3ja umferð Íslandsmótsins i rallý um helgina.

Góðan daginn.

 Það er stutt stórra högga á milli því nú um helgina verður ekinn þriðja umferðin í Íslandsmótinu í rallý. Íslandsmótið í ár hefur verið sérstaklega skemmtilegt vegna geysilegrar aukningar keppenda á toppbílum og því haft verið slegist um flest sæti í röllunum og frábær tilþrif verið sýnd.

 

En er bætt um betur í þessari keppni þvi félagarnir Eyjólfur og Dóri hafa fest kaup á stórglæsilegum Súbarú - bíl sem vakti mikla athygli í fyrra vegna geysilegs afls og snyrtilegrar smíði. Við óskum þeim innilega til hamingju með gripinn og bjóðum þá velkomna í toppbaráttuna. www.hjrally.com

 

Það er akstursíþróttafélag Suðurnesja sem á veg og vanda af þessu ralli - og hafa þeir suðurnesjamenn yfirleitt haldið stórskemmtileg röll og valið leiðir sem eru mjög áhörfendavænar. Frægust er leiðin um Keflavíkurhöfn - en þar geta áhorfendur séð bílana megnið af leiðinni keyra á (milli) fiskikara og annara hindrana. Leiðin "nikkel" er einnig góð leið fyrir áhorfendur þannig að flestur ættu að geta skemmt sér vel.

 Hér er tímaáætlun rallsins - en það fer fram bæði á föstudag og laugardag.

 

8-9 JúníBrautBrautFyrstiSS
SSNameLokarOpnarbíllkm 
Frá 88 húsinu Reykjanesbæ
Föstudagur 8 Júní18:00
1Stapi A17:3019:0018:205,00
2Nikkel A18:0020:0019:003,00
3Keflavíkurhöfn A 18:0020:0019:301,50
4Keflavíkurhöfn B20:3021:3020:001,50
5Patterson A20:3021:3020:306,00
Bílar & Hjól viðgerðarhlé21:40
Næturhlé Bílar & Hjól ehf 22:55
Samtals fyrir leg 117,00
Laugardagur frá Bílar & Hjól09:00
6Stapi B08:3010.0009:154,00
7Djúpavatn A09:2011:3010:3021,20
8Djúpavatn B09:5011:4511:1021,20
9Djúpavatn C10:0013:2011:5021,20
10Ísólfsskáli 10:0013:2012:307,00
11Stapi C12:4014:4013:104,00
12Nikkel B12:5014:4013:353,00
13Nikkel C14:0515:3514:053,00
14Patterson B14:4015:4514:306,00
15   16:00
90,60
Verðlaunaafhending við 88 Húsið í Reykjanesbæ.107,60
Reykjanesbæ
Total for leg 2
Samtals fyrir leg 1 og leg 2

Keiko


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband