11.5.2008 | 12:59
Spirit Awards
Strákarnir okkur hlutu Spirit Awards fyrir keppnina núna um helgina, það var haft eftir Danna að hann væri hamingjusamasti maðurinn á eyjunni, þótt hann væri handleggsbrotinn og búinn að velta bílnum sínum.
Það sýnir sig að jákvætt hugarfar og keppnisgleði skilar sér.
Til hamingju strákar
Athugasemdir
Já það er nú bara þannig að Danni er nú sennilega einn af fáum sem ég þekki sem getur séð jákvæðu hliðarnar á þessu,en það er sennilega einn af þeim hlutum sem gerir hann eins góðan ökumann og hann er,það mætir enginn til bretlands og ætlar sér á pall um leið,það kostar allavega eitt svona crash að ætla að ná þeim bestu og það sennilega í öllum flokkum,þetta fer bara í reynslubankann og þá er bara að berja bílinn saman og mæta aftur
Ef þú kemst ekki í næstu keppni Danni minn þá get ég alveg fórnað mér í það að keyra bílinn fyrir þig,ég er hvort eð er bíllaus sem stendur og hef þar af leiðandi lítið að gera í sumar
Hilmar Bjartsýni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:03
hæhæ .
Frasinn var reyndar að ég væri "Luckiest man on the Island" - en hamingjusamur er maður víst líka. Mér finnst að það beri að þakka og gleðjast yfir því að geta gengið óskaddaður út úr svona risakrassi án þess að vera stórslasaður. Ef ég er einhvertímann viss um öryggi mitt í sportinu þá er það núna eftir þetta slys.
Mér finnst einnig að skylda ætti alla sem keppa í rallý á fjórhjóladrifsbíl að nota HANS búnað.. (eiginlega bara common sence frekar en að þurfa að skikka menn í það)
Restin er slæm þ.e bíllinn og höndin mín.. en ég fæddist jú með tvær. Ein aðal og hin til vara.. :)
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 11.5.2008 kl. 22:36
Slæmt að þú skildir brjóta á þér hendina,góðu fréttirnar eru að þú sleppur við að litla systir rasskellir þig fyrir að skemma bílinn,svona fyrst að þú meiddir þig.
Nú er bara að bíta í skjaldarrendur og halda ótrauður áfram.
Gunnar Freyr Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:18
Ekki gott en ég er sammála þér Danni - ég gleðst svo innilega mikið yfir því að þið séuð þó þetta heilir því myndirnar eru ekkert alltof fallegar! GLÆSILEGT með Spirit Awards, kæmi mér ekki á óvart að Flóðhestarnir eigi eftir að sópa þeim að sér í framtíðinni (held það viti allir sem ykkur þekkja af hverju...) ásamt mörgum fleirrum djúsí titlum að sjálfsögðu.
Día Rauðka (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.