16.8.2007 | 23:14
Alþjoðarallið - fyrsti leggur - úrslit
Góða kvöldið.
Þá er fyrsta legg af fjórum lokið í alþjóðarallinu rally Reykjavik. Eknar voru fjórar sérleiðir á suðurnesjum og í Reykjavik - samtals um 10% af heildarkeppninni.
Við Flóðhestarnir erum búinn að eiga erfiða viku en langvarandi vesen á keppnisbíl okkar hefur gert okkur lífið leitt. Við börðumst af miklu harðfylgi í dag og náðum rúmlega hálfrar mínútu forskoti þegar ólánið bankaði aftur upp á. Fjórða sérleiðin lá um gömlu öskuhaugana á Gufunesi og þar misstum við vald á bílnum og enduðum á stein. Allt fór í mask vinstra megin að framan, öxull, spyrna, stýrisendar, hlífðarpanna fór undan bílum og intercooler laskaðist. Við náðum að bakka nokkur hundruð metra og koma bílnum svo í endamark.
Frábæru þjónustuflóðhestarnir okkar gerðu allt í mannlegu valdi til að koma bílnum í þokkalegt stand og tókst sú vinna nokkuð vel - amk nógu vel til að halda áfram á morgun.
Sem stendur erum við í fimmta sæti - 1mín og 27 sekúntum á eftir forystumönnunum Jóni og Borgar - en þeir leiða rallið. 20 sekúndum á eftir þeim koma svo Sigurður Bragi og Ísak - Óskar og Valtýr - Jóhannes og Linda eru skammt þar á eftir.
Á morgun hefst rallið klukkan 6:45 og verður dagurinn langur fyrir áhafnir og bíla. Við ætlum okkur að keyra eins og hægt er og sjá hvort það sé gerlegt að vinna upp tapaðan tíma síðan í dag.
Kveðja / Flóðhestarnir :=)
Athugasemdir
Ykkur tekst það vonandi. Það eru komnar örfáar myndir inn á síðuna mína, m.a. af mjög flottu flatreki flóðhestsins. Hvað eru mörg f í því?
Góða lukku á morgun, og flatrekið/stökkvið sem mest nálægt mér.
Mótormynd, 16.8.2007 kl. 23:50
Allur er varinn góður sagði nunnan og setti smokk á kertið. Við erum hinsvegar Víkingar og segjum því Go Go Go.........
Blossi (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.