Nýtt og safaríkt mótorsportár gengið í garð.

Góðan daginn lesendur góðir

 

Nú er nýtt mótorsportár gengið í garð og leyfist undirrituðum að fullyrða að aldrei hefur útlitið verið jafn bjart fyrir framgöngu íslenskra akstursíþrótta.

 

Stígandi í bíla og hjólasporti hefur verið mikill undanfarin misseri og hefur fjöldi keppenda og áhugamanna sjaldan verið meiri. Spenna í flestum greina akstursíþrótta árið 2007 var alsráðandi og endurnýjun keppnistækja og nýliðum með besta móti - og nú þegar er ljóst að þetta ár verður enn betra!

 

Þrátt fyrir að keppni í körtuakstri hafi verið með minnsta móti undanfarið þá byrjar þetta ár strax á stórkostlegum fréttum af okkar fremsta kartökumanni undanfarinna ára sem hafið hefur útrás og stefnir hátt. Kristján Einar eða "The Icelander" ætlar að halda fána Íslands hátt á lofti í Formula mótaröðum og hefur geysilega sterka bakhjarla sem trúa á verkefnið. Fáir leikmenn gera sér grein fyrir hversu langt þessi ungi strákur er nú þegar kominn - en vonandi mun Kristján gera alla Íslendinga stolta af þjóðerni sínu fyrr en varir - ekki bara okkur mótorsport áhugamennina FootinMouth

 

Annar Íslendingur að hálfu leyti gerði það gott á síðasta ári í formula 3 Victor Þór Jenssen og sigraði m.a. eina umferðina í þeirri mótaröð. Ekki er enn vitað um áform hans fyrir 2008 en vonandi sjáum við Íslenska fánann í fremstu röð þar áfram.

 

Mótorhjólasport hérlendis er í algjöru hámarki - mörg hundruð keppendur í enduro og mótorkrossi tala sínu máli um vinsældir tveggja hjóla tækjanna. Þar eru fjölmargir ungir og efnilegir krakkar að komast á alþjóðlegan samkeppnisgrundvöll vonandi. Verður amk spennandi að fylgjast með á árinu!

 

Torfæran hefur raunar verið hálf stöðnuð í mörg ár mati undirritaðs og sama má segja um kvartmílukeppnir - en vinsældir beggja keppnisgreinanna eru og hafa verið miklar bæði hjá keppendum og áhorfendum.

 

Aðal umfjöllunarefni þessarar bloggsíðu hefur verið rallý síðastliðið ár og þá aðallega sorgir og sigrar okkar Flóðhestanna hérlendis og erlendis. Íslandsmótið 2007 var afskaplega skemmtilegt og uppgangurinn mjög mikill. Nýir bílar og áhafnir bættust í toppbaráttuna og metnaður allra virtist aukast í hverri keppni. Nú þegar er ljóst að enn meira fjör verður á komandi ári hérlendis þar sem nýir bílar eru farnir að berast til landsins og flestar toppáhafnir síðasta árs ætla að bæta ökutæki sín og leggja enn meiri metnað í komandi tímabil. Þó enn séu rúmlega fjórir mánuðir í fyrstu keppni þá er spennan þegar orðin gríðarleg og sálarstríðið byrjað! Verður gaman að fylgjast með þessu.

 

Áform okkar Flóðhestanna eru að skýrast fyrir árið og verða birt hér von bráðar Grin

 

Megi drengskapur og gleði ráða ríkjum, hvert sem litið er árið 2008!

DS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ hæ.

Alltaf gaman að lesa þessa síðu,þú ert flottur penni Danni.

Það verður gaman að fylgjast með ykkur í ár.

Heimir og Halldór Jónssynir, 8.1.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband