22.9.2008 | 09:00
Óvæntur flokkasigur í Bretlandi um helgina - endalaust gaman.
Góðan daginn.
Eins og lesendur hafa tekið eftir þá skrapp ég út um helgina, leigði mér rallýbíl og aðstoðarökumann (fúlu ellingsen gaurar gátu ekki séð af Ástu) og keppti í Plains rallinu í Wales. Þetta er keppni sem er hluti af BRTDA mótaröðinni - en það er firnasterk röð sem ávallt laðar að sér mikið af WRC bílum og öflugum keppendum. Rallið var 188mílur þar af 45mílur á sérleiðum.
Fyrir kepppnina vissi ég að þetta yrði verðugt verkefni fyrir margar sakir: Þetta var í fyrsta sinn í mörg mörg ár sem ég keyri framhjóladrifsbíl í keppni, aldrei hitt þennan kóara fyrr en á laugardagsmorgun, aldrei séð myndband af leiðunum sem átti að keyra né unnið við leiðarnóturnar og það allra versta var þó að stýrið var öfugum megin í bílnum..
Þegar við Mark hittumst sagði ég strax: Ef við komumst í gegnum fyrstu leiðina í rallinu, þá klárum við keppnina. Við tókumst í hendur og lögðum af stað. Á fyrstu metrunum þá kom hann mjög seint með tvær leiðarnótur (hröð vinstri í hægri mjög krappa) og ég mátti nota alla mína krafta til að kasta bílnum og ná beygjunni - svo mikið að vinstri hlið bílsins gapti framm af klettasyllunni og Mark greyjið sá bara niður í dalinn... Allt reddaðist þetta og ég gargaði á hann að flýta nótunum. Þá var komið í hraða vinstri yfir hæð og innan í beygjunni var 60cm hár bakki. Ég sá þetta allt saman, tók línuna og keyrði beint á bakkann með þeim afleiðingum að bíllinn flaug upp vinstra megin og keyrði 15-20m á tveimur hjólum áður en hann kom aftur niður (ég greinilega ekki alveg með breidd bílsins á hreinu enþá). Þá stundi í Mark "what have I got myself into" - enda aðeins ca kílómeter búinn að rallinu og við bara búnir að vera tæpir.
Allt reddaðist þetta og eftir að vökvastýrið í bílnum gafst upp á leið 3 - þá var annað hvort að hætta keppni eða berjast allan daginn við ofurþungt stýrið.. Þetta er meira en að segja það, sérstaklega í þessum þröngu skógum með hundrað U-beygjum. En áfram börðumst við og kláruðum rallið öllum á óvörum í fyrsta sæti N3 - en það er flokkur óbreyttra bíla að 2000cc.
Sem fyrr voru Bretarnir ekkert himinlifandi með útflutningin á verðlaunagripunum en hvað um það - þeir verða bara að vanda sig meira næst og bera meiri virðingu fyrir víkingunum.
Ég tók upp seinni hluta rallsins innan í bílnum og mun ég vonandi fá Gerðu til að hlaða því niður fyrir mig í kvöld og setja hér inn.
Kærar þakkir fyrir allar hamingjuóskirnar - þið eruð mitt bensín í öllu þessu :)
DS
Athugasemdir
he he, frábært. Þú mátt ekki gera út af við breska heimsveldið, og þó, jú jú gerðu það bara. Hlakka til að sjá incar video hjá þér í framdrifsbíl.
Þórður Bragason, 22.9.2008 kl. 09:24
Hæ hæ
Maður er nú ekki alveg fyrstur með fréttirnar hérna í landi Nascar....
Þetta er tær snilld hjá þér drengur, en við förum nú ekki að fá samviskubit yfir því að bretunum leiðist það að bikararnir fari úr landi.... þeir verða að fara að venjast því!!
sjáumst síðar....
kv. Jónsi
Jón Þór (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.