Swansea bay - maður er lengur að segja 1,1sek en hún líður!

Góðan daginn.

Í gær fór fram Swansea bay rallið í skógunum í suður wales. Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá vorum við að keppa þarna og áttum einstaklega ánægjulegan dag þar sem reynt var að landa fyrsta sigri Íslendings í Nat A keppni erlendis. Ekki munaði nú miklu - en við töpuðum forystunni á síðustu leið og enduðum 1,1sek á eftir nafna mínum Barry.

Nationals3

Barry hefur verið einráður í evo-challenge þetta árið og er geysilega stígandi og flínkur ökumaður. Þykir víst ekki mikil skömm af því að tapa fyrir þessum ökumanni.

Besti árangur okkar er samt sem áður staðreynd og var mikið um dýrðir við verlaunaafhendinguna í gærkvöldi þar sem við sópuðum til okkar flestum verðlaunum allra :)

Spirit awards var okkar - sennilega fyrir grátlegasta mun í endamarki og samgleði okkar til verðugra sigurvegara

Walkinshaw veitti verðlaun fyrir "best improvement by seeding" - eða mestu framfarir áhafnar í Ancro - og það hirtum við einnig.

Sunoco veitti verðlaun fyrir "best prepared car/crew" - eða snyrtilegasta liðið í keppninni, það var okkar.

Pirelli veitti okkur tilþrifaverðlaun keppninnar og alskonar :)

Copy of IMG_0126

Allaveganna - þetta var æðisleg keppni - bíllinn stendur sig eins og hetja sem og liðið allt. Fjórar keppnir í röð án þess að svo mikið sem lenda í einni alvarlegri bilun og stöðugur stígandi í árangri og hraða.

Mig langar að þakka kærlega ykkur öllum sem fylgjast með - stuðningur ykkar er mér ómetanlegur!

Kveðja / DS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Til lukku Danni! Frábær árangur!

GK, 19.7.2009 kl. 22:18

2 identicon

Innilega til hamingju með árangurinn

Guðmundur Höskuldsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Team Yellow

Algjör snilld, núna þarf bara að bæta sig um 1,2 sekúndur næst :P

Team Yellow, 20.7.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Til hamingju Danni.  Þú ert heldur betur að stimpla þig inn þarna úti.

Halldór Vilberg Ómarsson, 20.7.2009 kl. 14:36

5 Smámynd: Team Yellow

Meiriháttar flott Danni.  Að tapa með 1,1 sek - að vinna með 1,1 sek, það skiptir ekki öllu máli, þú ert greinilega búinn að stimpla þig inn í toppslaginn og það er frábært.

Team Yellow, 21.7.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband