25.3.2007 | 16:37
Komnir heim eftir geðveikustu rallýkeppni í heimi!
Jæja við erum komnir á klakann og reynslunni ríkari.
Keppnin var mesta klikkun sem hægt er að ýminda sér leiðirnar þarna eru svo ruglað erfiðar að ekkert sem við höfum séð áður jafnast á við þetta. Að keyra á 200km/h yfir blindhæðir á vegi sem er rétt bílbreidd, með 20m há tré beggja vegna - er alvarlega veikt.
Við höfum ofboðslega margt til að vera svekktir yfir og getum eitt fleiri tímum í útskýringar en ætlum að sleppa því. Þetta fór bara svona og við erum stoltir Íslendingar með það enn meira á hreinu að við eigum fullt erindi í keppni þarna úti.
Okkur finnst algerlega standa uppúr sú gríðarlega athygli sem við fáum bæði í Bretlandi og hér heima það stoppar ekki síminn hjá okkur og fjölskyldum okkar, fleiri hunduð manns skoða bloggið okkar sem við höfum þó ekkert gert opinbert nema í innsta hring, smáskilaboðum rignir inn, tölvupóstar bíða við eigum ekki orð! BBC tók sjónvarpsviðtal við flóðhestinn, Motoring news skrifaði um okkur tvær greinar í kringum sunseeker og 2 greinar í kringum þetta rall skilst okkur, Mitsubishi Motors í Englandi og Rallyart óskuðu eftir að fá að sponsora okkur um nokkur hundruð pund í þessa keppni og allir eru áhugasamir og spenntir fyrir Íslandi og þátttöku okkar í bresku meistarakeppninni. Þetta er frábær stuðningur og hvetur okkur áfram meira en nokkuð annað!! Takk enn og aftur - ekki missa trú á okkur - ekki alveg strax amk við eigum eftir að sýna klærnar enn betur!
Maður reyndar spyr sig nú pínulítið hvar íslenskir fjölmiðlar eru staddir? en sennilega fer allur þeirra tími í að stúdera skorkortið hans Birgis Leifs og birta niðurstöður um árangur hans tíu sinnum á klukkustund - (sem er víst góður - segja mér fróðari menn:). Ekki að maður hafi eitthvað á móti golfi eða öðrum íþróttum en manni finnst íþróttaumfjöllun vera ansi einsleit hérlendis.
En nóg af röfli næsta umferð í Bretlandi er helgina 10-11 maí og Íslandsmótið byrjar helgina á undan með hinum stórskemmtilega fjölskyldudegi - þar sem pylsum og kók er dælt í borgarbúa í tonnavís meðan þeir horfa á glæsilegan bílaflota Íslenskra rallara þeytast framhjá. Hefst undirbúningur strax á morgun fyrir þessar keppnir.
Það eru komnar inn nokkrar myndir. Meira í kvöld .
Keiko
Takk aftur fyrir allan hlýhuginn og stuðninginn.
Athugasemdir
Já það er greinilegt að ekki vantar áhugan á ykkur
En það gengur bara betur næst...a.m.k. er bíllinn ekki kominn í tætlur enn
Kv.
Maggi Þ
Maggi (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:38
nú er málið bara að vera grimmur og sýna hvað í þér býr danni, við höfum fulla trú á þér og vitum það alveg að þú gætir rústað þessu með litla putta ef þú vildir..
það kemur fyrir að maður brýtur nögl en þá verður maður bara að leyfa henni að vaxa aftur og halda ótrauður áfram - sem við vitum að þið gerið. en hvaða óðagot var þetta að fara að keppa á bílnum með enga strappa?? var gráskinka eitthvað að fikta eða..? 
annars hlakkar okkur svakalega til að sjá krúnurakaðann flóðhest á föstudaginn......
kv. Ásgeir og Díana
Ásgeir og Díana (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:31
þið eruð án efa langflottastir þarna úti
hvernig væri að íslenskir fjölmiðlar myndu fara að taka puttan úr rassgatinu og fara að fjalla almennilega um íslenskt motor sport. enn ekki bara það sem þeim finnst skemtilegt.
enn innilega til hamingju með þennan árangur og vegni ykkur vel í kominni framtíð.
kv.
áhugamaður.
áhugamaður (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 21:49
Velkomnir heim! Er ekki hægt að snúa þessum áhuga á ykkur úti við? Þá meina ég að einhverjir útlendingar komi hingað að keppa í alþjóða? Bara spurning...
GK, 26.3.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.