegu valdi var gat komid i veg fyrir thessa bilun i dag = thad einfaldlega vantadi sma dash af heppni eda yfirnatturulegum oflum til ad halda okkur inni i rallinu.
Vid keyrdum mjog yfirvegad og a thann hatt ad myndum klara rallid - enda thad mikil thorf til ad byggja upp sjalfstraust eftir brosott gengi a sidasta ari. En allt kom fyrir ekki = thratt fyrir ad hlifa bilnum eins og kostur var og keyra "safe" tha biladi samt og vid akvadadum ad haetta keppni eftir leid 9.
Svekkelsid er mikid = reyndar svo mikid ad mer (danna) er grati naest.
Godu frettirnar eru thaer ad vid ISLENDINGAR getum unnid thessa kalla = i alvoru tha er ljost ad flodhestarnir hafa hrada og getu til ad vinna a althjodagrundvelli.
Thetta rall var til ad laera a bilinn, finna thann mikla hrada sem allir keppinautarnir hafa og slikt = en vid getum bara baett okkur fra thvi sem sast um helgina. Hvad thydir thad? Ad vid munum vinna, ekki spurning um hvort heldur hvenaer.. Hljomar hrokafullt kannski en thetta er toluleg stadreynd og thad er einlaegur vilji og aetlun okkar ad thad verdi ekki sidar en i naesta ralli thann 5.4.2008. i border rallinu i skotlandi.
Enn og aftur tha erum vid fullir audmyktar og thakklaetis fyrir studningin kaeru lesendur!
Kaer kvedja fra Bournemouth
Danni & co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)