14.11.2008 | 21:49
BRUMM BRUMM - Enn heyrast vélarhljóð úr Hafnarfjarðarhrauninu :)
Góða kvöldið.
Það er nú aldeilis hressandi að vita til þess að Rallýkrossið er að ganga í nýja lífdaga á brautinni í kapelluhrauni. Það er hópur áhugamanna í AIK klúbbnum sem standa þar að æfingakeppni næstkomandi sunnudag og það stórfurðulega og jákvæða við allt er að heyra af nærri tuttugu bílum skráðum í þrjá flokka.
Því ætti enginn áhugamaður að láta sig vanta á gömlu brautina næstkomandi sunnudag - en brautin stendur við Krísuvíkurveg, rétt fyrir utan iðnaðarhverfið á völlum. Keppnin hefst klukkan 13:00 - en keppnistæki eiga að vera kominn klukkan 11:00 á keppnistað.
Nánari upplýsingar fást á spjalli rallýkrossdeildar AIK : http://rca.forumcircle.com/index.php
og spjallþráðum á vef LIA www.lia.is/spjall
Sjáumst hress að vanda og njótum þess að sjá hörð átök og tilþrif :)
DS
Athugasemdir
danni á ekki að mæta á lancer ?
Raggi M, 15.11.2008 kl. 21:44
Það gæti gerst - ég er reyndar að kenna til 12:15 en kem sennilega ut á braut eftir það og tek jafnvel nokkra hringi :)
Taktu amk með þér myndavélina!
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 16.11.2008 kl. 08:00
djöfull var flott að sja evoinn á brautinni versta að eg gleymdi myndavelinni heima
Raggi M, 16.11.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.