3.10.2009 | 19:07
Tíminn flýgur - innan við þrjár vikur í wales rally GB og enþá svo mikið eftir að undirbúa.
Góðan daginn.
Ég var að fara yfir tímaplan næskomandi vikna og ekki laust við að manni hálf flökri af pressu þegar ég fer yfir hvað er stuttur tími í keppnina úti - og hversu mikið er eftir fram að henni.
Stuðningsmannaklúbburinn okkar hefur verið að gera ótrúlega hluti og hafa komið þátttöku okkar á framfæri í öllum helstu fjölmiðlum og standa fyrir alls kyns uppákomum til styrktar þátttöku okkar í lokaumferð heimsmeistarakeppninnar 2009.
Þó að öll umfjöllun sé lykilatriði í kostun þá verður seint sagt að undirrituðum þyki þetta skemmtilegasti hlutinn af pakkanum - ekki síst þess vegna er ótrúlega mikils virði að eiga svona góðan hóp vina að sem leggja alla þessa vinnu á sig. Ég á ekki orð til að lýsa þakklæti og auðmýkt þá sem ég ber þeim hetjum sem að hópnum standa, TAKK.
Nærri þúsund manns hafa skráð sig á facebook síðu stuðningsmannahópsins og mikill fjöldi stuðningsmanna hyggur á að fylgja okkur alla leið út í keppnina. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað áhugi á rallý virðist mikill hérlendis.
Sjónvarpið hefur verið að taka upp fréttir næstu viku og fékk ég heiðurinn af því að keyra góða fréttakonu um allar trissur í síðustu viku. Hekla hf lagði til samskonar Mitsubishi evo X bíl götubíl eins og við keppum á og var henni sýnt hvað hægt er að gera á svona óbreyttum fjölskyldubílum :) Verst er að veðurguðirnir voru ekkert að hjálpa okkur - en vonandi náðist boðlegt myndefni af okkur - en Sigrún fréttakona stóð sig eins og hetja með kommentið "djöfuls viðbjóður er þetta" milli hláturroka (eða skrækja - ég er ekki viss).
Hún fékk svo einnig að aka eina sérleið með mér á möl og eru myndir innan úr bílnum algjörlega verðlausar. Til stendur að þetta verði sýnt í næstu viku í þættinum Ísland í dag.
Gamalt bullumyndband frá Andra :)
En undirbúningurinn er á fullu en við erum komnir með samþykkta keppnisumsókn og þvi raunar ekkert að vanbúnaði að einbeita okkur 110% honum. Ég flýg sennilega út eftir 13 daga og við keppum eina stutta æfingakeppni þann 17.10 - ef að lýkum lætur, bara rétt til að hrista okkur saman og koma öllum á réttan stað og prófa bílinn.
Við höfum ekki keyrt saman síðan í lok Júlí og er það heil eilífð þegar samkeppnin er jafn hörð og þarna. Vonandi dugir þessi æfingakeppni til að koma okkur þangað sem við vorum í hraða og samvinnu. Þá ættum við að geta sýnt okkar bestu hliðar í aðalkeppninni og vonandi náð góðum árangri.
Ef við náum að klára - þá er stefnan sett á humm,,, "topp 10 og að gera sitt besta! er "örugga" yfirlýsingin. En þeir sem þekkja mig og mína greddu - þeir vita að ofanritaður frasi væri ekki sagður með sannfæringu kæmi hann frá mér.. Ég segi topp fimm óbreyttra bíla og ekkert rugl!
:) ég þarf þá bara að éta það ofaní mig - hafi ég yfirskotið hraustlega :)
Ég sendi öllum sem lesa þetta raus mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir áhugann!
Kveðja / Danni
Athugasemdir
Hæ hæ. Gaman fá smá fréttir af undirbúningi ykkar , þetta verður hrikalega gaman!, verst að maður verður á klakanum þegar keppnin fer fram en maður verður límdur við töfluna!
Kveðja/ Dóri.
Heimir og Halldór Jónssynir, 4.10.2009 kl. 10:39
gaman að fá fréttir af þessu....
gangi ykkur allt í hagin þarna úti...
kveðja
Pétur,Berglind,litla prinsessa og Baxter
petur (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.