14.5.2007 | 22:56
2. Umferð í Íslandsmótinu í rallý - næstkomandi laugardag.
Góða kvöldið.
Nú styttist óðum í næstu umferð á íslandsmótinu í rallý. Ljóst er miðað við leiðarvalið að róðurinn verður verulega erfiður fyrir okkur systkynin þar sem leiðirnar eru geysilega hraðar og útheimta mikla aflþörf og endahraða úr bílunum - eitthvað sem gamli kagginn okkar hefur ekki upp á að bjóða. En við ætlum ekkert að gefa og munum sjá til þess að keppinautar okkar geta ekki leyft sér nein mistök ef þeir ætla að vera á undan okkur.
Miðað við geysilegu baráttuna og alla glæsilega flotann af rallýbílum sem komnir eru í keppni hérlendis þá verður enginn svikinn af því að kíkja í bíltúr og fylgjast með á laugardaginn. Það virðast allir ætla leggja allt í sölurnar og ættu því barátta og tilþrif að vera mikil. Eflaust verður hæðin efst á Tröllhálsi frábær staður til að vera á og einnig við pípuhliðíð á Uxahryggjum. Lyngdalsheiðin verður keyrð fjórum sinnum - tvisvar í hvora átt og mæli ég þar með staðsetningu laugarvatnsmegin raunar hvar sem er alveg upp í bröttubrekku fyrir ofan helli.
Dagskrá og tímaáætlun verða birt hér fljótlega.
Kveðja / Keiko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2007 | 01:22
MANX - Rallið
Góða kvöldið.
Manx rallið fór fram í gær og í dag á eyjunni Idle of Man - sem er alveg hreint ótrúlega mikil eftirlíking af vestmannaeyjum. Það var rok og rigning ásamt dashi af þoku sem setti svip sinn á rallið og aðstæður því hinar erfiðustu.
Tugir áhafna duttu út úr rallinu og þar á meðal Colin McRae - en hann var í baráttu í allan dag við Phil Collins - sem er enn magnaðasti bílstjóri á malbiki í heiminum í dag. Það var afturdrif sem gaf sig hjá Colin þegar tvær leiðir voru eftir í rallinu.
Vinur okkar Nik Elsmore - sem seldi okkur EVO 7 bílinn - krassaði spánýja EVO 9 bílnum sínum á leið 6 í dag - Hann slapp ómeiddur ásamt aðstoðarökumanninum sínum en bíllinn er víst ansi illa farinn.
En það voru súbarú WRC bílar sem kláruðu í 1 og 2 sæti - og var þeim fylgt eftir af Dodd á Accent. Phil Collins kláraði í sjötta sæti, langfyrstur þeirra sem voru á eindrifsbíl og hefði eflaust verið í topp 3 ef aðstæður hefðu verið þurrar.
http://www.tynecomp.co.uk/Results/MSA_gravel_07/manxnat_07/1/current.html
Nánar síðar með myndum.
Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2007 | 14:35
Aumingjaskapur.is
Góðan daginn.
Tekinn hefur verið ákvörðun um að fara ekki í keppni til Idle of Man um næstu helgi. Ástæðan eru veikindi flóðhestsins - en þrálát pest hefur hreiðrað um sig í honum undanfarnar vikur. Þrátt fyrir batamerki síðustu dagana þá náðust ekki lágmörk í þolprófum gærdagsins var þá þessi ákvörðun tekinn.
Ef ekki næst að semja um breytingar á flugmiðunum þá ætlum við nú samt að skella okkur út og horfa á meistarana og kynnast aðeins leiðunum þarna í Manx - en við ætlum okkur að keppa allt tímabilið 2008 í Bretlandi þannig að við getum tekið góðar glósur núna.
Kveðja / Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 14:54
Fyrstu rallíkeppninni á Íslandsmótinu lokið!
Góðan daginn.
Þökkum veittar hamingjuóskir - við erum alveg sátt við gærdaginn þrátt fyrir mikinn slappleika undirritaðs þá héldum við haus á þessum stuttu leiðum og má þakka fyrir að engar alvöru sérleiðir voru í rallinu , þá hefði verið auðveldara að vinna okkur.
Við söknuðum samt samkeppni frá reynsluboltunum í rallý eins og Sigga Braga&Ísak - en þeir urðu frá að hverfa eftir bilun í drifbúnaði og Jói&Eggert voru í einhverju tómu basli, lautarferðum og reynandi að setja hraðamet afturábak :) Þetta orsakaði það að við gátum keyrt á þægilegum hraða og samt haldið forystunni án þess að slíta bílnum - og mikið óskaplega skemmtum við okkur vel.
Ásta tók meira að segja píkuskræk á einu stökkbrettinu - svo háan og hvellan að ég hélt að að væri steinn fastur í bremsunum á bílnum sem orsakaði þetta skerandi hljóð. En það reyndist vera systir mín að skemmta sér svona vel í farþega sætinu í 16m löngu stökki sem við flugum.
Þjónustuliðið okkar fékk þá hugmynd nóttina fyrir keppni að taka vörubílinn, setja rafstöð og bílalyftu á pallinn og öll verkfæri, loftpressa og suðuvélar voru tekinn með og þessu öllu saman komið fyrir á planinu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Á Þessu einstaka fullbúna útiverkstæði var svo allt klárt í að laga bílinn - en þá var þotið út í búð og keypt í vöffludeig og farið að baka vöfflur á verkstæðinu góða. Öllum var svo boðið í nýbakaðaðar vöfflur með rjóma og rabbabarasultu og kók eða nýmjólk að drekka. Þetta kallar maður alvöru þjónustu. Þakkir enn eina ferðina til ykkar allra - einstakur andi í einstökum hóp.
En aftur að keppninni: "Súbarú nýliðarnir" Jon&Borgar - Óskar&Vatýr - Fylkir&Elvar - Valdi&Ingi - koma alveg virkilega ferskir inn í keppnina og á sérstaklega snyrtilegum og öflugum bílum. Þessir strákar eiga alla burði í að blanda sér í toppbaráttuna ef þeir halda sér inn á veginum því sannarlega eru bílar þeirra með nægt afl og aksturseiginleika til að sigra rallý hérlendis. Því má með sanni segja að allt að 10 bílar eiga erindi á verðlaunapall í sumar og verður hrikalega gaman að fylgjast með þróun mála.
Langar að nota tækifærið og vefknúsa alla starfsmenn og keppnishaldara - frábært að sjá hvað allir eru brosmildir og tilbúnir að taka svona keppni að sér og skila henni af sér með stakri prýði. Takk kærlega fyrir okkur!
Verið er að vinna í að setja inn myndir og vídeo innan úr bílnum þannig að verið dugleg að tékka í heimsókn.
Kveðja / Keiko
Bloggar | Breytt 8.5.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 20:11
Við unnum :)
Stutt blogg - við sigruðum í dag og erum að rifna úr monti :)
Óskar og Valtýr náðu 2 sætinu eftir að Siggi og Ísak duttu út. Frábær byrjun fyrir okkur á vonandi frábæru íslandsmóti.
Kveðja / Keiko
Bloggar | Breytt 6.5.2007 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2007 | 03:44
Stóri dagurinn runnin upp - full ferð og engar bremsur.
Góðan daginn.
Þá er komið að því - íslandsmótið í Rallý 2007 hefst í dag klukkan 10 við hús Orkuveitunar upp á höfða. Eknar verða nærri tuttugu sérleiðir í dag og eru þær allar innan borgarmarkana þannig að hægðarleikur er fyrir áhugasama að koma horfa og hvetja.
Hvernig sem fer á morgun langar mig að benda lesendum á hvað þjónustuliðið okkar hefur staðið sig ótrúlega vel undanfarna daga. Þetta yndislega fólk er svo áhugasamt og glaðvært - svo ekki sé minnst á ósérhlífnina - að mann setur hljóðan. Það er búið að leggja dag við nótt til að hafa bílinn eins góðan og kostur er og aldrei stynur neinn, lýsir yfir þreytu eða leggur árar í bát. Við lítum svo á að það eitt að vera með svona mikið af gullnum einstaklingum í kringum sig sé nægur sigur - hvaða áhöfn sem gæti státað af svona fólki eru sigurvegarar. TAKK TAKK TAKK - Við munum aldrei móðga ykkur með því að slá af í keppni til að spara bílinn!
Við hlökkum til að sjá ykkur og við lofum að hver einasti meter af okkar akstri í þessari keppni verður eins tæpur og hægt er - standið ekki of nálægt.
Kveðja / Keiko
Hér er tímaáætlun rallsins.
Úr þjónustuhléi við orkuveitu Reykjavíkur - fyrsti bíll 10:00
1. Malbiksleið á plani Orkuveitunar fyrsti bíll 10:05
2. Gufunes 1 (nýja) fyrsti bíll 10:41 Við Sorpu hjá Gylfaflöt í Grafarvogi
3. Gufunes 2 (gamla) fyrsti bíll 10:52
4. Gufunes 1 fyrsti bíll 11:15
5. Gufunes 2 fyrsti bíll 11:26
Viðgerðarhlé OR plan fyrsti bíll 11:41
6. Orkuveituplan 2 fyrsti bíll 12:04
7. Geitháls fyrsti bíll 12:19
8. Geitháls fyrsti bíll 12:52
Viðgerðarhlé OR plan fyrsti bíll 13:07
9. Orkuveituplan 3 fyrsti bíll 13:30
10. Gufunes 1 fyrsti bíll 14:06
11. Gufunes 3 (sama og 2 nema í hina áttina) fyrsti bíll 14:17
12. Gufunes 1 fyrsti bíll 14:40
13. Gufunes 3 fyrsti bíll 14:51
Viðgerðarhlé Orkuveituplan fyrsti bíll 15:06
14. Orkuveituplan 4 fyrsti bíll 15:29
15. Geitháls fyrsti bíll 15:44
16. Geitháls fyrsti bíll 16:17
17. Orkuveituplan fyrsti bíll 16:35
Keppni lokið ca klukkan 17:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 11:31
Engar bremsur = Meiri hraði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 10:57
Óli hor - hefði átt að stríða honum minna í skóla - nú er ég eins!
Góðan daginn.
Undirritaður er svo heppinn að hafa náð sér í heiftarlega pest - svona rétt fyrir fyrsta mót. Þegar litið var í spegilinn í gær minnti ég á 8ára umhyggjulítið barn - með græna horslikju niður á höku. Eins og staðan er í augnablikinu þá væri útilokað að keyra kassabíl - hvað þá rallýbíl. En það er bara að vona að maður snýti þessu úr sér og verði orðin sprækur á laugardaginn.
Í tilefni af þessu þá hefur allur undirbúningur verið neðanmáls - en strákarnir hafa samt staðið sig með prýði við að reyna að koma kagganum í hjólin og gera hann keppnishæfan.
Undirbúningur okkar fyrir MANX rallið 10-11 maí hefur staðið sem hæðst úti í Bretlandi - Búið er að raða saman nýjum mótor í EVO 7 og setja hann upp fyrir malbíksleiðirnar. Það var skipt út framdrifi, fjöðrun, bremsum og jafnvægisstífum - allt til að gera bílinn samkeppnishæfari við toppbílana. Það er víst þannig að ef maður á einhverstaðar séns á að ná góðum árangri á svona gömlum bíl þá er það við þessar aðstæður sem boðið er upp á þarna. Þannig að við látum sverma til stáls.
Þess má geta að Phil Collins - sem er einn fljótasti ökumaður breta á eindrifsbíl og keppir á MK II escort er með rásnúmmer 10. Með rásnúmmer 11 er Colin Mc Rae - fljótasti ökumaður Skota og jafnvel heimsins (amk sá allra flottasti). Það má ljóst vera að baráttan verður svakaleg hjá þeim og spennandi að fylgjast með.
Kveðja / Keiko
Ps. Einnig lýsi ég eftir sponsor frá einhverjum tissjú-framleiðanda sem vantar að losna við lagerinn fyrir auglýsingu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 22:51
Það verður heitt í kolunum á Laugardag - Hraði, tilþrif og snilldarfóður
Góða kvöldið
Nú er biðin senn á enda því næstkomandi laugardag hefst Íslandsmótið í Rallý 2007 með hinum árlega fjölskyldudegi rallsins. Eknar verða 19 sérleiðir - flestar þeirra innan borgarmarka Reykjavíkur og því von á mörgum áhorfendum og miklu gamani. Undanfarinn ár hafa grillmeistarar mokað mat og drykk í viðstadda, hoppukastali og veltubílar verið til afnota = skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ég mun setja inn nákvæma dagskrá hér þegar nær dregur.
Við skelltum okkur í smá upphitun með fréttaliði RÚV síðastliðinn fimmtudag og reyndum nýmálaðann kaggann á malbiksbrautinni í Keflavík. Þvílík snilld !! Þetta var svo gaman að helst af öllu vildi maður að Íslandsmótið væri allt keyrt á malbiki.
Fréttina um ökudaginn má finna á slóðinni: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338286/17
Verður að segjast eins og er að hún Lovísa fréttakona á óskarsverðlaun skilið fyrir frábær svipbrigði meðan á ökuferðinni stóð!
Settar verða inn myndir og fréttir alla vikuna og byggð upp spenna fyrir rallið um næstu helgi
Kveðja / Keiko
Bloggar | Breytt 30.4.2007 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 13:00
Íslandsmótinu í Rallý þjófstartað
Góðan daginn.
Nú er svo komið að komandi keppnistímabil í Rallý er á næsta leyti og nú þegar virðist allt ætla um koll að keyra - og það á netinu. Ásakanir um svindl og spádómar um úrslit hrúgast niður eftir því sem áhorfendur og keppendur flokka sig niður á sína uppáhaldsökumenn. En einhver sagði að öll umfjöllun væri af hinu góða?
Ljóst er að tímabilið verður eitt það mest spennandi í áraraðir og ef brot af þeirri grimmd og ákveðni sem toppökumenn hafa látið frá sér fara stenst - þá koma tilþrif með að vera mikil og væntanlega afföll á toppnum í hverri keppni.
Eitt langar mig að biðja alla keppendur um:
Ég hef lengi barist fyrir því að hugtakið "ég svindla því það svindla allir" sé þurrkað út úr rallý á íslandi. Því langar mig að biðja keppendur í rallý að taka sig til skoðunar, keppnisútbúnað sinn og farartæki og gagngrýna sína eigin útgerð. Ég get ekki skilið að nokkurn mann langi til að vinna verðlaun og láta svo standa sig að því að vera ekki samkvæmt reglum.
Ef við næðum einu tímabili án þess að einhverjar réttmætar/óréttmætar sögur um svindl kæmu upp þá værum við langt komnir til sólarinnar. Hvort sem einhverjir keppendur svindluðu eða ekki á fyrri íslandsmótum er ekki okkar að ræða frekar hér. En það sem við getum lært af þessu og reynslu okkar síðustu árin er að auka vald og eftirlit lögjafarvaldsins í keppnum - og fyrirbyggja þannig enn frekar að menn séu að fara í kringum reglur.
Ég legg til að hver áhöfn greiði t.d 2500kr hærri keppnisgjöld - peningar sem færu óskiptir til eftirlitsmanns sem væri tilnefndur í hverja keppni - hefði VALD og aðstöðu hvenær sem er eftir að bíll hefur verið skráður til keppni til að taka hann án fyrirvara og skoða ? Hugmynd ?
Megi besta ÁHÖFNIN vinna :)
Keiko
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)