Annar dagur alþjóðarallsins - endalaust gaman og erfitt.

2788593123_a1e90abd60_mGóða kvöldið.

 Þá er lokið öðrum degi alþjóðarallsins og hafa skiptst á skin og skúrir í víðasta skiling þess orðatiltækis.

Fyrstu fréttirnar eru jú að við, Danni og Ásta féllum úr keppni eftir hádegið í dag þegar hjólnaf bílsins okkar vildi ekki vera lengur memm. Hálffúlt en samt ekki - þetta var eiginlega alveg komið gott fannst amk undirrituðum. Fram að þessu hafði flest gengið að óskum og skemmtum við okkur konunglega við að taka góða spretti inn á milli. Hápunktarnir voru ferð niður Tungnaá og leiðin um Heklu - en leiðin niður skógshraun var okkur dýrkeypt þar sem við sprengdum dekk og afturdrifshús og eitthvað :)

Það náðist vídeo af lautarferð okkar með þrjú hjól undir bílnum og mun ég reyna að hafa upp á því og sýna hér á vefnum fljótlega. Einnig eru jú herlegheitin vonandi til á innanborðsmyndavél okkar :)

2788598015_edaf24c004

 Annað fréttnæmt í dag var að Skagabræðurnir kútveltu Focus bíl sínum á leið um Heklu og nærri allir keppendur voru í einhvers konar vandræðum - nema bræðurnir Fylkir og Elvar - en þeir hafa átt vandamálalausan dag með öllu.

 Staðan í rallinu er svona:

13Sigurður Bragi/ÍsakMitsibishi Lancer EVO 71:54:57  0:000:00
22Jón Bjarni/BorgarMitsibishi Lancer EVO 71:55:040:070:070:000:00
37Pétur/Heimir SnærMitsubishi Lancer Evo 62:02:237:267:190:000:00
46Fylkir/ElvarSubaru Impreza STI N82:03:318:341:080:000:00
58Eyjólfur/Halldór GunnarSubaru Impreza STI 2,52:06:2611:292:550:000:00
616Guðmundur/RagnarSubaru Impreza 22B2:07:4912:521:230:000:00
79Valdimar/Ingi MarSubaru Impreza WRX2:08:0413:070:150:000:00
854Utting/UttingSubaru Impreza N12b2:10:0015:031:560:000:00
920Páll/AðalsteinnSubaru Impreza STI N12b2:10:2615:290:260:000:00
1010Sigurður Óli/Þórður AndriToyota Celica GT42:17:0222:056:360:000:00
1128Kjartan/Ólafur ÞórToyota Corolla 1600 GT2:19:2824:312:260:000:00
1218Marian/Jón ÞórMitsubishi Lancer Evo 52:19:5124:540:230:000:00
1329Ólafur Ingi/Sigurður RagnarToyota Corolla GT2:21:2626:291:350:000:00
1451Katarínus Jón/Ingi ÖrnTomcat TVR 100RS2:22:0127:040:350:000:00
1513Guðmundur Snorri/IngimarMitsubishi Pajero2:23:5228:551:510:000:00
1677Paramore/SunderlandSubaru Impresa Sti2:24:3029:330:380:000:20
1757Hazelby/AldridgeLand Rover Defender XD2:24:3929:420:090:000:00
1823Henning/GylfiToyota Corolla GT2:27:2032:232:410:000:00
1955Hope/McKerlieLand Rover Defender XD2:28:3833:411:180:000:00
2056Mitchell/"Homer"Land Rover Defender XD2:32:1437:173:360:000:00
2140Magnús/Guðni FreyrToyota Corolla GT2:33:2838:311:140:000:00
2258Partridge/VangoLand Rover Defender XD2:35:5841:012:300:000:00
2359Christie/EldridgeLand Rover Defender XD2:37:2842:311:300:000:00

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband