Haustrall BÍKR - fjölmargir nýliðar að þreyta sín fyrstu spor.

Góða kvöldið.

 

Á morgun laugardaginn 29. september verður haldið haustrall BÍKR og er þetta jafnframt lokaumferðin í Íslandsmótinu í rallý þetta árið.

 

Það eru 24 áhafnir skráðar til leiks á morgun - ansi margar sem aldrei hafa keppt áður. Ástæða þessa er sennilega sú að Íslandsmeistaratitlar eru ráðnir í öllum flokkum og alvaran því úr flestum áhöfnum.

 

 Flóðhestarnir mæta galvaskir með fimm bíla í keppnina - en það er búið að eyða nokkur hundruð vinnustundum inn á verkstæði í að reyna að koma þessum flota í ökuhæft ástand - með misvitrum árangri. En allir mæta og brosa út að eyrum vonandi :)

 

Til stóð að aka leiðir á Snæfellsnesi  - en vegna úrhellisrigninga undanfarið þá varð að færa rallið til. Eknar verða því hefðbundnar leiðir á Reykjanesinu - Djúpavatn og Kleifarvatn  -  en tímamaster rallsins er hér að neðan.

VegurVegurFyrstiHeildarSSTarget
SSNameLokarOpnarbíllkmkmPFtimeKm/h
1Kleifarvatn að Krísuvík12:0020:0013:0320,407,4000:0300:3041
2Djúpavatn.12:0020:0013:3622,5021,5000:0300:4034
3Kleifarvatn að Krísuvík12:0020:0014:1920,407,4000:0300:3041
4Djúpavatn.12:0020:0014:5222,0021,5000:0301:3814
5Djúpavatn.12:0020:0016:3334,5021,5000:0300:5836
6Kleifarvatn frá Krísuvík12:0020:0017:348,407,4000:0300:2026
7Djúpavatn.12:0020:0017:5734,5021,5000:0300:5836
8Kleifarvatn frá Krísuvík12:0020:0018:5817,407,4000:0300:5619
Hjá Pétri bakara19:54
Total for leg 1180,10115,60

Við óskum keppendum öllum velgengni og væntum þess að allir komi heilir heim.

 

Flóðhestarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband