Sjöunda umferðin í bresku meistarakeppninni - langt og strangt rallý

Góðan daginn.

 Þá erum við að leggja af stað til Bretlands til að keppa næstkomandi laugardag. Þá er það sjöunda og næstsíðasta umferðin í Bresku EVO-Challenge keppninni sem bíður okkar - yfir hundrað mílu langt rallý (165km) á einum degi í skógunum Yorkshire.

 

 Þetta rallý er geysilega strangt og langt fyrir áhafnir og bíla - og það sem meira er - ofboðslega hraðar leiðir einkenna þetta rall (scary hraðar). Fyrsta og síðasta markmið okkar fyrir helgina er að klára rallið og ná okkur í myndefni og reynslu fyrir næsta ár þegar stefnan er að keppa allt tímabilið og vonandi í toppbaráttunni :) 

 

Því miður þá hafa miklar annir í skóla/vinnu/hor gert það að verkum að við erum ekki eins vel undirbúinn og við kysum að vera - en þetta verður að duga. Dagurinn er runnin upp og það verður ekki aftur snúið. Því er sennilega ekki von á of góðum árangri hjá okkur - enda tilgangslítið að fórna sér á þessum tímapúnkti.

 

Litla rósin hún Ásta systir á svo afmæli á keppnisdaginn - skvísan að verða átján ára :) vonum að það færi okkur enn meiri gæfu!

 

 Við reynum að skjóta inn fréttum hér á vefinn næstu daga til að láta vita af stöðu mála.

 

Tímar ættu að birtast á þessari síðu :) http://www.rallyyorkshire.co.uk/

 

 Kveðja / Keiko


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Gangi ykkur vel,þið takið á því..

Kveðja,Dóri

Heimir og Halldór Jónssynir, 3.10.2007 kl. 09:43

2 identicon

Gangi ykkur vel í uk, og grillið þetta lið

Kveðja Henning

Henning (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:01

3 identicon

Gangi ykkur vel og til hamingju með ammmmmælið á laugardag ÁSTA.

Óskar Sól (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Þórður Bragason

Ég hlakka til að fylgjast með.  Fulla ferð og engar bremsur.  Til hamingju með daginn Ásta.

Þórður Bragason, 5.10.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband