11.9.2008 | 20:29
Hið frábæra skógshraun - Rallý reykjavik 2008
Góða kvöldið.
Til að byrja með er rétt að biðjast afsökunar á litlum fréttum hér undanfarið - en gríðarlegar annir hafa sett strik í reikningin með að leggjast í ritstörfin.
Það er ekki það með sagt að ekkert fréttnæmt sé að gerast í akstursíþróttaheiminum - en forgangsröðunin þarf víst að vera þessi.
Við flóðhestar eigum okkar næstu keppni í Bretlandi þann 18.10 en þá er lokaumferðin í evo-challenge meistarakeppninni. Við ætlum okkur að fylgja eftir sigrinum í mid wales rallinu fyrr í sumar og kemur ekkert annað til greina en slagur á toppnum.
Uppgjör alþjóðarallsins hefur ekki enn verið skrifað - en nóg er til af efni. Keppendur íslandsmótsins í rallý eru á fullu að undirbúa lokaumferðina þar sem staðan á mótinu er galopinn og allir verða að keyra til sigurs. Við munum fylgjast vel með þessum slag hér á vefnum.
Læt hér fljóta með innan úr bílnum okkar ástu á leið um Skógshraun í alþjóðarallinu. Þrátt fyrir ofurvarfærnislegan akstur okkar yfir þessa leið náðum við að gata afturdrif, sprengja 3dekk, eyðileggja hlífðarpönnu og fleira.. Takið sérstaklega eftir um miðbik myndbandsins þegar við krækjum í ósýnilega nibbu af stein sem var á stærð við örbylgjuofn þegar hann dróst uppúr jörðinni - bíllinn tekst á loft.
Vonandi gefst tími til að skrifa meira síðar í vikunni.
DS
Athugasemdir
Hvar náðuð þið að sprengja? þetta var nú ekki beint grófur akstur...
En svakalegt með þennan stein...
Ég held að ég og Kjartan höfum sjaldan dólað jafn mikið á einni leið, vorum á skoðunarhraða þarna á köflum, gáfum aðeins í undir lokinn þegar ég loksins komst inní nótur..hehe
Óli Þór (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:34
Hæ.
Ég hef ekki hugmynd - og hvað þá að sprengja 3 dekk???? Þetta var þvílíkur ömmuakstur að það er grátlegt að horfa á vídeóið og kalla þetta rallý.
En svona er þetta víst bara, maður lærir svo lengi sem maður lifir.
Það er oft þannig að þegar maður er að keyra ofurhægt þá kemst maður aldrei inn í nótur, gerir yfirleitt fleirri mistök og er tæpari en þegar allt er í grenjandi botni.
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 14.9.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.