Dúndrandi standpína!

 

Góða kvöldið kæru mótorsportáhugamenn.

Mig langaði til deila með ykkur að ég var úti að keyra einn fljótasta rallýbíl landsins.

Bræðurnir Fylkir og Elvar keyptu sér eins og kunnugt er Súbarú Imprezu rallýbíl frá Bretlandi í vetur. Þeir hafa keyrt hann í rólegheitunum í sumar og náð sér í reynslu á bílinn.

 

Nú hafa þeir tekið næsta skref í uppfærslu bílsins með kaupum á m.a alvöru gírkassa og alskyns drifbúnaðargotterí. Í stuttu máli þá virkar þetta ÓTRÚLEGA - en ég fór með Fylki í bíltúr rétt í þessu og framleiddi hann skítafýlu í stórum stíl meðan á ökuferðinni stóð :)

 

Fylkir á nýja súbbanum

 

Það er alveg ljóst að þegar þeir bræður ná valdi á þessum bíl þá er eins gott að aðrir (m.a undirritaður) fari að passa sig - því bíllinn er vægast sagt svakalega fljótur. Til hamingju strákar.

 

Kveðja / Keiko


Keppnisskoðun á miðvikudag klukkan 18:30 í Max1 á höfða.

Kæru keppendur.  

Bara að minna á keppnisskoðunina á morgun.

Kveðja / Keiko


Dúbbí dúbbí dúbb

Í dag er sorgardagur.

 

Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag hefur Emilía ákveðið að yfirgefa Nylon.

 

Kertafleyting verður haldin í gær á tjörninni til minningar um hrjúfa rödd hennar.

 

Með samúðarkveðju til syrgjenda frá rótum táfýlu minnar,

 

Keiko


Skagafjarðarrall SHELLSPORT 2007 - Dagskrá og leiðarlýsing

Góðan daginn.

 Hér eru fyrirliggjandi upplýsingar um skagafjarðarrallið sem fram fer um næstu helgi.

 

Leiðalýsing Skagafjarðarralli Shellsport 21. júlí 2007                               

Keppnin er ræst frá Shell stöðinni Shellsport á Sauðárkróki, ekið suður Skagfirðingabraut og sem leið liggur út úr bænum og beygt til hægri (suðurs) inn á veg nr. 75 til Varmahlíðar áfram til suðurs gegnum Varmahlíð. Beygt til vinstri inn á veg 752 Mælifell ekið áfram til suðurs u.þ.b. 11 km þar sem beygt er til hægri inn á veg 751 Efribyggð. Beygt til vinstri inn á brú(Mælifellshnjúkur, Hveravellir 35) eftir u.þ.b. 1,7 km og þaðan ekið að upphafi sérleiðar  u.þ.b 4,7 km frá brúnni. Sérleiðin um Mælifellsdal er 25 km og verður ekin tvisvar fram og til baka 4 sérleiðarhlutar, samtals 100 km.Merkt hefur verið með rauðum lit á steina við upphaf og enda sérleiðar.                                                               

Að loknum akstri um sérleiðir á Mælifellsdal er ekið til baka til Sauðárkróks og ekin sérleiðin  Nafir sem verður kynnt nánar föstudagskvöldið 20. júlí eftir fund með keppendum.  Sauðárkróki 12. júlí 2007BH   

fimmtudagur 12. júlí 20:00Skráning hefst. Keppnisgjald 18.000 krónur  innifalið eru miðar á mat og ball um kvöldið 21 júlí Upplýsingar og skráning: Baldur Haraldsson í síma 893-2441Tölvupóstur hendill@simnet.is 

 

 

 

 

 

mánudagur 16. júlí

23:59 Skráningarfresti lýkur.    Keppnisgjöld skal leggja inn á reikning Bílaklúbbs Skagafjarðar Kt. 520601-2360     reikningsnúmer   0310-26-2360Munið að skrá kennitölur og símanúmer keppenda, gerð og flokk bíla

 

 

 

 

Nánar þegar líður á vikuna.

 

Keiko


Allir brjálaðir !!

Hæ.

 

Það er nú saga til næsta bæjar þegar flóðhestarnir verða ósammála! En þetta gerist - bara sjaldan.

 

Um næstu helgi fer fram 4. umferð íslandsmótsins í rallý sem halda á í Skagafirði. Sömu daga fer fram 5 umferðin í Bresku meistarakeppninni í Wales. Við systkynin erum skráð í breska rallið - og ekkert annað sem stóð til en að fara þangað og sprikla. EN - svo skyndilega kemur flóhestahjörðin að máli við undirrtaðann og lýsir því yfir að allir vilji fara keppa í Skagafirði - ekki í Bretlandi. Fólki finnist rétt að hamra járnið meðan það er heitt og athuga hvort við getum tryggt stöðu okkar á íslandsmótinu. Einfaldur meirihluti ræður - ég er einn á móti öllum öðrum Angry

 Þannig að  -- nú er allt á síðustu stundu því bíllinn okkar er í molum út í bílskúr og mikilvægir hlutar hans á erlendri grundu. Fallega fólkið er samt búið að fullvissa okkur um að allt verði klárt og komið norður á Föstudag - - úfff.

Nú er bara fyrir alla að fjölmenna norður og njóta sín í örmum skagafjarðar. Ekki er nú ólíklegt að einstaka söngur og gítarspil muni óma við undirleik hlátrarskalla nærri tjaldsvæðinu nóttina eftir rallið - en rallarar hafa langa hefð fyrir því að keyra mjög mjög langa sérleið í lok Skagafjarðarrallsins.  

Út að hrista fellingar !!

 

Keiko


Síðasti í sukki!

Góðan daginn.

 

Eins og áhugasamir hafa eflaust orðið varir við hefur verið gott hlé núna milli keppna hjá okkur. Því er ekki að neyta að þetta hefur verið nokkuð kærkominn pása til að slaka aðeins á og leyfa sér meira sukk og minni hreyfingu en síðastliðna fjóra mánuðina - með viðeigandi fellingaflóði og ofeldi.

 

En nú eru 3 vikur í næstu keppni og því ekki seinna vænna en að fara að hysja upp um sig brækurnar, troða þeim yfir ístruna og koma sér í form á ný fyrir komandi átök. Búið er að setja saman nýja æfingaáætlun sem samanstendur af þol og styrktarþjálfunum - ásamt skipulögðum aksturstækniæfingum. Það er vonandi að þessi breyting verði til að bæta enn árangur okkar.

 

Næsta keppni er Swansea bay rallið í suðurhluta Wales og stendur til að keyra þarna margar þær leiðir sem eknar verða í heimsmeistarakeppninni í haust - Rally GB. Miðað við úrhellið sem verið hefur á Bretlandseyjum undanfarnar vikur þá er nokkuð líklegt að rallið verði í grófari kantinum sem hentar okkur ljómandi vel - enda vön ýmsum ruddanum héðan frá Íslandi.

 

Fleiri fréttir í vikunni.

 

Keiko


Tímaþjófnaður

Nokkrir linkar með myndum og vídeo frá bresku meistarakeppninni :

 

http://www.youtube.com/watch?v=n43QF1eG4yQ  Við komum ansi ansi hratt í mynd 4:29  --

http://www.rallyaction.co.uk/2007/SevernValley/index5.html

http://www.rallyaction.co.uk/2007/Sunseeker/index5.html

http://www.rallyaction.co.uk/2007/Sunseeker/index6.html

 

 

 


Nú skal segja - nú skal segja - bráðum koma dýrðleg (ir bílar)

Góðan daginn.

 

Eins og lesendur hafa tekið eftir þá er fimm vikna frí milli keppna hjá okkur núna - og fréttaflutningur því í minni kantinum hér á vefnum.

 

En ef ykkur leiðist þá langar mig endilega að benda á nýjar myndir sem voru að bætast í myndaalbúmin okkar. Virkilega frábærar myndir sem Ljósmyndaflóðhesturinn hefur tekið og af mikilli elju og dugnaði komið á síðuna.

 

Annars erum við að reyna að selja báða rallíbílana okkar til að fjármagna nýjan Mistubishi EVO 9 ... Sem við vonumst til að geti hjálpað okkur að ná betri árangri í Bresku meistarakeppninni. Ef allt gengur upp á verður nýi bíllin kominn í okkar hendur í Ágúst. .

 untitled

Við óskum lesendum öllum góðar helgar.

 

Keiko 


Kjarkur og taugaspenna = áhætta og ótti - - 3ja umferð Íslandsmótsins í Rallý

Góðan daginn

 

Eins og fram hefur komið var keppt um helgina í 3ju umferð Íslandsmótsins í Rallý - og voru systkinin í fararbroddi keppenda frá upphafi til enda. Keppnin gekk ekki hnökralaust fyrir sig hjá þeim og sannaðist enn eina ferðina hvað rallý er andleg og líkamleg keppni - ekki bara akstursgetukeppni.

 

Á fyrstu sérleið í rallinu lentu þau í því að aka nærri á ungan dreng sem hafði ekki farið að fyrirmælum starfsmanna keppninnar og gekk út á veginn í sömu mund og þau komu aðvífandi á fullri ferð. Ungi drengurinn féll í jörðina og úr augsýn þeirra sem í bílnum voru - og héldu viðstaddir í augnablik að drengurinn hefði orðið undir bílnum.

 

Sem betur fer var það ekki svo og allir sluppu með skrekkinn - en skrekkurinn var svo mikill hjá Flóðhestinum að taugarnar gáfu sig. Í allri þessari adrenalín klikkun þá eru taugarnar þandar til hins ítrasta og mega ekki við miklum utanaðkomandi áföllum. Á þessum tímapunkti þá hefði verið réttast að hætta keppni og halda heim á leið - en fortölur viðstaddra gerðu það að verkum að ákveðið var að halda áfram sem var eins röng ákvörðun og hægt er að mati flóðhestsins.

 

Á næstu leið var eins og þau hefðu aldrei ekið bíl á ævi sinni áður - aldrei séð leiðarnótur áður og aldrei keyrt á möl. Þvílíkur var einbeitingarskorturinn að systkinin stofnuðu sér í hættu og stórskemmdu bílinn. Einhvern veginn náðu þau að klúðrast í endamark með allt bogið í klessu undir bílnum. Frábært þjónustuliðið náði á undraverðan hátt að gera bílinn aksturshæfan og koma honum í gegnum tvær stuttar sérleiðir sem eftir voru. Svo var bílinn endursmíðaður í þjónustuhléi á föstudagskvöldinu = frábært verk hjá Flóðhestaliðinu - þar eru bara snillingar í hverri stöðu :)

 

Þetta var orðin spurning um hvort þau væru búin að missa kjarkinn og getuna til að keyra hraðar en aðrir. Á laugardagsmorgun fundaði allt liðið og ákvað að halda áfram þrátt fyrir efasemdir bílstjórans um getu sína til rallaksturs framar. Fullur stuðningur fékkst til að halda áfram og ef það þyrfti að hægja ferðina og gefa eftir forystuna - þá það. En kjarkurinn fannst strax á fyrstu leið og liðið skilaði sér langfyrst í mark og enn einum sigrinum var landað.

 

Þetta var sigur alls liðsins frábæra. Engan hefði mátt vanta - enginn átti meira eða minna en hinn. Þetta er samansafn af skuldbundnu fólki sem elskar félagsskapinn og gleðina í kringum rallið. Hver einasta persóna í liðinu er meistarastykki á sinn hátt - megi þau öll njóta lífsins lystisemda, hamingju og gleði um alla tíð.

 

Vonandi njóta lesendur síðunnar allra myndanna sem við höfum keppst við að setja hér inn. Ljósmyndaflóðhesturinn Gerða á heiðurinn af megninu af albúmunum - takk snillingur.

 

Keiko


3ja umferðin í Rallý - úrslit og myndir.

Góðan daginn.

 

Nú var að ljúka 3ju umferðinni í íslandsmótinu í Rallý - Suðurnesjarallið. Keppnin var geysilega hörð um flest sæti og því miður urðu margir frá að hverfa eftir og mikla keppnishörku.

Jón Bjarni og Borgar veltu Súbarú bíl sínum mjög illa á annari leið um djúpavatn í morgun - en sem betur fer sluppu þeir báðir algerlega ómeiddir. Bíllinn er samt illa farinn og þurfa þeir eflaust að vinna mikið í honum næstu fimm vikurnar - en miðað við keppnisskap þeirra félaga þá láta þeir sig ekki vanta í næsta rall. "Dónt stopp mí ná" stendur á bíl þeirra - og hvetjum við Flóðhestarnir þá til að fylgja því eftir og láta ekki bugast.

Jón og Borgar voru sennilega i öðru sæti þegar þeir veltu í sekúntuslag við Sigurð Braga og Ísak, en þeir félagar kláruðu í þægilegu öðru sæti eftir veltu Jóns og Borgars.

 Jóhannes Gunnarsson datt einnig út á leið um stapa eftir að hafa keyrt vatnskassa undan bílnum á ofboðslega grófri leiðinni - en hann var þá öruggur í þriðja sæti.

 Eyjólfur og Halldór www.hjrally.com mættu í sína fyrstu keppni á stórglæsilegum Súbarú og náðu eftir áföll annara keppenda að klára í þriðja sæti - alveg stórkostleg byrjun hjá þeim - en þess má geta að þeir höfðu aðeins 11 daga til að rétta bílinn og gera klárann - en bíllinn var stjórtjónaður frá fyrri eiganda . Húrra fyrir HJRALLY.

Annars féll nærri helmingur keppenda út í rallinu - sem segir ýmislegt um erfiðleikastig leiðanna.

 Við þökkum AIFS = akstursíþróttaklúbbi Suðurnesja - kærlega fyrir keppnina og megi starfsmenn hennar lengi lifa.

 

 

Kær kveðja / Keiko


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband