Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Rallý 2008 - úrslit

Góða kvöldið.

 

Nú rétt í þessu voru Sigurður Bragi og Ísak að tryggja sér sigur í vorralli BIKR sem haldið var í gær og dag. Mest á óvart komu þó Pétur og Heimir sem enduðu í öðru sæti í sinni fyrstu keppni á nýjum bíl - sannarlega glæsilegt hjá þeim. Síðasta verðlaunasætið tóku svo Marían og Jón Þór - einnig í sinni fyrstu keppni á fjórhjóladrifsbíl og sendu þannig sér reyndari mönnum langt nef.

 

Gaman er að sjá að reynsluboltarnir voru þeir sem gerðu mistökin þessa helgina ekki nýliðarnir og mætti segja að eggin hafi kennt hænunum :)   

Jeppaflokkin sigruðu Guðmundur og Ingimar - en Ásta bleika ásamt Steinunni, okkar ástkæru flóðhestar enduðu í þriðja sæti í flokknum, sannarlega frábær eldskírn Ástu í sinni fyrstu keppni sem ökumaður. Þær stöllurnar kláruðu þó næstum skiptinguna í Sjérrrókíi bílnum og máttu þakka fyrir að komast alla leið í endamark. 

Henning "nýliði" sigraði eindrifsflokkinn örugglega.  

 

Ljóst er að Íslandsmótið verður þrælspennandi og óvíst verður um úrslit í öllum keppnunum í sumar.

 

Gerða yfirljósmyndaflóðhestur tók einhverjar myndir og vonumst við til að hún skreyti sig fjöðrum og sýni afrakstur helgarinnar fljótlega :)

 

DS 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband