Smá forsmekkur af því sem koma skal - 29 alþjóðarallið

Góða kvöldið

Í dag mættu bílar og áhafnir í keppnisskoðun og var þar margt um manninn. Það var engu um það logið að greinilega hefur metnaður íslenskra rallara aldrei verið meiri fyrir keppni - amk þá eru menn greinilega að tjalda öllu til og kætir það okkur áhugamennina gríðarlega :)

IMG 1880 Edit 

Að keppnisskoðun lokinni var haldið upp í sveit þar sem nokkrir bílar voru prófaðir í þaula sem síðustu æfingu fyrir keppni. Áhersla æfinganna var á fjöðrun bílanna - en það er einn veigamesti þátturinn til að ná góðum árangri - þ.e. að hafa vel stillta og góða fjöðrun í keppnisbílunum.

 flug

Ljóst er að EVO 9 bíll flóðhestanna er ekki alveg gerður fyrir íslenskar aðstæður eins og sést kannski á myndunum hér - en morgundagurinn verður notaður í að breyta stillingum og reyna að halda hjólunum meira á veginum.

IMG_1955-Edit
IMG_1822-Edit
IMG_1821-Edit

Steinar og Grímur mættu á Bleik og sýndu mögnuð tilþrif á stökkinu - stórfurðulegt hvað hægt er að gera á aðeins sjötíu km hraða :)

 IMG_2006-Edit

Pétur og Heimir áttu kvöldið - bíll þeirra í frábæru formi og koma þeir enn sterkar inn sem mögulegir sigurvegarar í komandi keppni.

Nú er bara að taka sér frí í vinnu á fimmtu-, föstu- og laugardag og koma að horfa :)

Myndir úr keppnisskoðun má finna á : http://www.flickr.com/photos/elvarorn/sets/72157606837870127/ og http://www.flickr.com/photos/elvarorn/collections/72157606834337816/

Kunnum við Gerðu og Elvari snillingum bestu þakkir fyrir þessar (og allar) myndir.

Allar upplýsingar um rallið er að finna á: www.rallyreykjavik.net

DS

evo09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Flottar myndir og flottir bílar.

Þetta verður æðislega gaman gaman já og gaman..

Heimir og Halldór Jónssynir, 20.8.2008 kl. 01:21

2 identicon

Hvert var farið að prufa?

Óli Þór (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:33

3 identicon

Hætt við að frussist úr bjórnum sem verður á pallinum á bleik

Team Seastone (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband