Temptest rallý

Liðið er vaknað og er á leiðinni út og skila bestu kveðjur til Íslands.

Það er þurrt og fallegt veður, þannig að þetta verður hratt rallý.

Hægt er að fylgjast með á síðunni http://www.tynecomp.co.uk/Results/others_07/tempest/1/index.html

Verið dugleg að kommenta

Kveðja, Flóðhestarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Bilaður vatnskassi á fyrstu leið.
Dagurinn byrjar ekki vel, eftir aðeins 1km kom upp bilun í vatnskassa en Danni og Ísak náðu að þétta þetta einhvernveginn með einhverjum boltum sem voru  í vösunum þeirra.  Þeir eru nú í síðasta sæti, tæpum 3 mínútum eftir næsta bíl sem er Land Rover, 12 mínútum eftir fyrsta sæti.  En Danni hefur nú áður þurft að klifra upp listann, við bíðum og sjáum.

Þórður Bragason - sérlegur fréttaritari flóðhesatnna.

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Ah, 5:55 mínútum aftir fyrsta bíl, ekki 12 mínútum eins og segir hér að ofan.

Þegar ég talaði við Danna voru þeir að limpast milli leiða, lítur ekki vel út, en þeir voru að eigin sögn "flottastir þennan eina kílómeter þar til vatnskassinn bilaði".

Kveðja,
Þórður Bragason - sérlegur fréttaritari flóðhesatnna. 

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Komnir út af leið 2, læddust alla leið, tóku fram úr 2 Land-Roverum.  Eru að komast í service til að skipta um vatnskassa svo hægt sé að keyra að einhverju viti.

Festingar ofan á vatnskassanum brotnuðu í lendingu, smá harkaleg lending en s.k.v þeirra bestu upplýsngum átti að taka það "flat out", flat-out á Íslandi er e.t.v aðeins "flatara" en í tjallandi.

Kveðja,
Þórður Bragason - sérlegur fréttaritari flóðhesatnna.

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 11:31

4 identicon

andsk. vonandi minni hættar.

Vonandi mótor heill?

 MfG: Jói V

Joi V (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Loksins í lagi.
Jæja, þeir eru byrjaðir að klifra upp listann, hægt, enda á brattann að sækja.  Þeir eru ekki lengur í síðasta sæti, reyndar í næstsíðasta sæti.  E.t.v er flugeldasýning að fara í gang ???  Ég bíð eftir að heyra í Danna, hvort allt sé í lagi.

Kveðja,
Þórður Bragason - sérlegur fréttaritari flóðhesatnna.

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 12:51

6 identicon

Voða áhyggjur hefurðu af Evo Jói,ertu búinn að versla???

Hilmar (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 12:56

7 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Jæja, þeir eru búnir með leið 5, bíllinn virðist vera í lagi en þeir þorðu ekki að beita honum að fullu (3,4 og 5. leið) en þó stigvaxandi og leið 5 sínu skárst.  Þeir eru í service núna og allt virðist vera í lagi.  Annar vatnskassi er ekki með í för (hva, er Pétur bakari ekki á staðnum) en alÍslenskar-skítamix-fix-trix-reddingar hafa átt sér stað og undirritaður hefur reynslu af því að slíkar "viðgerðir" geta skilað árangri.  Fulla ferð og engar bremsur.  Þó allar vonir um árangur séu fjarlægar stefnir samt í hörku fjör, ekki leiðinlegt að vera á staðnum.

Vel að merkja, þeir voru með 7. besta tíma yfir heildina á 5. leið, einn Subaru og 5 WRC græjur, talandi um flugeldasýningu. 

Kveðja,
Þórður Bragason - sérlegur fréttaritari flóðhesatnna.

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 13:58

8 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Jæja, allt er í lagi og mikill hugur í Danna og Ísak.

Þeir áttu 6. besta tíma á 4. leið, 9 sek á eftir 1. bíl, bara 5 WRC græjur fyrir framan þá.  Glæsilegt en þeir komu vitlaust út úr vinkilbeygju í restina á þeirri leið, þurftu að bakka og töpuðu ca 10 sek, þetta hefði getað verið besti tíminn á leiðinni ef andsk... vinkilbeygjan hefði legið betur fyrir þeim.

Kveðja,
Þórður Bragason - sérlegur fréttaritari flóðhesatnna.

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 15:16

9 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Útsýnið af aftasta bekk.

Þegar ræst er aftarlega sést allt sem gerist á leiðunum.  Okkar menn hafa þurft að taka fram úr þónokkrum bílum og jafnfram ekið framhjá enn fleirum í misjöfnu ástandi utan vega.  Á einum stað hafði einn keppandi velt sínum bíl og sett upp þríhyrning, sem betur fer sagði Danni, "annars hefðum við eflaust farið sömu leið".  Martin England á Evo 9 velti bíl sínum illa og fleiri hafa ýmist velt sínum bílum, fest þá eða skemmt þá á ýmsa vegu.

Hér er listi yfir þá keppendur sem hafa hætt keppni eftir leið 6.

Martyn England/Ian England     Mitsubishi Lancer Evo 9 RS     6     Rolled SS5
Michael O'Brien/Matthew Pearce     Subaru Impreza     5     Stopped after SS3
Alan Cookson/Julian Wilkinson     Subaru Impreza WRC     7     Front diff SS6
Andrew Barnes/Neil Dashfield     Ford Focus WRC     7     Transfer box - service 1
Guy Anderson/Dave Taylor     Mitsubishi Gallant VR4     6     Head gasket after SS2
David Fairless/Chris Thompson     Mitsubishi Evo 6     6     Blown engine SS2
19     Melis Charalambous/Andrew Roughead     Skoda Octavia WRC     7     Retired
Graham Roberts/Alan Lock     Subaru Impreza     5     Stuck in SS2
Mark I'Anson/Graeme Walker     Mitsubishi Evo 8     5     Stopped SS6
Bruce Coate-Bond/Lucy Coate-Bond     Ford Escort Cosworth     6     Rolled SS4
Dave Gamblin/Mike Stewart     Subaru Impreza     5     Suspension damage SS3
Mike Harris/Ben Garrod     Subaru Impreza     6     Stopped after SS3

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband