Skagafjarðarrallið um næstkomandi helgi - vendipunktur á Íslandsmótinu?

Góðan daginn.

 

Næstkomandi helgi fer fram hið stórskemmtilega Skagafjarðarrall sem er fjórða umferð Íslandsmótsins- en það er Bílaklúbbur Skagafjarðar sem á veg og vanda af rallýkeppni þessari.

Íslandsmótið hefur tekið á sig stórskemmtilega mynd í sumar þar sem þær áhafnir sem fyrir tímabilið þóttu sigurstranglegastar byrjuðu árið illa. Áhorfendum til mikillar skemmtunar hefur þetta gert fyrri hluta Íslandsmótsins afskaplega spennandi og toppbaráttuna ófyrirséða.

Skagafjarðarrallið hefur hefur í gegnum tíðina haft það orð á sér að vera vendipunktur Íslandsmótsins. Í fyrra galopnaðist mótið í skagafirði, árið þar á undan féllu tvær toppáhafnir varanlega út úr mótinu. Svona hefur þetta gengið flest ár svo lengi sem undirritaður man - og er spá mín að svo verði einnig í ár!

Bílaklúbbur Skagafjarðar lætur sitt ekki eftir liggja í glæsilegum undirbúningi og mun verða slegið upp heljarinnar balli í tilefni af rallinu þar sem hljómsveitin BUFF mun setja glerbrot í vaselínið.

Kveðja / Danni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband