Góða kvöldið.
Í dag fór fram fyrri hluti þriðju umferðarinnar í Rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir í og við Reykjanesbæ og litu mikil tilþrif dagsins ljós - eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.
Staðan fremstu manna eftir daginn er sem hér segir:
1. Daníel og Ásta 2. Sigurður og Ísak 3. Óskar og Valtýr.
DANNI OG ÁSTA Í FIMLEIKUM
GUÐMUNDUR SNORRI LEYFÐI LAKKINU EKKI AÐ ÞORNA Á HONDU EFTIR SÍÐUSTU VELTU ÞAR TIL HANN VALT AFTUR
ÞORSTEINN VELTI TOM-CAT JEPPANUM SÍNUM Á LEIÐ UM KEFLAVÍKURHÖFN.
Á morgun verða eknar sjö sérleiðir á suðurnesjum.
Keiko
Athugasemdir
Hvað er þetta er bilinn alltaf á lofti þín meiginn Danni ? kemur valla rall þar sem þu ert a jöðrðinni allan tima
Raggi M (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:24
Sæll.
Svo ég leyfi mér að sletta úr engilsaxneskunni "i´m always so high" :) það er sennilega raunin. Allaveganna drápum við fleirri heilasellur en Lalli Jóns á góðu fylleríi - í þessu ralli - þegar bensínlögnin fór úr sambandi í bílnum okkar á Djúpavatni í dag.
Þá vorum við hífuð í endamarki - og þökkum fyrir að hafa ekki verið tekinn í lyfjapróf.
Keiko
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 9.6.2007 kl. 19:53
HEHE
Ekki trúi ég því að frænka sé svona þung
Kiddi Hlunkur, frændi
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.