23.10.2009 | 14:38
Leið 4 :(
Það leið yfir Sankey á leið 4, sennilega vegna þess að einhverjar eiturgufur hafa komið inn í bílinn. Hann var fluttur með sjúkrabíl en er ekki í lífshættu. Það er í góðu lagi með Daníel.
Bílinn í góðu lagi og þeir geta haldið áfram í fyrramálið, ef Sankey treystir sér til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2009 | 11:03
Eftir fyrstu 3 leiðar
Daníel er í 10. sæti í sínum flokki og overall í 27. sæti eftir fyrstu 3 leiðar.
Á fyrstu leið náðu þeir bíl og það tafði þá mjög mikið. Leið 2 gekk vel, en á leið 3 gekk illa þeir misstu vökvastýri og bíll sem þeir náðu hleypti ekki frammúr í 6 km og braut framrúðuna. En þeir halda áfram og það er æðislega gaman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2009 | 09:48
WRC loksins dagur 1
Gleðilega hátíð kæru landsmenn
Fyrsti dagur í keppni hjá Daníel, þeir sem vilja fylgjast með tímum þá er hér slóðin
http://www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=405&season=2009&rally_id=GB
Helstu fréttir verða settar hér inn, endilega fylgist með.
Kveðja, Gerða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2009 | 09:41
5 Dagar í Wales Rally GB og upphitun í gangi.
Danni og Sankey eru þessa stundina að keppa í Cambrian Rally. Rallið er rétt að hefjast en það er hugsað til undirbúnings fyrir stóru stundina, keppnina í WRC um næstu helgi.
Til að fylgjast með þá farið inn á
http://www.btrdarally.com/results/2009_8/1/index.asp hérna eru tímar í Cambrian
eða
http://www.facebook.com/daniel.sigurdarson
kv flóðhestarnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2009 | 23:21
Ellefu dagar í ræsingu á WRC rally GB - engin smá dagskrá þangað til!
Góðan daginn
Nú er heldur betur farið að styttast í herlegheitin og dagskráin stífnar með hverjum deginum sem líður!
Undanfarin vika hefur farið mest megnis í líkamlegan undirbúning og akstursæfingar. Í gær laugardag var svo haldin "styrktarakstur" þ.e. einstaklingar og fyrirtæki áttu kost á því að kaupa sér ökuferð með undirrituðum á alvöru rallýbíl og styrkja keppnisútgerðina í leiðinni. Þeir sem ekki treystu sér sem farþegar gátu einnig keypt sér ökumannsstól í rallýjeppa og sýnt færni sína með þaulreyndum aðstoðarökumanni.
Í stuttu máli tókst dagurinn framar vonum og lögðu fjölmargir leið sína upp í Bolöldu og fengu sér adrenalín í æð. Eins og gengur og gerist þegar verið er keyra hratt - þá urðu óhöpp og bilanir á sumum bílum sem notaðir voru í aksturinn en allir skemmtu sér konunglega og fóru skælbrosandi heim að loknum viðburðaríkum og skemmtilegum degi.
Myndir frá uppákomunni má finna hér:
http://hipporace.blog.is/album/styrktarakstur/ og http://www.heimsnet.is/elvarorn/lr/ds/ en það eru snillingarnir Gerða og Elvar sem eiga heiðurinn af þessum ljósmyndum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir!
Nú er komið að lokaviku undirbúnings. Blaðamannafundir, sjónvarpsviðtöl og slíkt eiga sinn sess í vikunni og svo verður farið til Bretlands á föstudag og keppt í Cambrian rallinu næstkomandi laugardag en þá keppni ætlum við til að hrista okkur saman - frekar en að ná góðum árangri. Bílnum verður hlíft og jafnvel klárum við ekki keppnina ef okkur þykir nóg komið þann daginn.
Kynningarbæklingur frá stuðningsmannahópnum hefur verið prentaður en hér má finna rafræna útgáfu af honum. http://rcpimps.se/daniel_ralli.pdf
Sannarlega glæsilegur og vel unnin bæklingur frá þessu yndislega fólki :)
Ég stefni á að setja inn línur hér eftir viku - og halda áfram að stikla á stóru í undirbúningnum fyrir heimsmeistarakeppnina.
Hér má sjá undirritaðan með eins og kjána í sjónvarpsviðtali um daginn: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=7cf3992b-5498-4638-862f-39091b07afc3&mediaClipID=3345d077-9224-44ee-a096-16b7537c6998
Enn og aftur þakka ég þeim fjölmörgu sem vinna allt þetta óeigingjarna starf við að kynna þátttökuna - og ekki síður þeim hundruðum stuðningsmanna sem fylgjast með og hvetja okkur til dáða. TAKK
Kær kveðja / Danni
Bloggar | Breytt 12.10.2009 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2009 | 19:07
Tíminn flýgur - innan við þrjár vikur í wales rally GB og enþá svo mikið eftir að undirbúa.
Góðan daginn.
Ég var að fara yfir tímaplan næskomandi vikna og ekki laust við að manni hálf flökri af pressu þegar ég fer yfir hvað er stuttur tími í keppnina úti - og hversu mikið er eftir fram að henni.
Stuðningsmannaklúbburinn okkar hefur verið að gera ótrúlega hluti og hafa komið þátttöku okkar á framfæri í öllum helstu fjölmiðlum og standa fyrir alls kyns uppákomum til styrktar þátttöku okkar í lokaumferð heimsmeistarakeppninnar 2009.
Þó að öll umfjöllun sé lykilatriði í kostun þá verður seint sagt að undirrituðum þyki þetta skemmtilegasti hlutinn af pakkanum - ekki síst þess vegna er ótrúlega mikils virði að eiga svona góðan hóp vina að sem leggja alla þessa vinnu á sig. Ég á ekki orð til að lýsa þakklæti og auðmýkt þá sem ég ber þeim hetjum sem að hópnum standa, TAKK.
Nærri þúsund manns hafa skráð sig á facebook síðu stuðningsmannahópsins og mikill fjöldi stuðningsmanna hyggur á að fylgja okkur alla leið út í keppnina. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað áhugi á rallý virðist mikill hérlendis.
Sjónvarpið hefur verið að taka upp fréttir næstu viku og fékk ég heiðurinn af því að keyra góða fréttakonu um allar trissur í síðustu viku. Hekla hf lagði til samskonar Mitsubishi evo X bíl götubíl eins og við keppum á og var henni sýnt hvað hægt er að gera á svona óbreyttum fjölskyldubílum :) Verst er að veðurguðirnir voru ekkert að hjálpa okkur - en vonandi náðist boðlegt myndefni af okkur - en Sigrún fréttakona stóð sig eins og hetja með kommentið "djöfuls viðbjóður er þetta" milli hláturroka (eða skrækja - ég er ekki viss).
Hún fékk svo einnig að aka eina sérleið með mér á möl og eru myndir innan úr bílnum algjörlega verðlausar. Til stendur að þetta verði sýnt í næstu viku í þættinum Ísland í dag.
Gamalt bullumyndband frá Andra :)
En undirbúningurinn er á fullu en við erum komnir með samþykkta keppnisumsókn og þvi raunar ekkert að vanbúnaði að einbeita okkur 110% honum. Ég flýg sennilega út eftir 13 daga og við keppum eina stutta æfingakeppni þann 17.10 - ef að lýkum lætur, bara rétt til að hrista okkur saman og koma öllum á réttan stað og prófa bílinn.
Við höfum ekki keyrt saman síðan í lok Júlí og er það heil eilífð þegar samkeppnin er jafn hörð og þarna. Vonandi dugir þessi æfingakeppni til að koma okkur þangað sem við vorum í hraða og samvinnu. Þá ættum við að geta sýnt okkar bestu hliðar í aðalkeppninni og vonandi náð góðum árangri.
Ef við náum að klára - þá er stefnan sett á humm,,, "topp 10 og að gera sitt besta! er "örugga" yfirlýsingin. En þeir sem þekkja mig og mína greddu - þeir vita að ofanritaður frasi væri ekki sagður með sannfæringu kæmi hann frá mér.. Ég segi topp fimm óbreyttra bíla og ekkert rugl!
:) ég þarf þá bara að éta það ofaní mig - hafi ég yfirskotið hraustlega :)
Ég sendi öllum sem lesa þetta raus mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir áhugann!
Kveðja / Danni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2009 | 15:35
Skrefi nær heimsmeistarakeppninni - frábær árangur Stuart Jones á bílnum okkar í lokaumferð BRC
Góðan daginn.
Í þriðja sinn skrifa ég færslu núna og vona að mér takist að birta hana vandkvæðalaust í þetta sinn!
Stuart og Andy fagna frábærum árangri
Við erum skrefinu nær þátttökunni í WRC í næsta mánuði - en eitt af ástæðum mikils naglanags undanfarið var sú að Stuart Jones fékk lánaðann keppnisbíl okkar til að keppa í lokaumferð bresku meistarakeppninnar, Trakrod rally Yorkshire - sem fór fram í gær.
Áhöfnin skilaði sér í mark á óskemmdum bílnum og í frábæru 2sæti - sannarlega stórglæsilegur árangur hjá liðinu :) og það sem meira er: Stuart fékk "gula jakkan" sem veitir honum möguleika á fullstyrktum asktri undir merkjum PIRELLI á næsta ári. Mikill er nú samt léttirinn hjá okkur sem höfum lagt allt undir í næsta mánuði á þessum bíl.
Nýir meistarar voru krýndir í Bretlandi en það voru Írarnir Keith Cronin og Greg Shinnors sem sigruðu verðskuldað þetta árið. Breskt þjóðarstolt er mjög sært en það var síðast árið 1974 sem Írar hirtu titil frændþjóðar sinnar.
Þrefaldi meistarinn Mark Higgings stóð best að vígi fyrir lokaumferðina en þrátt fyrir að vera reynsluboltinn þá gerði hann að mati undirritaðs ótrúleg taktísk og pólitísk mistök fyrir keppnina með því að skipta um keppnisbíl fyrir lokaumferðina. Hann svipti sjálfan sig þvi að vera í erfiðleikum með að vinna ungu og óreyndu strákana - en hingað til var það talið vegna verri bílakosts sem hann hafði yfir að ráða. Með því að mæta á nýjustu afurð Subaru - þá átti hann engar afsakanir fyrir því að sigra ekki lengur - og þess utan þekkir hann gamla bílinn mikið betur en þann nýja. Það sýndi sig um helgina þegar Higgins átti ekkert svar við hraða Cronin og reyndar Stuart Jones - en þeir hreinlega skildu gamla manninn eftir og hann toppaði hræðilega helgi með að kútvelta fína bílnum á lokaleiðinni og detta út með brotin bíl, tapaðan titil og sært stolt.
Gamli N11 bíll Mark Higgings og nýja græjan sem átti að vinna titilinn - en voru dýrkeypt mistök.
En nóg af speki - bíllinn okkar er kominn heill í hús og allt að verða klárt fyrir keppnina 22-25.10 í wales.
Mig langar að þakka ótrúlegan stuðning og áhuga sem berst úr öllum áttum. Hundruðir hafa skráð sig á stuðningssíðu til heiðurs þátttöku okkar í WRC - - hver sagði að áhugi á akstursíþróttum væri enginn á Íslandi??
Kveðja / Danni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góða kvöldið
Að því gefnu að undirritaður og A. Sankey standist læknisskoðun þá er staðfestist hér með að við munum taka þátt í lokaumferð heimsmeistarakeppninnar í rallý sem fer fram dagana 22-25 október n.k.
Nú þegar hefur um tugur manna pantað sér far út að fylgja okkur í keppnina og hyggja flestir á útferð með morgunflugi Icelandair 22.10 og heim með kvöldflugi 25.10 Enn eru nokkur vildarsæti laus og því flugkostnaðurinn undir 20.000.- fyrir þá sem eiga punkta.
Allavega er keppnisumsókn okkar komin út og eftirvæntingin gríðarleg í okkar herbúðum - enda sennilega í fyrsta sinn sem Íslendingar eiga fulltrúa í heimsmeistarakeppninni.
Stefnan - - að klára - - - í topp tíu í okkar flokki :)
Allar upplýsingar um rallið má finna á www.rallygb.org og www.wrc.com - og svo að sjálfsögðu verða settar inn upplýsingar hér á vefinn þegar nær dregur.
Kveðja / Danni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góðan daginn.
Eins og flestir vita sem hingað villast þá voru tvær síðustu umferðir Íslandsmótsins í rallý eknar um síðustu helgi í hinum stórskemmtilegu Snæfellsnesröllum Nesbyggðar.
Að vanda mættum við Flóðhestar þarna með nokkrar áhafnir og luku allir keppni með heila bíla, talsvert af góðmálmum í farteskinu og mikla gleði í hjarta.
Ekki telur undirritaður þörf á því að fara hér yfir einstök efnisatriði keppninnar utan við að senda sérstakar þakkir til starfsmanna, þjónustumanna og hunda fyrir vel skipulagða og skemmtilega helgi.
Gerða mætti vestur og dúndraði nokkrum myndum. Afraksturinn má sjá í albúminu: http://hipporace.blog.is/album/haustrall_nesbyggdar_2009/
Það styttist svo óðum í hamingjudag fyrir velunnara, áhugamenn og starfsmenn :)
Kveðja / Danni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2009 | 12:50
Myndir frá röllunum :) Gerða snilli endalaust að bæta í albúmin...
Góðan daginn
Sem undanfari fyrir tvöfalt Haustrall BIKR sem haldið verður á Snæfellsnesi næstkomandi föstudagskvöld og á laugardag - þá er rétt að benda áhugamönnum á ljósmyndaalbúmin okkar sem sífellt er verið að uppfæra.
Hér er frá Alþjóðarallinu: http://hipporace.blog.is/album/Althjodarally2009/
Og hér eru myndir teknar núna um helgina á LEX-Games: http://hipporace.blog.is/album/LEX-Games2009/
Við þökkum okkar ástkæru Gerðu fyrir myndirnar - sem að hennar stíl eru til jafns af fólki og bílum :) Endilega verið dugleg að koma með athugasemdir á myndirnar.
Kveðja / DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)