27.9.2008 | 14:58
Bráðabirgðaúrslit úr Haustrallinu - Pétur og Heimir vinna / Siggi og Ísak Íslandsmeistarar
Hæ.
Svo virðist sem Jon og Borgar hafi dottið út á fyrstu leið með bilaða drifrás.
Doddi komst af stað á Mözdu.... en ekki mikið lengra en það.
Fylkir datt út, Steini Palli datt út, Júlli á súkku og Jón bras á opel kláruðu ekki heldur - né simmi á pajero.
Þetta þýðir mikil afföll og úrslitin að öllum líkinudum svona:
Nýliðarnir Pétur og Heimir rústa þessari keppni með 40 sek betri tíma en Sigurður og Ísak - sem þó standa uppi sem Íslandsmeistarar 2008. Taktík þeirra í sumar skilar þessum titli en þeir hafa alls ekki verið hraðasta áhöfn sumarsins. Páll og Aðalsteinn ættu að hafa þriðja sætið í keppninni nokkuð örugglega - en það er óstaðfest eins og annað í þessari grein. ´
Nánar verður sagt frá þegar staðfest úrslit liggja fyrir á eftir.
DS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.