Færsluflokkur: Bloggar
5.7.2009 | 21:00
Snædjúprallið í gær - komnar myndir :)
Hæ.
Eins og flestir sem villast inn á þessa síðu vita þá fór í gær 4.7 fram önnur umferð íslandsmótsins í rallý.
Til að breyta aðeins til fór undirritaður í bíltúr með ljósmyndaflóðhestinum Gerðu - og má sjá afraksturinn í albúminu : http://hipporace.blog.is/album/snadjuprallid/
Elvar megaljósmyndari sendi okkur svo nokkrar af Hælúxinum og þökkum við honum kærlega fyrir myndirnar góðu!
Keppnisstjórn, starfsmönnum og öðru brosandi fólki þökkum við kærlega fyrir samveruna - þetta var gaman í alla staði.
Danni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2009 | 22:26
Rétt misstum af gullinu - en silfrið okkar í Mid wales :)
Góða kvöldið.
Í gær lauk Mid wales rallinu og lukum við keppni í öðru sæti - aðeins 6 sek frá verðskulduðum sigurvegurunum Shaun Gardener og Ben Innes.
Í stuttu máli var þetta geðveikasta keppni sem undirritaður hefur keppt í.
Á fyrstu leið vorum við með nákvæmlega sama tíma og Shaun - sama gerðist á annari leið og því eftir 30km akstur á sérleiðum komum við inn í fyrsta þjónstuhlé leiðandi rallið sameiginlega.
Leið 3
Þriðja leið og við loksins náðum forystunni - 2 sekundur var reyndar allt sem það var en váááá hvað var haft fyrir þeim! Svo á fjórðu leið tók Shaun 7 tilbaka og því vorum við 5 undir fyrir síðstu leið! Nú var ALLT lagt undir, varadekki hent út og öllu lauslegu, bensín talið upp á dropa og skorið í dekk...
Því miður gerði undirritaður mistök snemma á leiðinni sem kostuðu 6-8sek -- eins og sjá má snemma á þessu vídeói:
Allaveganna - Shaun vann síðustu leiðina með 1 sek og því rallið með 6 sek. Tæpara verður það varla. Báðar áhafnir lögðu ALLT í keppnina og ýttu hvorum öðrum alveg fram á bjargbrúnina! Betra verður það ekki!
Í þriðja sæti kom svo Damien Cole og George Gwynn - áhöfnin sem fyrir rallið var búinn að lýsa því yfir að þetta yrði sér auðveldur sigur - enda á algjörum yfirburða bíl. Þeir urðu að éta hatt sinn og voru 24sek á eftir okkur.
Annars eru sérleiðatímar hér: http://www.rallyroots.com/MidWales09_MTimes06.pdf
Myndir og vídeó koma fljótlega hér á vefinn.
Óendanlega miklar þakkir til ykkar sem fylgist með og styðjið okkur í huga og verki - takk takk takk takk :)
Danni og co
Bloggar | Breytt 23.6.2009 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 00:24
Mid wales stages rallið um næstu helgi - Nú skal reyna að verja sigur okkar síðan í fyrra
Góða kvöldið.
Um næstu helgi fer fram Midwales stages rallið og munum við mæta þangað galvaskir til að reyna að verja sigur okkar í þessari sömu keppni síðan í fyrra. Eins og þá mun Andrew Sankey verma aðstoðarökumannssætið - en þetta rall er hans heimakeppni og fer fram eins og nafnið gefur sterklega til kynna - í wales.
Bíllinn okkar á flugi í síðustu keppni
Leiðarnar sem notaðar verða eru nær algerlega nýjar síðan í fyrra þannig að farið getur hvernig sem er. Við njótum þess heiðurs að vera fyrsti bíll á vegi og er það eitt og sér mikið verkefni.
Shaun Gardener
Annar í rástöð er sigurvegari þessarar keppni 2007 - Shaun garndener - en hann ekur á Mitsubishi 5.9 eins og hann kallar bíl sinn - en þetta er boddý af evo 5 með evo 9 drifrás með HHMS full active kassa, WRC spec mitsubishi mótor sem vinur okkar Phil Marks smíðaði og alveg mögnuðu fjöðrunarkerfi þar sem afturdempararnir eru með meiri slaglengd en framdemparar á venjulegum evo! The newly designed car comprises of HHMS active centre diff, modified body shell to accept Macpherson struts all round with increased travel, solid mounted rear diff HHMS design and fully adjustable rear arms. The body shell was extensively modified to allow extra suspension travel all round.
Damien cole
Þriðji í rásröð er svo margfaldur meistari í flestum hlutum breska rallisins, Damien Cole á Hunday accent WRC - mjög kvikur ökumaður á hræðilega öflugum bíl:) - en hann endaði þessa keppni 16 sek á eftir Gardener árið 2007. Báðir eru þetta heimamenn og verður því sannarlega á brattann að sækja fyrir okkur - en ekkert annað stendur til að selja sig dýrt!
Heimasíða rallsins er: www.midwalesstages.co.uk og fer keppnin fram á sunnudag hjá okkur. Það eru vel á annað hundrað bílar skráðir - þar af 36 í "modern" - þar sem við erum listaðir.
Hér er röð fyrstu tíu bíla:
Rally Marketing Mid-Wales Stages 2009 Seeded Entry List
1 Daníel Sigurðarson Andrew Sankey Ludlow Castle MC Mitsubishi Lancer Evo 10
2 Shaun Gardener Ben Innes Mitsubishi Lancer Evo 5
3 Damian Cole George Gwynn FODMC KDMC Hyundai Accent WRC
4 Dan Humphreys Ian Pryce NADAC NADAC Mitsubshi Lancer Evo 6
5 Paul Walker Vern Brown NADAC Quinton Motor Club Subaru Impreza
6 Steve Holder Steve McPhee Epynt MC Epynt MC Subaru Impreza N11
7 Huw Jeffreys Avarina Connor Aberystwyth Aberystwyth Subaru Impreza
8 Emyr Morgan Emyr Hall Lampeter/Bala Bala & DMC Subaru Impreza
9 Tony MacWhirter Steve Green FODMC/NADAC FODMC/NADAC Mitusbishi Lancer Evo 7
10 Sara Williams Patrick Walsh Brecon Aberystwyth Subaru Impreza Sti
Góða skemmtun og takk fyrir að fylgjast með.
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.6.2009 | 20:45
Hamingjukvöld BIKR - Myndir af rallýbílarykinu :)
Hæ.
Langaði að benda á myndaalbúmið http://hipporace.blog.is/album/hamingjukvold_bkr/ - en þar eru myndir sem teknar voru í gærkvöldi þegar rallýmenn og konur komu saman upp á akstursvæði AIH og áttu ljúfa kvöldstund saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 23:23
Smá vídeó úr severn valley rallinu um síðustu helgi
Vúbbídú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2009 | 19:57
Fréttatilkynning mitsubishi evo-challenge eftir severn valley rallið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 19:34
Nokkrar myndir frá severn valley rallinu
Hæ.
Eftir smá æfingu hjá mér og Ísaki á laugardag erum við komnir heim reynslunni ríkari og meira en sáttir við verk helgarinnar. Bíllinn er allur að koma til - annað en ökumaðurinn sem skánar lítið með árunum! Fimmta sæti í flokki óbreyttra bíla var eins langt og hægt var að teygja sig upp listan eftir mistök á fjórðu leið.
Hér er lokastaðan í rallinu:
1 | 19 | Daniel Barry | Martin Brady | Mitsubishi Evo 9 | 1:04:28.6 | |||
2 | 23 | Simon Hughes | Craig Parry | Mitsubishi Evo 9 | 1:04:58.9 | 0:00:30.3 | 0:00:30.3 | |
3 | 4 | Nik Elsmore | Craig Drew | Mitsubishi Evo 9 | 1:04:59.6 | 0:00:00.7 | 0:00:31.0 | |
4 | 5 | Owen Murphy | Dai Roberts | Mitsubishi Evo 9 | 1:06:20.0 | 0:01:20.4 | 0:01:51.4 | |
5 | 20 | Daniel Sigurdarson | Isak Gudjonson | Mitsubishi Evo 10 | 1:06:53.9 | 0:00:33.9 | 0:02:25.3 | |
6 | 6 | Grant Rees | Wyn Davies | Subaru Impreza | 1:06:55.9 | 0:00:02.0 | 0:02:27.3 | |
7 | 7 | Wug Utting | Max Utting | Subaru Impreza N12B | 1:07:15.0 | 0:00:19.1 | 0:02:46.4 | |
8 | 17 | Neil Gatt | Nick Cadwallader | Subaru Impreza | 1:11:55.8 | 0:04:40.8 | 0:07:27.2 | |
9 | 11 | Jeremy Taylor | Peter Martin | Mitsubishi EVO 9 | 1:12:29.1 | 0:00:33.3 | 0:08:00.5 |
Nokkrar myndir af kagganum strípulausum :=)
Kærar þakkir til áhugasamra sem fylgjast með ævintýrinu okkar :)
DS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2009 | 12:42
tímar :)
hérna getiði séð tímana úr rallinu
http://www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_09/severnvalley/1/stage/tindex.html
kv
Ásta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 17:29
severn valley national 30.5.2009
Til upplysinga tha verda strakarnir ad keppa uti a laugardag.
www.severnvalleynational.co.uk
Fra heimasidu rallsins ma finna serleidatima og adrar upplysingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 22:50
Skysport mótorsportþátturinn um Pirelli rallið um helgina :)
Hér má sjá umfjöllun um 2. umferð Bresku meistarakeppninnar sem fram fór um síðastliðna helgi.
Langur og vel unnin þáttur - góða skemmtun.
http://www.motorsportmad.com/view/7197/pirelli-rally-2009-sky-sports-part-1
http://www.motorsportmad.com/view/7198/pirelli-rally-2009-sky-sports-part-2
http://www.motorsportmad.com/view/7201/pirelli-rally-2009-sky-sports-part-3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)