Leið 1 og 2 innanbæjar í Bournemouth

Danni og Ísak hafa klárað báðar innanbæjarleiðarnar og eru mjög ánægðir. Bíllinn er heill og þeir eru heilir. Danni taldi sig hafa farið óþarflega hægt í fyrri ferðinni en er ánægðari með seinni ferðina.

Eftir kvöldið eru þeir í 11. sæti yfir heildina og 3. sæti í Evo-challenge.

Þeir senda bestu kveðjur til Íslands Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GLÆSILEGT hjá ykkur strákar !!! Bara GLÆSILEGT...

Það eru svo ótrúlega margir sem eru að fylgjast með ykkur, fólk sem ég vissi ekki einu sinni að hefði snefil af bílaáhuga situr spennt við skjáinn að bíða frétta.

Áfram svona, hlakka mikið til þess að vakna klukkan 8 í fyrramálið að búa mig undir að ýta á REFRESH takkann ...

Día (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:11

2 identicon

83 bílar klárað á leið eitt. Strákarnir í 8 sæti yfir heildina 3 sæti í Evo Challange

83 bílar klárað á leið tvö. Strákarnir í 14 sæti yfir heildina 6 sæti í Evo Challange

Eftir tvær leiðir get ég ekki betur séð en að þeir séu í 12sæti yfir heildina!!!!!!

Það er bara geðveikt og það á malbiki!!!

kv Jónsi 

Jónsi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

GLÆSILEGT.Frábær byrjun strákar 12.sæti og 3.sæti í EVO-Challenge eftir kvöldið,það er ekki hægt að biðja um betri byrjun,halda svona áfram á morgun.Allavega hlakkar mér til að vakna í fyrramálið og fylgjast með ..

Áfram Ísland.

Heimir og Halldór Jónssynir, 22.2.2008 kl. 21:32

4 identicon

þetta er hrikalega flott hjá ykkur...

þið verðið bara að halda áfram á þessari braut, þá fara þessir karlar á taugum...

baráttu kveðjur

Pétur.

Ps. ég tók eiginlega jómfrúar-rúnt á evo 6 áðan.....

petur (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Heimir Snær Jónsson

sælir þetta er frábært ekki nema 1.5 sek á eftir 1.sæti í gr.n og evo challenge.

hlakka til morgundagsins að fylgajst með. djöfull er hann orðinn flottur billinn með þessum límmiðum..

Pétur ég vona að þú þurfur ekki að keyra bílinn með gröfu aftur því þá höfum við sennilega gert eitthvað mikið vitlaust..... :) 

Heimir Snær Jónsson, 22.2.2008 kl. 21:42

6 identicon

Þetta er fín staða, tólfti bíll á veginum í fyrramálið.  Einungið 2,2 sek í annað sætið yfir heildina......það getur ekki verið að Ingram hafi tekið 1:11.00 á leið 2...... eða hvað ??

Þetta verður virkilega spennandi.

Pétur, það má ekki nota þessi tvö orð í sömu setningu..... eiginlega og jómfrú !! það rifjar upp alltof margar gamlar minningar hehehe.

kv. Jónsi 

Jónsi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:06

7 identicon

Ótrúleg frammistaða, spennan verður óbærileg á morgun.  

Baráttukveðja fyrir morgundaginn. Kv. Marri

Marri (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:12

8 identicon

 kúl, svo bara fulla ferð og engvar bremsur á morgun

 kv: JOI V

Joi V (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:23

9 identicon

Össs maður fær bara fiðring í magann af fylgjast með spennunni, það er stutt í þjóðarrembinginn og bara það eitt að komast þarna út er þvílíkt afrek. Ég kem hérna oft til að njósna um ykkur systkinin (+ fylgifiska) og þið fáið mikið hrós hversu dugleg þið eruð að uppfæra síðuna.

Bíllinn er svaðalegur, verð nú að segja að hann er nokkrum klössum ofar en allra fyrstu bílarnir ykkar...eins og bláa krónubíls-Ladan hans Marra eða rallýbíllinn ykkar sem átti að glóa í myrkri ...það er aðeins meiri elegance í þessu þó hinir hafi nú haft sinn sjarm !!!

Harpa (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:15

10 identicon

Djöfull er þetta ógeðslega flott hjá ykkur strákar. Það eru engir smábílar fyrir framan= 8 wrc bílar og 2 evo 9. Þarf manni nokkuð að líða ílla yfir því. Gangi ykkur alveg rosa vel á morgun.= geðveikir+grimmir+glaðir.

 Kv Óskar Sól

Óskar Sól (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 01:16

11 Smámynd: Þórður Bragason

Sko, malbikið var ekki svo slæmt eftir allt.  Ef Danni er slakur á malbiki hvernig verður þá morgundagurinn???  Ég bíð spenntur.

Kveðja,
Doddi

Þórður Bragason, 23.2.2008 kl. 01:20

12 identicon

jæja.... þá fer að líða að þessu...... shit hvað maður er spentur.....

það er sko á hreinu að Danni og Isak gáfu EVO 9. MALBIK að éta í gær...... enda árangur eftir því......þetta er klikkað hjá ykkur.....

Nú er bara að sjá hvort Danni geri ekki bara það sem hann er BESTUR í....

taka leið 1. á útopnu og taka geggjaðan tíma á meðan hinir eru enþá geispandi.... 

go..go..go..go..

kveðja úr bakaríinu...

Pétur

Ps. hvað ætli þeir gefi honum að éta í dag.......

petur (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 07:51

13 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Frábært.... hreint út sagt æðislegur árangur.......

Halldór Vilberg Ómarsson, 23.2.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband