6.8.2008 | 09:12
29. Alþjóðarallið á Íslandi nálgast óðfluga!
Nú styttist óðum í alþjóðarallið hér á Íslandi - en þetta er langstærsta og lengsta keppni ársins í rallakstri og fer hún fram dagana 21-23 ágúst. Keppnin er mjög erfið og er heildarvegalengd hennar yfir 1100km. Það má því með sanni segja að þetta sé maraþon fyrir áhafnir, bíla og þjónustuliða.
Árlega hafa komið erlendar áhafnir til að taka þátt og vonuðust aðstandendur til að nokkuð af verulega öflugum bílum kæmi í ár en illa hefur gengið að sannfæra útlendingana um að koma - en eigendurnir af gamla Metroinum hans Sigga braga ætla að koma og horfa á rallið með það fyrir augum að mæta í RR2009. Einnig koma skoskir kallar sem eru ógeðslega fyndnir - en þeir aka á Fiat Ritmo í Skotlandi (þjóðsagan um skotana og nískuna er þá kannski sönn).
Þó koma Utting feðgar til með að mæta galvaskir - þeir hafa keppt mikið erlendis, krössuðu meðal annars svakalega í finska rallinu 2005 held ég, töldu vitlaust hæðir og fóru í botni yfir eina þriggja varúða hæð.... vont skilst mér,, Hvað haldið þið?: http://youtube.com/watch?v=9J_cWLNU2kc
Fóru einnig í erfiða pollinnn í sunseeker 2007 Sjá: http://youtube.com/watch?v=AukdavtYv0I
nían mín er á leiðinni til landsins og vona ég að sem flestir leggist á bæn með mér um að heilsan leyfi að ég geti keppt. Verði ég ekki kominn í stand mun ég keyra valdar leiðir nærri Rvk með einhver peningatré mér við hlið - en Ásta fer þá á Bleik og vinnur þessa herkalla.
Gaman væri að sjá athugasmendir hér um ástand vega ef menn eru farnir að skoða og slíkt - undirbúning í skúrunum og allt fréttnæmt.
DS
Athugasemdir
Fyrri skráningarfresti lýkur 10.8 og í dag eru aðeins fjórtán áhafnir skráðar til leiks:
En þetta er alveg týpískt íslenskt - alltaf að skrá sig á síðasta séns ;)
Mér datt í fljótheitum eftirfarandi í hug sem hugðust mæta í þessa keppni:
Pétur&Heimir - Eyjó&Dóri - Marri&Jónsi - Valdi&Ingi - Ásta&? - Gummi Pajero - Henning twincam - Hvati&Úlli - Siggi&Elsa - Fylkir&Elvar
Í fyrra ræstu næstum 30 áhafnir í þessa keppni - vonum að þær verði fleirri í ár.
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 6.8.2008 kl. 21:34
Já, þetta er líka klárlega slæmt til þess að fá erlendar áhafnir því þeir hugsa um þessa keppni með nokkru mánaða fyrirvara, kíkja á síðuna og sjá bara 2-3 áhafnir.
Keppendur þurfa að skrá sig með nokkrua mánaða fyrirvara til að sýna keppnina trúverðuga fyrir erlendum keppendum. Ef 30 keppendur eru búnir að skrá sig í upphaif sumars í þessa keppni hlýtur keppnina að verða áhugaverðari fyrir erlendum áhöfnum. Þá þyrfti mótstjórn líka að koma á móts við keppendur. t.d. að endurgreiða hluta af keppnisgjöldum ef menn síðan kæmust ekki í keppni.
Bara mín 5 cent.
kveðja
elvaro
Höfundur innleggs er frumkvöðull þess að hjólreiðamenn skrái sig með 2 daga fyrirvara, áður var það 30mín fyrir keppni.
höfundur innleggs brosir líka hringin með nýju myndavélina :)
Elvar Örn Reynisson, 7.8.2008 kl. 07:26
Ég stefni á að mæta í alþjóða. Bíllinn fór í gang í gærkveldi og gat keyrt upp og niður götuna allavega. Núna eru bara lausir endar eftir og klára að fara yfir hvort allir boltar séu hertir, hjólastillingar,púst o.s.frv.
Guðmundur Höskuldsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 08:17
Sælir strákar.
Ég veit að áhugi erlendra áhafna er mikill - samt er svona eins og þeir séu að bíða og sjá hvernig öðrum vegnar. Það var útilokað að gera betur en nú, skipaflutningur á klink, frí keppnisgjöld, video af leiðunum, lánaðir skoðunarbílar o.sv.frv.
Mistök no1 var að skilgreina það ekki strax að maður þarf ekki international skírteni til að keppa í rallinu - klúbbaskírteni dugar. Þetta er nefninlega töluvert mál fyrir flesta að komast yfir. Svo er að hlúa betur að öðrum en bretum, t.d norsurum, svíum - en þessar þjóðir eiga sand af seðlum og svakalegan rallíáhuga.
En já - sammála með skráningarnar, það gerir líka allar áætlunarvinnu auðveldari fyrir aðstandendur.
Gott að heyra Gummi - verður gaman að sjá þig á 4x4 bíl loksins.
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 7.8.2008 kl. 11:22
19 skráðir til leiks og ég held mig geta talið amk tíu í viðbót sem eiga eftir að koma á listann - - þá erum við búinn að jafna leikana síðan í fyrra nema hvað að þá voru 27 innlendar áhafnir þannig að það eru til bílar..
Hvet alla til að mæta og láta ekki þennan hápúnkt sumarsins framhjá sér fara. Það er hægt að aðstoða og lána allt sem tiltækt er - bara að spyrja.
Ljóst er að keppnin verður gríðarspennandi í öllum flokkum - sérstaklega þó í heildarkeppni Íslandsmótsins. Skoðanakönnun hér á síðunni sýnir einnig hnífjafna baráttu milli toppökumannanna og kæmi mér ekki á óvart þó sú spenna héldist fram á síðustu sérleið rallsins.
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 7.8.2008 kl. 23:42
Já mér finnst nú að það mættu vera fleiri skráðir, í 2wd veit ég um: Henning (sem mætir), Súkkuna (sem er nýseld), Orra á clio, sem hefur sagst ætla að mæta og Einar á sunny, sem ég bjóst líka við að kæmi. Hvar er síðan Clioinn sem Eyjó og Dóri voru á í fyrra?
Eru einhverjir farnir að skoða? hvernig lítur þetta út?
Maggi
Magnús Þórðarson, 8.8.2008 kl. 09:55
Ég rúllaði upp á Kaldadal að gamni mínu fyrir hálfum mánuði. Fór reyndar ekki nema upp að Hrúðurkörlum en það var fínt færi alla leið. Tröllhálsinn er grófur á köflum en ekkert hrikalegt. Svo fór ég Gunnarsholt fyrr í sumar og þar er búið að bera nýtt efni í næstum alla leiðina. Það var eðlilega mjög laust en hefur örugglega lagast eitthvað eftir að það byrjaði að rigna.
Svo vekur það athygli mína, Daníel, að þú nefnir sjálfan þig ekki í skoðanakönnuninni hérna á síðunni. Er hendin svona tæp ennþá?
Sigurður Rúnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:13
Ég hef heyrt að Danni vilji ekki telja stig og "trufla" íslandsmótið, hehe.
Annars er Gunnarsholtið ekki keyrt í ár...leyfavandræði :(
ég held ég rúlli "4 leg" á morgun og "2-3 leg" næstu helgi.
Nú er síðasti séns að skrá sig! Venjulegri skráningu lýkur 10 annaðkvöld :)
Magnús Þórðarson, 9.8.2008 kl. 15:17
Sælir.
Ég fór kaldadal um verslunarmannahelgi og Tröllhálsinn einnig. Kaldidalur er alltaf jafn hrikalegur - amk fæ ég alltaf netta gæsahúð við tilhugsunina um að fara þessa leið í alvöru reiði :)
Varðandi okkur í alþjóða - þá kemur það í fyrsta lagi í ljós á Þriðjudag fyrir rall hvernig áhöfnum verður háttað í þessari keppni. Hvort við Ásta förum saman á 9, eða Ásta keyri bleik og ég á hliðarlínunni.
Annars gæti einnig farið svo að Marri fengi níuna hjá mér og ég keyrði þá valdar leiðir með peningamenn mér við hlið á fimmunni.
Einu megið þig treysta - ef það er einhver glóra í því að við Ásta keyrum án þess að það sé hættulegt - þá mætum við gallhörð :)
KV. DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 9.8.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.