Lokahnykkurinn

Jæja - það er komið að því. Við félagarnir leggjum í hann í fyrramálið og fljúgum til Skotlands. Það er víst farið að snjóa í Kielder skógi þannig að rallið verður bara erfiðara - sem er gott. Við amk teljum að líkur okkar til árangurs séu betri í grófari og erfiðari aðstæðum því það ætti aðeins að hægja á öflugri bílum og færa okkur nær þeim.

Það er alveg pottþétt að við ætlum að gefa ALLT í þetta sem við eigum til - ef það verður krassað á þessu ári - þá verður það í þessu ralli. Með góðum árangri í þessu ralli ætti að opnast leið til að klára tímabilið í Bretlandi - en ef við kúkum í buxurnar eða erum hreinlega lélegir þá komum við bara heim og segjum frægðarsögur :) 

Við erum búnir að skoða leiðirnar á video og erum byrjaðir að þýða nóturnar yfir á íslensku - þetta verður klárað á morgun þegar við komum út - og svo er bara að leggjast yfir þetta og gera sig kláran fyrir slaginn sem byrjar á laugardagsmorgun.

Rallið samanstendur af 8 sérleiðum og er sú lengsta tæplega 20km og er mjög stíft prógrammið á laugardag því rallið ættum við að klára um klukkan 15:00. Í fyrra þá snjóaði líka í rallinu og féllu ógeðslega margir út úr rallinu - helmingur heyrðum við einhverstaðar - sem segir ýmislegt um aðstæðurnar.

Við gerum ráð fyrir því að það verði hægt að hlusta á beina útsendingu frá rallinu á http://www.0157.org/ og einnig ættu tímar að koma strax inn á http://www.bordercountiesrally.co.uk/ 

 Við vitum ekki hvernig er með tölvusamband þarna hjá okkur í skotandi. EF við náum ekki að setja neinar línur hér inn fyrir rallið þá ætlum við að þakka YKKUR fyrir frábæran stuðning og hvatningu sem höfum fengið. Vonandi náum við að gera ykkur stolt ! TAKK

 Kær kveðja / Keiko og ítalski folinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mótormynd

The snowman from Iceland á eftir að rúlla þessu upp! Passa sig samt á að rúlla ekki!

Mótormynd, 21.3.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Gangi ykkur vel. Ég verð þó að segja eitt. Það er ekki þannig að þegar aðstæður verða erfiðari þá detta þeir á betri bílunum út. Þið verðið að gera þetta sjálfir. Hálkan hjálpar ykkur ekki. Enda marg sannað að ekkert er hálkunni að kenna. Eitt heilræði, EKKI SKERA BEYGJUR. Það eru steinar í grasinu (snjónum) sem ekki bara klippa dekkin, heldur felgu og hjólabúnað í leiðinni. Ég fékk þetta heilræði 1984 í Skoskarallinu en fór ekki eftir því og tapaði miklum tíma á því.

Birgir Þór Bragason, 21.3.2007 kl. 22:05

3 identicon

Við sendum að vanda brjálæðislega VIP-strauma úr Hreyfingu! Hugsum til ykkar vííííí!

Maja og co.

Majan (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:35

4 identicon

Gangi ykkur rosalega vel,ég mun fylgjast með á laugardag og gefa ykkur góða strauma...

Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:15

5 identicon

Gangi ykkur vel á laugardaginn , ég mun fylgjast með og fagna ykkur vel um kvöldið

Linda (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband