Góða kvöldið.
Á föstudagskvöldið og laugardag fer fram önnur umferðin í Íslandsmótinu í rallý. Það er akstursíþróttafélag Suðurnesja (AIFS) sem heldur keppnina og fer hún öll fram á reykjanesskaganum. Vert er að minnast á mjög áhorfendavænar leiðir sem eknar verða á föstudagskvöldið í Reykjanesbæ - annars vegar sérleið um "nikkel" - leið sem er milli miðbæjarins og flugstöðvarinnar, milli reykjanesbrautarinnar og byggðarrönd. Fyrsti bíll ræsir inn klukkan 19:30. Svo er haldið í miðbæ Reykjanesbæjar og sérleið á malbiki ekinn í tvígang um keflavíkurhöfn. Fyrsti bíll klukkan 20:00 og aftur 20:35. Endilega fyrir áhugasama að kíkja suður með sjó og sjá rallbílaflotann þeysa um.
19 áhafnir eru skráðar til leiks í þessa keppni og stefnir í hörkubaráttu í öllum flokkum - eða eins og frá var horfið í fyrstu umferðinni sem fór fram nýverið.
Í stað þess að spá fyrir um úrslit höfum við sett upp skoðanakönnun til að finna út hvaða áhöfn beri mestan þokka - endilega takið þátt :) - sem stendur er gríðarlega hörð barátta milli Ástu / Steinunn og Péturs / Heimir - en fáir aðrir hafa hlotið atkvæði.
Í þessari slóð má finna tímablað rallsins. http://lia.is/skjol/reykjanesrall08.pdf
DS
Athugasemdir
Hef ég nú orðið Jón Þór grunaðan um að hafa lítið fyrir stafni í vinnunni og stunda það ótakmarkað að gefa sjálfum sér atkvæði !!
Magnað hvað tónlistarmannagenið virðist samt hrífa vel :)
Leynilöggan (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 19:29
Eg er sjokkeraur....
Aðrar eins dylgjur hef ég ekki upplifað áður minni stuttu en fallegu ævi.
Þó svo ad þú kunnir ekki ad meta hreina og fágaða fegurð þá er ekki sjálfgefið að allir aðrir séu sömu skoðunar. Ég þakka hlýhug aðdáenda og athvæðin öll, en ég læt ekki athugasemdir einnar övundsjúkrar persónu koma mér úr jafnvægi. Fegurðin er mikil byrði að bera og hefur reynslan kennt mér að horfa fram hjá aðfinnslum af þessu tagi.
Píparagenið hefur ekki síður mikið vægi í þessari kosningu, en við lagnamenn höfum alltaf staðið saman þegar kreppir að. Reyndar held ég að við Marri séum að fá atkvæði frá ákveðinni "iðnaðarmanna"áhöfn sem greinilega ætla í góðmennsku sinni að tryggja okkur Marra tiltil í sumar........
kv. Jónsi
p.s. ef að það eiga að gilda sérstakar reglur um hversu oft menn megi kjósa þá er lágmark að það kom einhversstaðar fram.
Jonsi (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:56
Hahahaha - :)
Held þetta sé með þeim skemmtilegri svörum sem ég hef lesið :)
Þar sem könnunin gengur ekki út á orðheppni heldur þokka þá verð ég samt að viðurkenna að mitt X mun renna til annarar áhafnar.
Gangi ykkur vel um helgina
DS
Danni (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:56
Þessi könnun er SKANDALL.Við bræðurnir erum sárir og svekktir,hvergi minnst á okkur!.......ætli við seljum ekki bara focusinn og snúum okkur að prjónaskap.piff
Team Seastone (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:42
Já það er synd fyrir Seastone-menn að það var ekki hægt að skrá bílinn sjálfan í fegurðarsamkeppnina..... en þá hefðu þeir kannski komist á blað !
En þó að keppnin sé annars hörð að þá eru allar stelpurnar að ná rosa vel saman og góður andi í hópnum. Við eigum örugglega eftir að fara saman í Bláa lónið og á hestbak saman í framtíðinni. Svo er þetta líka bara frábær reynsla fyrir framtíðina.
Heimsfriður !!
kv. Jónsi
Jónsi (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.