Ellefu dagar í ræsingu á WRC rally GB - engin smá dagskrá þangað til!

Góðan daginn

Nú er heldur betur farið að styttast í herlegheitin og dagskráin stífnar með hverjum deginum sem líður!

Undanfarin vika hefur farið mest megnis í líkamlegan undirbúning og akstursæfingar. Í gær laugardag var svo haldin "styrktarakstur" þ.e. einstaklingar og fyrirtæki áttu kost á því að kaupa sér ökuferð með undirrituðum á alvöru rallýbíl og styrkja keppnisútgerðina í leiðinni. Þeir sem ekki treystu sér sem farþegar gátu einnig keypt sér ökumannsstól í rallýjeppa og sýnt færni sína með þaulreyndum aðstoðarökumanni.

IMG 0537
Fjölmargt fólk lagði leið sína í Bolöldur til að fylgjast með og þiggja kaffi og með því

Í stuttu máli tókst dagurinn framar vonum og lögðu fjölmargir leið sína upp í Bolöldu og fengu sér adrenalín í æð. Eins og gengur og gerist þegar verið er keyra hratt - þá urðu óhöpp og bilanir á sumum bílum sem notaðir voru í aksturinn en allir skemmtu sér konunglega og fóru skælbrosandi heim að loknum viðburðaríkum og skemmtilegum degi.

IMG 0810
Óreyndir ökumenn fengu að sýna listir sýnar undir öruggri handleiðslu

Myndir frá uppákomunni má finna hér:

http://hipporace.blog.is/album/styrktarakstur/  og http://www.heimsnet.is/elvarorn/lr/ds/  en það eru snillingarnir Gerða og Elvar sem eiga heiðurinn af þessum ljósmyndum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir!

Nú er komið að lokaviku undirbúnings. Blaðamannafundir, sjónvarpsviðtöl og slíkt eiga sinn sess í vikunni og svo verður farið til Bretlands á föstudag og keppt í Cambrian rallinu næstkomandi laugardag en þá keppni ætlum við til að hrista okkur saman - frekar en að ná góðum árangri. Bílnum verður hlíft og jafnvel klárum við ekki keppnina ef okkur þykir nóg komið þann daginn.

Kynningarbæklingur frá stuðningsmannahópnum hefur verið prentaður en hér má finna rafræna útgáfu af honum. http://rcpimps.se/daniel_ralli.pdf 

Sannarlega glæsilegur og vel unnin bæklingur frá þessu yndislega fólki :)

Ég stefni á að setja inn línur hér eftir viku - og halda áfram að stikla á stóru í undirbúningnum fyrir heimsmeistarakeppnina.

Hér má sjá undirritaðan með eins og kjána í sjónvarpsviðtali um daginn: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=7cf3992b-5498-4638-862f-39091b07afc3&mediaClipID=3345d077-9224-44ee-a096-16b7537c6998

Enn og aftur þakka ég þeim fjölmörgu sem vinna allt þetta óeigingjarna starf við að kynna þátttökuna - og ekki síður þeim hundruðum stuðningsmanna sem fylgjast með og hvetja okkur til dáða. TAKK

Hér má sjá myndband af lokakafla brautarinnar og nett stökk í endahliði !

Kær kveðja / Danni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ítrekaðar óskir um lukku!

GK, 11.10.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband