Sæll er sá - sem sigrar sjálfan sig!

Góðan daginn.

 

Braut blað í sögunni - varð sennilega stærsta spendýr sem klifið hefur á Hvannadalshnúk í mannkynssögunni. Tæplega 16 tíma labbitúr er fín dægrastytting og meiriháttar afsökun til að geta úðað í sig öllu sem að kjafti kemst: "maður verður nú að halda í orku - ná blóðsykrinum upp" - rumdi í hestinum meðan hann af ótrúlegu harðfylgi tæmdi 15kg bakbokann sem saumarnir svitnuðu á af kræsingum eins og kaffi, kakó, kexi, súkkulaðirúsínum, flatkökum með hangiketi, brauði með túnfisksalati, orkudrykkjum og vatni. Er amk ekki í vafa um að enginn hefur náð að innbyrða jafn mikið af fóðri á jafn skömmum tíma og undirritaður.

Meira að segja ólseiga svínakjötið, bratwurstin og hamborgaranir sem biðu á grillinu (sem kokkurinn sennilega gleymdi að kveikja á - amk fékk maður tannkul af bitunum) fengu snöggan dauðdaga í gini flóðhestsins þegar niður var komið.

 AHHHH - ég vann mig!

2110 m

Keiko


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mótormynd

Hahaha... góð mynd...

Mótormynd, 28.5.2007 kl. 16:57

2 identicon

Hey snillingur, til hamingju með áfangann!!! Hvað er svo næst?

Majan (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 08:01

3 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Já - myndin er góð.

Maja - ég veit ekki - ertu með tillögur?

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 29.5.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband