Enn meira af myndum komnar frá Alþjóðarallinu 2007 - og meira á leiðinni

Góða kvöldið.

 

Í fyrsta lagi langar okkur að þakka heilladísunum fyrir ótrúlega glettin og skemmtilegan húmor - fyrir utan yndislegan stuðningin að sjálfsögðu í keppnum ársins.

Ástæðan fyrir þakklætinu í dag er sú að við fórum settum keppnisbíl okkar í gang áðan í fyrsta sinn síðan í rallinu um síðustu helgi. Í sem styðstu máli þá komst hann eina tíu kílómetra áður en drif, gírkassi og fleirra voru búinn að bila. Þvílík snilld að hafa komist í gegnum rallið og klárað það í fyrsta sæti - en sannarlega var bíllinn orðin sybbinn :)

 

Í annan stað er rétt að  benda lesendum á sístækkandi myndaalbúm frá Alþjóðarallinu um síðustu helgi - en það er bætt við myndum reglulega enþá.

Einnig var sett inn nýtt albúm frá því þegar við kepptum á Hondu.

 

Vonandi að allir hafi gagn og gaman að.

 

Flóðhestarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ hæ,þessi albúm er heldur betur að verða flott.

Flottar myndirnar af Hondu.Það eru komnar nokkrar myndir inná síðuna mína úr alþjóða en það albúm á eftir að stækka talsvert,ég er búin að fá myndir frá Gerðu úr alþjóða og þær eru hrikalega flottar...

Kveðja,Dóri

Heimir og Halldór Jónssynir, 25.8.2007 kl. 23:14

2 identicon

Good times, good times. Yndislegar Hondu myndir, á nú einhverjar myndir til að bæta í það púkk. Hefði verið yndislegt ef við hefðum haft svona pro ljósmynda papparassa flóðhest þá.

En takk æðislega fyrir síðustu helgi og matarboðið um daginn. Amanda Sjöfn er enn að tala um skemmtilega manninn úr sjónvarpinu, hehe flóðhestarnir eru yndislegasta fólk í heiminum og þó víðar væri leitað..

Og talandi um næsta rall - ENDALAUST SPENNANDI !!!!!

Díana Huld (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 03:18

3 identicon

alveg merkilegt hvað þið sleppið alltaf þrátt fyrir mikið basl...held nú að þessi Lancer sé nú komin á tíma  á að vera með í haustsrallinu á lancer? vinur minn var að segja mer að það væri að koma nýr subaru og 2 nýir EVO á næsta ári

stebbi (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Lancerinn hefur aldrei verið í betra formi en í dag. Þó að boddýinu sé dreift um mestallt landið þá keyrir maður ekki langt á útlitinu - eins og við sýndum í sumar.

Þessi bíll á eftir að vinna allmörg röll hér á landi í viðbót - sannaðu til.  

Já - við mætum í haustrall ef bíllinnn verður ekki seldur.

Keiko

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 26.8.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Hæ Díana.

Endilega leggðu þitt á vogarskálarnar og komdu á mig myndum ef þú átt einhverjar :) 

 En varðandí nýja EVO á næsta ári - já - það er rétt. Er einmitt verið að fara sjóða veltibúr í einn EVO IX í næstu viku. Það kemur maður frá Finnlandi í það verkefni.

Einnig er staðfest að Páll nokkur hefur fjárfest í splúnkunýjum N12C Subarú frá Tommy Mackinen Racing í Finnlandi og verður sá bíll afhentur í næsta mánuði skilst mér.

Mér segist svo hugur að Siggi Bragi muni endurnýja fyrir næsta ár - Jón og Borgar leita eflaust leiða til að uppfæra bílinn sinn annað hvort með að kaupa nýrri eða beturbæta þann gamla.

Það sem er skemmtilegast við allt þetta er að keppnistímabilinu í ár er ekki lokið - en samt er manni farið að hlakka gríðarlega til 2008.

Keiko

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 26.8.2007 kl. 23:47

6 identicon

Hæ Hippo,

 hverning væri að upplýsa almúgann með plön þessa árs og þess næsta og eins hvernig gengur með smíði á nýjum bíl. Er hann smíðaður hér á landi eða erlendis?? Er búið að finna bíla fyrir alla flóðhestana?

 Kv. Steini Palli

Steini Palli (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:50

7 identicon

þú biður ekki um lítið steini mér skilst að það sé lítið að marka hvað flóðhestar segja

kv Gústi

Gústi (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:36

8 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

:=)  Segðu "Gústi"  - þú ert flottastur og allir elska þig!

 Steini - við leyfum ykkur bara aðeins að svitna og slúðra áfram - en það koma fréttir flótlega :)

 Við sjáumst amk hressust í haustrallinu!

 Keiko

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 11.9.2007 kl. 20:37

9 identicon

á hvaða bíl ætlar þú að mæta á.....?

verðuru kanski á BIMBÓ gamla.....?

petur (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:35

10 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Sæll Pétur minn.

Ég ætla ekkert að ljóstra neinu upp um þátttöku mína í þessu ralli - hvort ég verði með - hverju ég keppi á ef ég mæti né annað :)

Eins og ég hef sagt áður þá munum við kynna keppnislið flóðhestanna til leiks von bráðar ;)

 Danni

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 17.9.2007 kl. 03:57

11 identicon

váá....svaka leyndó

Jónsi (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband