Úrslit 29. alþjóðarallsins á Íslandi - yfirburðir heimamanna

Góðan daginn.

2793114154_d8b8d5bb71

Í gær lauk alþjóðarallinu með sigri Jóns og Borgars - en þeir stungu Sigurð og Ísak af á lokadeginum og lönduðu verðskulduðum sigri í þessari lengstu og erfiðustu keppni ársins. Sigurður og Ísak voru í einhverjum vandræðum með keppnisbíl sinn og ákváðu að halda sinni stöðu og tryggja sér örugg stig og mikilvæg í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn - en þeir leiða mótið þremur stigum á undan Pétri og Heimi sem kláruðu í þriðja sæti.

2789297132_327fbb822e

Eftirtektarvert er að sjá að fremsta erlenda áhöfnin klárar í sjöunda sæti - en það voru feðgarnir Max og Wug Utting sem óku af mikilli skynsemi og skemmtu sér konunglega í algerlega áfallalausu ralli. Þeir hafa þegar staðfest að þeir komi aftur að ári og gefa sérleiðunum hér sýna hæðstu einkunn. En yfirburðir Íslendinga eru greinilega mjög miklir á sínum heimavelli og undruðust erlendu áhafnirnar hversu mikinn hraða margar áhafnir hafa. Spurning hvort við ættum að senda fleirri keppendur til útlanda að reyna sig?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband