Íslendingar eiga áhöfn í heimsmeistarakeppninni í Rallý 22-25 okt næstkomandi!

Góða kvöldið

Að því gefnu að undirritaður og A. Sankey standist læknisskoðun þá er staðfestist hér með að við munum taka þátt í lokaumferð heimsmeistarakeppninnar í rallý sem fer fram dagana 22-25 október n.k.

58038738

Nú þegar hefur um tugur manna pantað sér far út að fylgja okkur í keppnina og hyggja flestir á útferð með morgunflugi Icelandair 22.10 og heim með kvöldflugi 25.10 Enn eru nokkur vildarsæti laus og því flugkostnaðurinn undir 20.000.- fyrir þá sem eiga punkta.

12~ss1

Allavega er keppnisumsókn okkar komin út og eftirvæntingin gríðarleg í okkar herbúðum - enda sennilega í fyrsta sinn sem Íslendingar eiga fulltrúa í heimsmeistarakeppninni.

Stefnan - - að klára - - - í topp tíu í okkar flokki :)

Allar upplýsingar um rallið má finna á www.rallygb.org og www.wrc.com  - og svo að sjálfsögðu verða settar inn upplýsingar hér á vefinn þegar nær dregur.

 Kveðja / Danni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að hafa pissustopp í Demon Tweeks??

HK RACING (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já sææællll, þetta er geðveikt . Til hamingju með þennan áfanga Danni!!.

Heimir og Halldór Jónssynir, 12.9.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Það verður gaman að fylgjast með þessu

Elvar Örn Reynisson, 12.9.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband