Það verður ekki betri andi í nokkrum félagsskap.

Hæ.

 Í gær tóku sig saman fjórar áhafnir í rallinu og slógu saman í alsherjar veislu í þakklætisskyni fyrir frábæra byrjun á Íslandsmótinu. Mæting var með eindæmum góð (127%) og fóru allir mettir á líkama og sál heim eftir að hafa étið töfrandi lambalundir og kjúklingabringur en öllu var skolað niður með drykkjum frá ,, æ ég man það ekki. Húsráðandi ákvað að slá met í þambkeppni og skilaði hann sér víst ekki úr heita pottinum hjálparlaust fyrir vikið :)  En keppnina vann hann.

Rallípartý júni 2008 035

Frumsýning á óútkomnu myndbandi um sjálfsásakanir og sálaruppbyggingu sem þeir félagar Pétur og Heimir eiga veg og vanda að - mæltist mjög vel fyrir og hlutu þeir dúndrandi lófatak fyrir leik sinn í þessum dramatíska farsa.

 Rallípartý júni 2008 016

 

Mig langar að þakka öllum sem mættu fyrir skemmtilegt kvöld.

Rallípartý júni 2008 004 

 Marri og Jónsi, Fylkir og Elvar, Pétur og Heimir, Ásta og Steinunn - takk fyrir veitingarnar - þið eruð snillar.

 

DS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TAKK FYRIR MIG ALLIR - Halla fær líka hinar mestu þakkir fyrir gott val á kjöti og kjúkling - grillmeistararnir sáu síðan um að þetta yrði FULLKOMIÐ !!!!  Mmmm..

Frábært kvöld - frábær nótt í pottinum hjá þér Danni - hann er alveg jafn þæginlegur og myndin af þér gefur til kynna..  Síðan færð þú hinar mestu þakkir fyrir að hafa boðið húsinu uppá okkur öll sömul, þvílíkt sem allt var í rúst eftir þetta rally pakk maður..

P.s. snéri langsum myndunum og setti þær aftur inn - smámunasöm.. 

Día Rauðka (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ hæ.

Takk kærlega fyrir mig,þetta var mjög gaman og maturinn var hrikalega góður!..

Heimir og Halldór Jónssynir, 15.6.2008 kl. 13:55

3 identicon

Hmmmm.... skrýtið!!!!

Man ekki eftir að hafa verið boðið í þetta partý - líklegt að einhver hafi gleymt honum Ísak sínum í þetta sinn.............

Örugglega mannleg mistök hjá húsráðanda, kíki bara næst!

Ísak (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 08:15

4 identicon

Takk fyrir síðast

Danni.... það þarf að loka aðganginum að þessari síðu.... hann Ísak sér alltaf þegar að við erum með partý og fer í fílu yfir því að vera ekki boðinn.....

kv. Jónsi

Jónsi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Uss uss uss - Ísak minn.

Eru hjúkkurnar á elliheimilinu farnar að dæla svona miklu af róandi í þig eða ertu bara kominn með alsheimer?

Ekki örvænta, ég skal koma í heimsókn og tæma koppinn þinn, bursta fölsku tennurnar þínar og lesa fyrir þig úr minningagreinarnar úr blaðinu.

Ég eigi alltaf von á því að það detti einn og einn gullmoli upp úr þér frá stríðsárunum - ungur nemur gamall temur! :)

DS (sem bauð þér en þú mættir ekki)

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 16.6.2008 kl. 09:28

6 identicon

Bauðstu mér ????

Man það ekki.......

Kv. Ísak

Ísak (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:30

7 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Ég skil alveg svona elliglöp minn kæri - ég skal bara hringja sjálfur í hjólastólabílinn næst og láta hann sækja þig :)

DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 17.6.2008 kl. 14:57

8 identicon

já skemmtilegar myndir af þeim sem eru ekki gleymdir

Helga (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband