3.11.2007 | 15:21
Haustsprettur BÍKR - Rallarar viðra bílana sína á Sunnudag.
Góðan daginn.
Á morgun Sunnudag verður haldin haustsprettur Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Ekinn verður nokkra kílómetra kafli af leiðinni um Djúpavatn með viðsnúningi í báða enda.
Fyrirkomulag keppninnar er þannig að hver fær fimm tilraunir í hvora átt og gildir sá samanlagði tími sem bestur er í hvora átt til úrslita í heildarkeppninni.
Það eru aðeins tólf bílar skráðir í keppnina - en rallarar virðast margir hverjur vera búnir að koma sér í hýði fyrir veturinn. Þó eru nokkrir vel öflugir fjórhjóladrifsbílar í rásröðinni og því verða eflaust nokkur tilþrif hjá þeim og bitist hraustlega í hverri ferð. Sem sagt - mikið fjör að skella sér upp á Djúpavatn að horfa en keppnin hefst klukkan 11.00 nokkra kílómetra inn á Djúpavatnsafleggjara.
Gerða og Díana á Djúpavatni í haustralli BÍKR
Hér er keppendalisti sprettrallsins:
1 Jóhannes V Gunnarsson N MMC Lancer EVO 5
2 Fylkir A. Jónsson N Subaru Impreza STI
3 Valdimar Jón Sveinsson N Subaru impreza
4 Sigurður Óli Gunnarsson N Toyota Celica 185
5 Hilmar B Þráinsson J Jeep GRAND Cherokee ORVIS
6 Þórður Bragason 1600 Toyota Corolla
7 Sigmundur Guðnason J Jeep Cherokee
8 Pétur Ástvaldsson J jeep pussycat
9 Gunnar Freyr Hafsteinsson 1600 Suzuki
10 Guðmundur Orri Arnarson 2000 Renault Clio
11 Kristján V Þórmarsson 2000 Nissan Sunny
12 Lísibet Þórmarsdóttir 2000 Nissan Sunny
Athugasemdir
það vantar einn bíl í þessa keppni sem verður með.....
af sjálfsögðu verður CASTROL corollan með....... en eg verð ekki ökumaður að þessu sinni.... það munt vera nyji eigandinn....Kjartann M Kjartansson og líklega fer ég með í einhverjar ferðir með honum (en þá í farþegasætinu)
kveðja
Pétur
petur (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:31
Hér eru úrslitin
1 Valdimar Jón Sveinsson 05:38
2 Jóhannes V Gunnarsson 05:43
3 Hilmar B Þráinsson 06:07
1 Hilmar B Þráinsson 06:07
2 Sigmundur Guðnason 06:38
1 Þórður Bragason 06:17
2 Gunnar Freyr Hafsteinsson 06:38
3 Kjartan Marinó Kjartansson 06:58
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 5.11.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.