5.5.2007 | 03:44
Stóri dagurinn runnin upp - full ferð og engar bremsur.
Góðan daginn.
Þá er komið að því - íslandsmótið í Rallý 2007 hefst í dag klukkan 10 við hús Orkuveitunar upp á höfða. Eknar verða nærri tuttugu sérleiðir í dag og eru þær allar innan borgarmarkana þannig að hægðarleikur er fyrir áhugasama að koma horfa og hvetja.
Hvernig sem fer á morgun langar mig að benda lesendum á hvað þjónustuliðið okkar hefur staðið sig ótrúlega vel undanfarna daga. Þetta yndislega fólk er svo áhugasamt og glaðvært - svo ekki sé minnst á ósérhlífnina - að mann setur hljóðan. Það er búið að leggja dag við nótt til að hafa bílinn eins góðan og kostur er og aldrei stynur neinn, lýsir yfir þreytu eða leggur árar í bát. Við lítum svo á að það eitt að vera með svona mikið af gullnum einstaklingum í kringum sig sé nægur sigur - hvaða áhöfn sem gæti státað af svona fólki eru sigurvegarar. TAKK TAKK TAKK - Við munum aldrei móðga ykkur með því að slá af í keppni til að spara bílinn!
Við hlökkum til að sjá ykkur og við lofum að hver einasti meter af okkar akstri í þessari keppni verður eins tæpur og hægt er - standið ekki of nálægt.
Kveðja / Keiko
Hér er tímaáætlun rallsins.
Úr þjónustuhléi við orkuveitu Reykjavíkur - fyrsti bíll 10:00
1. Malbiksleið á plani Orkuveitunar fyrsti bíll 10:05
2. Gufunes 1 (nýja) fyrsti bíll 10:41 Við Sorpu hjá Gylfaflöt í Grafarvogi
3. Gufunes 2 (gamla) fyrsti bíll 10:52
4. Gufunes 1 fyrsti bíll 11:15
5. Gufunes 2 fyrsti bíll 11:26
Viðgerðarhlé OR plan fyrsti bíll 11:41
6. Orkuveituplan 2 fyrsti bíll 12:04
7. Geitháls fyrsti bíll 12:19
8. Geitháls fyrsti bíll 12:52
Viðgerðarhlé OR plan fyrsti bíll 13:07
9. Orkuveituplan 3 fyrsti bíll 13:30
10. Gufunes 1 fyrsti bíll 14:06
11. Gufunes 3 (sama og 2 nema í hina áttina) fyrsti bíll 14:17
12. Gufunes 1 fyrsti bíll 14:40
13. Gufunes 3 fyrsti bíll 14:51
Viðgerðarhlé Orkuveituplan fyrsti bíll 15:06
14. Orkuveituplan 4 fyrsti bíll 15:29
15. Geitháls fyrsti bíll 15:44
16. Geitháls fyrsti bíll 16:17
17. Orkuveituplan fyrsti bíll 16:35
Keppni lokið ca klukkan 17:00
Athugasemdir
Vei vei vei. Yndislegt lið !!
Hlakka svo til, sem betur fer ekki nema 6 klukkustundir í þetta.
díana huld (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.