Föstudagur til fjár (kindur)

Góða kvöldið.

Drepleiðinlegt hvað líður langt á milli keppna hjá okkur - að halda einbeitingu, líkamsfomi, skipulagi í fullum gangi þó að það séu 5 vikur í keppni er erfitt. Þess utan getur maður ekkert æft sig beint við akstur undir álagi - bæði þar sem vegir hér á Islandi eru í slöppu ástandi og einnig er það hættulegt og ólöglegt.

 Smellti saman smá gagnslitlum upplýsingum til fróðleiks fyrir mestu fíklana:

Flestir leikmenn gera sér litla grein fyrir því hvað rallý er – og hvernig þessi íþrótt virkar.  Í stuttu máli er rallý íþrótt sem byggir á því að keyra bíl eins hratt og hægt er á lokuðum vegi.

Ólíkt flestum öðrum íþróttum þá sér maður ekki keppinautana og veit maður því ekki hvar maður stendur fyrr en eftir hverja sérleið = semsagt að keppa við eigin getu, keyra á mörkunum en ekki yfir þau.   

Til að keppa þá þarf marga samverkandi þáttum.  

Í fyrsta lagi þarf maður bíl til að keppa á með öllum öryggisbúnaði, hlífðarfatnað og hjálm.  

Í öðru lagi þurfa bílstjóri og aðstoðarbílstjóri að sameinast um markmið og treysta hvorum öðrum fyrir lífi sínu og limum – ásamt því að umbera hvorn annan meira en fjölskyldu sína á meðan á keppnistímabilinu stendur. 

Í þriðja lagi þarf góða aðstoðarmenn til að fylgja með áhöfninni í keppnum og viðhalda keppnisökutækinu. Þarna verður að vera gott fólk í öllum stöðum, með vit á bílum, íþróttinni og markaðssetningu hennar.  

Með þessa hluti er hægt að leggja af stað í rallý – en til að ná árangri þarf yfirleitt meira til. Við bætum þessu við:  

  1. Erum í eins góðu líkamlegu formi og hægt er – stundum Hreyfingu amk 5 sinnum í viku, blanda af þol og styrktarþjálfun.
  2. Drekkum ekki áfengi 15-20 dögum fyrir keppni.
  3. Drekkum mikið vatn (sem allir ættu að gera).
  4. Skerum á alla sykurneyslu / gosdrykki viku fyrir keppni til að auka einbeitingu, snerpu og skerpu augnanna.
  5. Skoðum leiðir og yfirförum leiðarnótur eins mikið og tími leyfir.
  6. Nýtum okkur frábæra hjátrú liðsins og finnum nýtt “happa” til að hafa með í keppninni (mjög mikilvægt:)

Nú geta keppninautarnir aldeilis tekið glósur Cool

Það voru að koma nokkrar nýjar myndir frá Border-rallinu á myndasíðuna - ansi flottar sumar hverjar. 

Set meira blaður inn um helgina - en fyrir þá sem enn eru að lesa þetta bull - þá megið þið vita að það styttist að öllum líkindum í evo 9.

Keiko


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fæst orð bera minnstu ábyrgð... en vildi að við gætum nýtt okkur eitthvað á þessum lista ... en gaman að lesa úr þessum skrifum að það er búist við brjálaðri keppni í sumar, það verður vonandi svo....Mér skilst að Siggi Bragi mæti mjög grimmur   shit....hvað erum við búnir að koma okkur í....

JBH ESSO RallyTeam

Jón (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: GK

Gaman að lesa þetta...

GK, 30.3.2007 kl. 22:15

3 identicon

Keep on the good work strákar  :)

Gaman að geta fylgst með  :D 

Sunneva (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:11

4 identicon

Miðað við umfjöllun JBH um sjálfan sig, í fjölmiðlum ætti honum að vera fullljóst að mörg orð bera mikla ábyrgð og að hæst bylur í tómri tunnu. Gerum það að spakmælum dagsins.

Ég held að ykkur (JBH og co)veiti ekki af allri þeirri hjálp sem þið getið fengið og ættuð því að lesa listann hans Danna vandlega og gera hann að ykkar lífs-tantra, ekki veitir af því kallinn á eftir að vera svo sjóðandi heitur að það á enginn eftir að halda í við hann. Ólíkt mörgum öðrum þá er hann ekki fyrsti maðurinn til þess að halda þeirri staðreynd á lofti.

Varðandi Sigga Braga, þá er bara spurning hvort rétti frasinn sé "has been" eða "has he ever been?". Grimmdin þarf að vera til staðar er veginn tekur að hlykkja líka, ekki bara á beinu köflunum

 Kveðja

FAT BASTARD

FAT BASTARD (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 11:50

5 identicon

allavega heldur servisinn og vonandi nánir ættingjar þessu á lofti fyrir danna hönd en það sem ég og fleiri heyra talað um allan bæinn er að danni á alveg eftir að sanna sig sem ökumaður- hann þurti ekki að hafa neitt fyrir að vinna´titillinn i fyra- semsagt hann fekk enga keppni- en gaman að sja hvað danni og co eru skíthræddir hahaha-   einn sem skrifar líka ekki undir nafni

Thin Bastard (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:18

6 identicon

Þrátt fyrir að vera hvorki í Sevice hjá Danna né skyldur honum á einn eða annan hátt, þá stend ég samt sem áður við fullyrðingar mínar hér að ofan.

Ég hrasaði um tímana úr rallinu frá því í júní í fyrra( http://lia.is/spjall/viewtopic.php?t=221 ), en þar voru óumdeilanlega keppinautar að kljást. Ég get ekki betur séð en að þarna hafi sigurvegari rallsins unnið allar sérleiðir nema eina, sem áhöfnin í öðru sæti vann með einni sek. Þeir sem hafa fylgst með ralli í gegnum tíðina hvort sem það er hérlendis eða erlendis myndu draga þá ályktun að þarna hafi sigurvegarar rallsins unnið með yfirburðum. Þeir sem reyna að halda því fram að svona sigur sé "grís", hafa líklega aldrei keppt í svona keppni og vita ekki um hvað hún snýst.    

Það að halda því fram að Danni sé ekki búinn að sanna sig vegna þess að keppinautar hans héldu ekki út heilt tímabil er náttúrulega fásinna. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr sigri JBH í 2000 flokki í fyrra, vegna þess að ´74 Corollan helltist úr lestinni og kláraði ekki tímabilið. JBH kláraði mótið með yfirveguðum akstri og góðum undirbúningi.

Kveðja

FAT BASTARD

AKA: Jón, Hnulli, Jónsi, Nonni, Hnullie, Jonni eða Berassaða píparakvikindið.

FAT BASTARD (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:00

7 identicon

jæja elskurnar - mikið óskaplega er gott að sjá að menn hafa mismunandi sýn á hlutina. Hvernig sem árið í fyrra var þá breytir það ekki komandi tímabili - og nú þurfa allir að sanna sig. Ég persónulega er með það á hreinu að Fylkir og Óskar sól verði skeinuhættir og einnig tel ég Sigurð Braga standa best að vígi fyrir tímabilið. Svo kemur þetta allt saman í ljós á fyrstu sérleiðinnni i vorrallinu - mér sýnist fjölskyldudagurinn ekki vera þannig smíðaður að hann sýni raunstöðu ökumanna og bíla.

En það má alveg fullyrða það fyrir hönd ættingja minna og þjónustumanna að enginn þeirra heldur úti því fyrir okkar hönd að ég muni steikja eitt eða neitt nema egg og beikon í Þórsmörk - bið ég því þunna bastarðinn gera ekki sínar eða þeirra skoðanir að okkar - en þakka ég samt sem áður veittan stuðning.   

 Keiko

Flóðhesturinn (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband