13.7.2008 | 10:17
Kappar í kappakstri - Íslenskir ökuþórar gætu styrkt gjaldeyrisforðann
Ég hef trú á því að Kristján Einar geti komist alla leið í hörðum heimi formúlunnar - hann hefur einfaldlega það sem þarf:
Fastheldin og einbeitt fjölskylda sem fylgir honum alla leið? Já
Hæfileika sem komu fram í æsku og var viðhaldið í gegnum hana? Já
Er hann jarðbundinn og hógvær en þó með keppnisskap út í ystu æsar? Já
Er hann nógu fylginn sér og einbeittur til að ganga alla leið? Já
Er hann með sterka bakhjarla sem hafa trú á verkefninu til lengri tíma? Já
Kristján Einar að árita
Það sem vinnur á móti honum er reynsluleysi (sem virðist nú ekki há honum m.v árangur í keppnum núna), Hæð og þyngd (gengur erfiðlega að stytta hann :) en drengurinn hefur unnið þrekvirki í ræktinni og stefnir óðfluga í að verða óeðlilega grannur eins og hinir ökuþórarnir)(hæðin er ekki eins stórt atriði, t.d var Michael Schumacher nokkuð hár).
Skemmtilegt myndbrot af framúrakstri okkar manns
Ef spár mínar og þrár rætast mun Kristján Einar keppa í F1 innan þriggja ára - og verða hæðst launaði íþróttamaður Íslandssögunnar eftir 10 ár þegar hann leggur hjálminn á hilluna :)
DS
Viktor Þór og Kristján Einar keppa í Brands Hatch | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.