RALLY REYKJAVIK - Gleðin byrjar í dag!

Góðan daginn.

30. Alþjóðarallið hefst í dag og má finna leiðarlýsingu og upplýsingar um rallið á www.rallyreykjavik.net

Einnig mun www.rallysport.blog.is fjalla um keppnina í máli og myndum næstu daga.

Það er fjöldi erlendra áhafna í þessari keppni og ber hæst að nefna þá feðga Mick og Stuart Jones - en þeir fengu lánaða keppnisbíla undirritaðs fyrir rallið. Í gærkvöldi fóru þeir að prófa og setja upp bílana og eru myndir af æfingunni hér að neðan:

IMG 8693

 

IMG 8691
6
1

Með von um að framundan sé glæsileg og drengileg keppni þá óska ég öllum góðrar skemmtunar.

DS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Flottar myndir

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 15.8.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ætli það sé íþróttinni til framdráttar að sýna frá æfingum án hjálma?

Birgir Þór Bragason, 16.8.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Hæ Biggi.

Það er eflaust ekki rallý til framdráttar frekar en stuttbuxnalausir fótboltamenn væru fyrir sína íþrótt :)  En við vorum ekki á vellinum - ;)    

þú veist nú samt að fáir eru jafnharðir á öryggi í sportinu eins og undirritaður - en réttilega hjá þér þola þessar myndir þessa gagngrýni.

 DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 16.8.2009 kl. 17:35

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er vegna þess að þú gefur þig út fyrir öryggi að þessar myndir eru mér smá ráðgáta.

Birgir Þór Bragason, 17.8.2009 kl. 06:52

5 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Einmitt - ég rak sjálfur augun í þetta strax og ég sá myndirnar.

En vitandi hvar æfingin fór fram, hvernig að henni var staðið (ekið mjög hægt um stuttan twisty kafla) - þótti mér myndefnið skemmtilegt í undanfara alþjóðarallsins og lét það flakka.

Ég tek það fram að ég er ekki að reyna að afsaka þennan last á öryggisbúnaði Bretanna þarna - þetta á ekki að sjást hverrar þjóðar sem menn eru.

 Kv. DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 17.8.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband